Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Minnst 16 létu lífið í öflugu sprengjutilræði í mið-
borg Bangkok, höfuðstað Taílands, í gærkvöldi að
staðartíma og tugir að auki særðust. Sprengjunni
hafði verið komið fyrir í mótorhjóli í grennd við
þekkt hindúahof, Erawan, sem margir ferðamenn
skoða, einkum fólk frá öðrum Asíulöndum. Einnig
eru mörg dýr hótel og verslanamiðstöðvar á svæð-
inu. Óttast er að tilræðið ýti undir ókyrrð og átök.
Síðdegis í gær var ekki vitað hver eða hverjir
hefðu staðið fyrir tilræðinu. Á síðustu árum, áður en
Mannskætt sprengjutilræði í Bangkok
Minnst 16 manns létu lífið og óttast er að tilræðið ýti undir ný átök
Ráðamenn segja að markmiðið með sprengjunum sé að skaða ferðaþjónustuna
herinn tók völdin, hefur oft verið
efnt til fjölmennra mótmæla á
svæðinu sem kennt er við
Rajprasong-gatnamótin. Lík-
amspartar sáust í grennd við
djúpa holu þar sem sprengingin
varð. Sjónarvottar sögðu að al-
ger ringulreið hefði ríkt í fyrstu
og fjöldi særðra verið fluttur til
bráðabirgða á nálægt hótel.
Ráðamenn sögðu ljóst að til-
ræðinu hefði verið beint gegn ferðaþjónustunni sem
er mikilvæg gjaldeyrislind í Taílandi. Tvær
Prayut Chan-o cha
sprengjur að auki fundust á svæðinu í gær. „Það
gæti orðið önnur sprenging svo að við höfum girt
svæðið af og biðjum fólk að koma sér burt,“ sagði
Prawut Thawornsiri, yfirmaður ríkislögreglunnar.
Prawit Wongsuwan, aðstoðarforsætisráðherra
og varnarmálaráðherra Taílands, sagði of snemmt
að segja hverjir hefðu verið að verki. „En það er
ljóst að árásarmennirnir vildu valda tjóni á efna-
hagnum og ferðaþjónustunni vegna þess að þetta
gerðist í hjarta viðskiptahverfisins,“ sagði hann.
Ferðaþjónusta er eina atvinnugreinin sem hefur
blómstrað að undanförnu en aðrar greinar hafa bar-
ist í bökkum um skeið.
Valdarán í fyrra
» Herinn rændi völdum í maí
í fyrra en það hefur hann oft
gert í sögu Taílands.
» Þing þar sem herinn réð
öllu kaus einum rómi Prayut
Chan-o-cha, hershöfðingja og
yfirmann alls heraflans, í
embætti forsætisráðherra.
» Prayut hefur bannað allt
andóf og gagnýni á stjórn-
völd.
Mörg hundruð þúsund manns tóku þátt í mótmælum í
Brasilíu gegn Dilmu Rousseff forseta á sunnudag og
kröfðust þess að hún segði af sér fyrir að hafa ekki
brotið spillingu á bak aftur. Efnahagur landsins hefur
einnig versnað mjög að undanförnu. Hrópað var „Út
með Dilmu“ í stærstu borg landsins, Sao Paulo.
Rousseff var endurkjörin fyrir átta mánuðum en nú er
hún með aðeins um 8% stuðning í skoðanakönnunum.
AFP
Krefjast afsagnar Rousseff
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Nokkrir tugir manna í kínversku
borginni Tianjin efndu í gær til
mótmæla við Mayfair-hótelið þar
sem embættismenn hafa haldið
blaðamannafundi eftir spreng-
inguna mikla sem varð í hafnar-
borginni sl. miðvikudag. Fólkið
krafðist skaðabóta fyrir skemmdir á
húsum sínum. Allt bendir til þess að
gámar með sprengiefni og öðrum
hættulegum efnum hafi verið
geymdir allt of nálægt íbúðarhús-
um. Enn er óljóst hvað olli spreng-
ingunni en verið er að rannsaka
málið.
Mikið er um ólöglegt andóf og
verkföll í Kína en í þessu tilfelli
virðast ráðamenn í Peking hafa
ákveðið að leyfa mótmæli í Tianjin,
a.m.k. fyrst um sinn. Í gær var sagt
að minnst 114 hefðu týnt lífi í
sprengingunni en um 70 væri enn
saknað, aðallega slökkviliðsmanna.
Nær 700 manns voru enn á sjúkra-
húsi í gær og minnst 6.000 manns
hafa misst heimili sín. Mörg þúsund
hús að auki skemmdust vegna
höggbylgjunnar frá sprengingunni.
Vitað er að fyrirtækið Ruhai
International Logistics geymdi
mikið af hættulegum efnum, þ. á m.
nokkur hundruð tonn af natríum-
sýaníði, í vöruhúsi í aðeins um 500
metra fjarlægð frá íbúðarhúsum í
Tianjin. Lög segja að lágmarksfjar-
lægð skuli vera þúsund metrar.
Umrætt efni er m.a. notað við gull-
og silfurvinnslu og mjög hættulegt
fólki, þar sem það getur truflað
getu líkamans til að nýta súrefni.
Líkt við tímasprengju
„Heimili okkar gætu verið í nánd
við tifandi tímasprengju,“ sagði
einn mótmælenda við hótelið. Í
opnu bréfi til stjórnvalda sagði fólk-
ið að grunnvatn á svæðinu gæti ver-
ið mengað, einnig að flutningafyr-
irtæki og losunarsvæði fyrir
efnaúrgang væru rétt hjá íbúðar-
hverfum. Fólkið sagðist jafnvel ekki
vilja snúa heim þótt húsin væru
metin örugg.
„Nágrannar okkur dóu þarna. Við
munum heyra óp þeirra lengi enn.
Hvernig getum við búið róleg á
þessum aftökustað?“ sagði í bréfinu.
„Við munum heyra
óp þeirra lengi enn“
Íbúar í Tianjin krefjast skaðabóta vegna sprengingarinnar
Hættuleg efni voru geymd of nálægt íbúðarbyggð
AFP
Ósátt Mótmæli íbúa í Tianjin.
Mikið rætt á netinu
» Fjölmiðlar í Kína hafa sumir
tekið undir gagnrýni á ráða-
menn í Tianjin.
» Ein ástæðan fyrir þessu
tjáningarfrelsi gæti verið að
útilokað var fyrir ritskoðara
stjórnvalda að stýra um-
ræðunni á netinu. Margir al-
mennir borgarar fóru strax að
tjá sig á kínverskum sam-
skiptasíðum um sprenginguna.
Gerðar hafa verið tilraunir með
óvenjulega bók í Suður-Afríku, Gana
og Bangladess, en hægt er að nota
blaðsíðurnar til að hreinsa mengað
vatn og gera það drykkjarhæft.
Pappírinn hefur verið meðhöndlaður
með nanó-ögnum úr kopar og silfri
sem sía svo mikið af hættulegri
mengun burt að hreinsaða vatnið er
jafn hreint og venjulegt kranavatn í
Bandaríkjunum, að sögn BBC.
Búnaðurinn er hannaður af vís-
indamönnum við háskóla í Banda-
ríkjunum og Kanada. Í bókinni eru
upplýsingar um notkun hennar og
jafnframt um nauðsyn þess að
hreinsa vatn. Hægt er að nota eina
blaðsíðu til að hreinsa allt að 100 lítra
af vatni, bakteríur taka í sig kopar-
og silfurjónir og um 99% þeirra drep-
ast, ef marka má tilraunir á mjög
menguðum svæðum í löndunum
þremur. Örlítið af kopar og silfri er í
hreinsaða vatninu en magnið er sagt
langt innan öryggismarka.
Helstu kostir búnaðarins eru sagð-
ir þeir að hann sé afar einfaldur og
auðvelt að læra að nota hann, en auk
þess kostar hann
mun minna en
annar vatns-
hreinsibúnaður
sem nú er einkum
notaður í löndum
þar sem vatns-
mengun er mikil.
Óljóst er hvort
hægt er að nota
sams konar tækni
til að sía úr vatni aðrar örverur en
bakteríur. Búnaðurinn var kynntur á
fundi Bandaríska efnafræðifélagsins
í Boston nýverið. „Það eina sem þarf
að gera er að rífa síðu úr bókinni, láta
hana í einfalda síuhöldu og hella í
hana vatni úr ám, lækjum, brunnum
og þess háttar stöðum. Út kemur
hreint vatn – og líka dauðar bakt-
eríur,“ segir einn vísindamannanna,
dr. Teri Dankovich, en hún starfar
við Carnegie Mellon-háskóla í Pitts-
burgh.
Um 660 milljónir manna í heim-
inum, aðallega í fátækum ríkjum
þriðja heimsins, hafa ekki aðgang að
hreinu drykkjarvatni. kjon@mbl.is
Nýr búnaður til að
hreinsa mengað vatn
Sían í notkun.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Yfirmaður mannúðar- og neyðar-
hjálpar hjá Sameinuðu þjóðunum,
Stephen O’Brien, fordæmdi í gær
árásir á óbreytta borgara í Sýr-
landi. Þriggja daga heimsókn hans
til landsins lauk í gær, en O’Brien
ræddi við háttsetta embættismenn í
stjórn Bashar al-Assad forseta og
fór einnig til borgarinnar Homs.
„Mig hryllir við því hvernig líf
óbreyttra borgara er gersamlega
hundsað í þessum átökum,“ sagði
O’Brien. Á sunnudag gerðu liðs-
menn Assads loftárás á markað í
Douma, einu af úthverfum höfuð-
borgarinnar Damaskus, og er nú
álitið að nær 100 manns hafi fallið.
Einnig var ráðist á hverfið Harasta.
Skotmörkin þar voru sögð hafa ver-
ið bækistöðvar Íslamska hersins,
eins af mörgum hópum sem berjast
gegn stjórn Assads. Nokkrum dög-
um fyrr hafði Íslamski herinn gert
árásir á Harasta sem stjórnarher-
inn ræður og féllu 13 manns.
Árásin á Douma er ein af þeim
mannskæðustu sem gerðar hafa
verið í stríðinu milli Assads og
stjórnarandstæðinga. Átökin í Sýr-
landi hófust þegar efnt var til mót-
mæla gegn einræði Assads árið
2011 og nú er álitið að allt að 250
þúsund manns hafi fallið. Nær
helmingur þjóðarinnar, um 11 millj-
ónir manna, hefur orðið að flýja
heimili sín, þar af nokkrar milljónir
til annarra landa.
AFP
Stríð Drengir í úthverfinu Douma í Damaskus bíða þess að fá læknishjálp.
Fordæmir árásir á
óbreytta borgara
Talið að nær 100 hafi fallið í Douma