Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Það hefur gengið mjög vel í sumar og búið að vera fullt út úr dyr-um síðustu vikur,“ segir Silja Baldvinsdóttir, sem á og rekurFarfuglaheimilið á Bíldudal sem er eitt af 33 heimilum í Far- fuglakeðju Íslands. „Veðrið hefur verið frekar gott í sumar hér á Bíldu- dal miðað við annars staðar á landinu. Það rignir reyndar núna [mánu- dag] en það er, held ég, fyrsta rigningin í rúmar sex vikur. Á farfuglaheimilinu er svefnpláss fyrir fjörutíu manns. Herbergin eru prívat en baðherbergin eru sameiginleg og ódýrasti valmöguleik- inn á gistingu er í svokölluðu dormi sem er herbergi með rúm fyrir sex manns.“ Farfuglaheimilið er lokað yfir veturinn frá 31. október. Hvað tekur þá við? „Ég er viðskiptafræðingur að mennt með MSc-gráðu í alþjóða- viðskiptum og sé um bókhald fyrirtækisins og einnig fyrirtæki manns- ins míns, en hann rekur útgerð.“ Maðurinn hennar er Björn Magnús Magnússon viðskiptafræðingur og á útgerðina Mardöll. Hann átti og var skipstjóri á Jóni Hákoni BA 60 sem sökk við Aðalvík í byrjun júlí sl. „Hann er búinn að ná sér líkamlega og er allur að koma til.“ Börn Silju og Björns eru Mardís Ylfa, fimm ára, og Magnús Kristján, sex mánaða. Áhugamál Silju eru ferðalög, góður matur og hreyfing. „Við kom- umst í smá ferðalag í sumar. Vorum á Laugarvatni og keyrðum um Suð- urlandið. Það var æðislegt og veðrið yndislegt. Við stefnum svo á út- landið í vetur. Ég ætla að eiga að góða kvöldstund með eiginmanninum á afmælis- daginn og hann á eflaust eftir að elda góðan mat handa mér ef ég þekki hann rétt. Svo sjáum við til með haustinu hvernig við höldum betur upp á stórafmælið.“ Mæðgurnar Silja með dóttur sinni, Mardísi Ylfu, við Gullfoss í lok júlí. Rekur Farfugla- heimilið á Bíldudal Silja Baldvinsdóttir er þrítug í dag Á rni Björn fæddist í Kaupmannahöfn 18.8. 1935 en ólst upp í læknisbústaðnum á Grenivík: „Pabbi var læknir þar og við áttum heima í hús- inu Grenivík sem stendur norðan við kirkjuna. Það var læknisbústaður staðarins. Barnaskólinn var tvískiptur og því ekkert of mikil viðvera í skóla- stofunni. Við byggðum snjóhús og renndum okkur á skíðum á veturna en spiluðum fótbolta á sumrin. Það voru heldur ekkert mikil þægindi; kolaeldavél og olíulampar þar til ég varð tíu ára. Þá kom vind- rafstöð til lýsingar og ég man enn eftir þeim galdri er ég sá kvikna á fyrstu ljósaperunni. Pabbi ætlaði aldrei að stoppa þarna lengi en var þó læknir á Grenivík í rúm fjörutíu ár frá 1937.“ Árni Björn var í barnaskóla á Grenivík, lauk landsprófi frá MA, lærði vélvirkjun í Vélsmiðjunni Sindra á Patreksfirði 1957-61, lauk sveinsprófi í vélvirkjun og öðlaðist meistarabréf í þeirri grein. Árni Björn vann í Vélsmiðjunni Odda og Vélsmiðjunni Val á Akur- eyri 1961-64 og starfaði síðan í Slippstöðinni hf. á árunum 1964- 2004, í 40 ár upp á dag. Árni Björn sinnti ritstörfum vegna ritstjórnar Verkstjórans um árabil. Hann hefur skráð báta sem smíðaðir hafa verið á Íslandi með upplýsingum um það hverjir smíð- uðu þá og safnað þeim skráningum inn á vefinn www.aba.is, en þar eru auk þess upplýsingar og greinar um einstaklinga og fyrirtæki. Árni Björn var gjaldkeri Verk- Árni Björn Árnason, verkstjóri og verkefnastjóri – 80 ára Gömul fjölskyldumynd Kristín Sóley Árnadóttir, Aðalsteinn Árnason, Þórey Aðalsteinsdóttir, Árni Björn héraðs- læknir með Þóreyju Árnadóttur, Kristín Þórdís Loftsdóttir með Laufeyju Árnadóttur og Líney Árnadóttir. Ætíð hress og lífsglaður Skíðakappinn Árni Björn keppti á skíðum og hefur engu gleymt. Stefanía Lind Guðmundsdóttir og Alma Rut Einarsdóttir bjuggu til skartgripi og seldu í Innri-Njarðvík. Þær söfnuðu 8.795 krónum sem þær gáfu til styrktar Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Bíldudalur Magnús Kristján fæddist á Landspítalanum 10. febrúar 2015. Hann var 18 merkur og 54 cm. For- eldrar hans eru Silja Baldvinsdóttir og Björn Magnús Magnússon. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.