Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 Húsaleiga þykir há og má tilsanns vegar færa í mörgum tilfellum. Ýmsar leiðir eru farnar til að létta þessum fjárhagsbyrðum af leigjendum. Ein þekkt er að greiða húsaleigubætur og þær geta komið sér vel fyrir leigjendur, en hafa þær óheppi- legu afleiðingar að leigusalar nota gjarnan tækifærið, þegar bætur eru settar á eða hækk- aðar, til að hækka leiguna.    Niðurstaðan erþví sú að stór hluti húsaleigubót- anna endar í vasa leigusalanna, sem var vitaskuld alls ekki ætlunin. Þetta er ein af ástæðum þeirrar háu leigu sem kvartað er undan hér á landi um þessar mundir, en þá datt for- manni Vinstri grænna snjallræði í hug: Setja þak á húsaleigu.    Hún er ekki fyrsti stjórnlyndistjórnmálamaðurinn sem læt- ur sér detta í hug að leysa verð- hækkanir með því að banna þær og sennilega ekki sá síðasti þó að árangurinn sé afleitur.    Ragnar Árnason hagfræðipró-fessor benti í þessu sambandi á að húsaleiguþak hefði verið vandlega skoðað víða um lönd og rannsóknirnar sýndu að þakið væri óráð þar sem það hjálpaði ekki leigjendum í heild, enda drægi það úr framboði leiguhús- næðis.    Bann við verðhækkunum hefurverið reynt víða um lönd á fleiri vörum en húsnæði og alls staðar eru afleiðingarnar þær sömu: Vöruskortur og svartamark- aðsbrask. Er það heppileg lausn á fyrrnefndum vanda? Katrín Jakobsdóttir Óráð STAKSTEINAR Ragnar Árnason Veður víða um heim 17.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 15 léttskýjað Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 13 skýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 13 súld Brussel 16 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 21 léttskýjað London 21 heiðskírt París 20 heiðskírt Amsterdam 15 skúrir Hamborg 22 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 20 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 16 léttskýjað Montreal 27 skýjað New York 32 heiðskírt Chicago 29 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:28 21:36 ÍSAFJÖRÐUR 5:20 21:54 SIGLUFJÖRÐUR 5:03 21:37 DJÚPIVOGUR 4:54 21:09 Innritun 2015-2016 w w w .s on gs ko lin n. is H 5 5 2 7 3 6 6 so ng sk ol in n@ so ng sk ol in n. is DAVÍÐHáskóladeild SOLV EIG Fram hald sdei ldSARA Ungli ngade ild Ari Miðdeild ELÍN Grunn deild Söngskólinn í Reykjavík Þjóðlag asöngu r Dægurlög Söngleikir Óperur Íslen sk o g erlen d sö nglö g Eitthvað! fyrir alla!  Atlantsolía lækk- aði í gær bens- ínverð um 2 krón- ur og verð á díselolíu um 3 krónur og fylgdu hin olíufélögin lækkuninni eftir. Að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðsstjóra Atlantsolíu, hefur verðið farið stöðugt lækkandi frá 1. júlí sl. „Við höfum lækkað bens- ínverðið um 12 krónur á lítrann og dísilverðið um 17 krónur frá því í júlí,“ segir hann. Hugi segir að ekki sé hægt að spá fyrir um frekari lækkanir á verði bensín- eða dísillítrans. Markaður- inn sé kvikur og torvelt að meta þró- unina. Lækkunin nú er tilkomin vegna breytinga á heimsmark- aðsverði. „Þetta er innkaupsverðið okkar. Við kaupum á meðalverði í þeim mánuði sem var að líða og reynum að fylgja því eftir sem kost- ur er. Ég hef fylgst vel með þróun verðsins í Danmörku og þar erum við á pari upp á krónu í lækkun frá 1. júlí,“ segir Hugi. jbe@mbl.is Atlantsolía lækkar lítraverðið  Þróunin er á pari við verð í Danmörku Hugi Hreiðarsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tveir smábátar á strandveiðum sukku með stuttu millibili, 10. og 13. ágúst. Í báðum tilfellum kom upp eldur, fyrst í bátnum Öngli BA 21 sem var á strandveiðum á Vest- fjarðamiðum, og svo þremur dögum síðar þegar Gísli Mó SH-727 sem var á strandveiðum á Breiðafirði, sökk. Eins og fram kom á mbl.is slapp eig- andi bátsins, Arnar Laxdal, naum- lega áður en báturinn varð alelda. Í báðum tilvikum var veður og skyggni gott. Snemma í vor kom einnig upp eldur í bát sem gerður er út frá Sandgerði. Hafa því a.m.k. komið upp þrjú tilvik þar sem eldur hefur komið upp í strandveiðibátum. Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátasjómanna, segir að margir báta sem notaðir eru til strandveiða séu komnir til ára sinna en alls eru um 630 bátar not- aðir til veiðanna á Íslandi. Vél- skoðun fer fram á tveggja ára fresti en búnaðarskoðun á árs fresti. „Í þessum litlu bátum eru oft gasmið- stöðvar og olíumiðstöðvar,“ segir Gísli. Spurður hvort hægt sé að tala um vandamál, það hve margir strandveiðibátar eru orðnir gamlir, þá telur hann svo vera. „Það segir sig sjálft að það þarf að endurnýja gamlan búnað,“ segir Gísli. Margir strandveiðibátar gamlir  Tveir brunnu með þriggja daga millibili  Eldur í þremur bátum í sumar Brann Gísli MÓ SH-727 brann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.