Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
SANYL ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fiskiríið er gott. Við erum bæði að
fá rígvæna þorska sem eru kannski í
kringum sjö kíló að þyngd en svo fer
þetta niður í algjört undirmál. En við
erum sáttir við okkar hlut og nú vor-
um við úti á Skagagrunni og komum í
land með tíu tonn,“ segir Rafn
Arnarson, skipstjóri á Óla á Stað GK,
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Óli á Stað er 30 tonna bátur og hef-
ur síðan í júní verið gerður út á línu
frá Skagaströnd. Um nokkurt skeið
þar á undan var sótt á sjóinn frá
Siglufirði, en gangurinn er annars sá
að menn færa sig milli hafna eftir því
hvar styst er hverju sinni á miðin.
„Mér finnst trúlegt að við færum
okkur eitthvert austur fyrir land með
haustinu. Og þetta gengur vel, við er-
um með 18.500 króka á línunni,“ seg-
ir Rafn. Báturinn er í eigu Stakkavík-
ur hf. í Grindavík, sem gerir út
nokkra minni báta, og hafa tveir til
þrír þeirra sótt frá Skagaströnd í
sumar. Aflinn er fluttur suður dag-
lega og fer sem spánýtt og ferskt
hráefni í vinnsluhús Stakkavíkur í
Grindavík.
Í áhöfn Rafns er valinn maður í
hverju rúmi, menn sem hafa verið
saman til sjós í áraraðir. Gangurinn
er annars sá að tvær áhafnir eru á
bátnum sem taka hvor um sig
tveggja vikna úthald og eru í jafn
löngu fríi þess á milli. Viðdvöl er höfð
um borð í bátnum, þar sem er hin
besta aðstaða, en gjarnan er lagt úr
höfn öðru hvoru megin við miðnótt og
gjarnan komið í höfn í eftir-
miðdaginn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áhöfn Frá vinstri: Brynjar Lárus Brynjarsson, Rafn Arnarson, Sveinbjörn Sæmundsson og Ólafur Sigurþórsson.
Fá rígvæna þorska
sem undirmál á línuna
Grindavíkurbátur gerður út frá Skagaströnd í sumar
Sigling Óli á Stað kemur hlaðinn til hafnar eftir góðan túr á Skagagrunn.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Radio Iceland, sem er í eigu Adolfs
Inga Erlingssonar, hefur sent fyrir-
spurnir á fjölmörg sveitarfélög á
landsbyggðinni í
von um aðgang að
skattfé við upp-
byggingu dreifi-
kerfis. Þegar
Adolf var spurður
hvort hann hefði
fengið góð við-
brögð við fyrir-
spurnunum sagð-
ist hann ekki hafa
fengið mörg við-
brögð.
Tvö sveitarfélög hafa þegar svar-
að neitandi, Norðurþing og Fljóts-
dalshérað: „Sveitarfélagið hefur ekki
í hyggju að koma að uppbyggingu
dreifikerfis og eða reksturs þess fyr-
ir einstakar útvarps- eða sjónvarps-
stöðvar og sér sér því ekki fært að
verða við erindinu,“ segir í fundar-
gerð bæjarráðs Fljótsdalshéraðs.
Útvarpsstöðin, sem sendir út á
ensku, hyggst stórauka útsendingar-
svæði sitt með því að setja upp fimm-
tán útvarpssenda víðs vegar um
landið. Í byrjun júlí tilkynnti Radio
Iceland að hætta ætti útvarpssend-
ingum vegna fjárhagsörðugleika.
Kom þá erlendur fjárfestir, sem ekki
er vitað hver er, og bjargaði rekstri
útvarpsstöðvarinnar á síðustu
stundu.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri
Fljótsdalshéraðs, segir að sveitar-
stjórnin telji þetta ekki vera eitt af
þeim verkefnum sem sveitarfélagið
eigi að vinna. „En við munum leggja
áherslu á að koma að því að bæta
fjarskiptakerfið almennt séð í okkar
sveitarfélagi og ég veit að það er til
skoðunar á Alþingi hvernig ríkið
muni koma að þeim málum,“ segir
Björn.
„Þetta eru almannahagsmunir“
Adolf segir býsna kostnaðarsamt
að byggja upp dreifikerfi. „Margir
vilja meina það, hefur maður heyrt,
að þeim finnist að hið opinbera eigi
að sjá um dreifikerfið fyrir útvarps-
útsendingar. Þetta eru almanna-
hagsmunir,“ segir Adolf og bætir við
að FM-kerfið virki þannig að hver
útvarpsstöð þurfi að setja upp eigin
senda.
Radio Iceland í
útrás út á land
Hefur óskað eftir opinberri aðstoð
Adolf Ingi
Erlingsson
Jón Páll Bjarnason gít-
arleikari varð bráð-
kvaddur að heimili sínu
sunnudaginn 16. ágúst.
Jón Páll fæddist á
Seyðisfirði 6. febrúar
1938. Foreldrar hans
voru hjónin Anna G.
Jónsdóttir hjúkrunar-
fræðingur og Gunnar
Bjarnason verkfræð-
ingur og skólastjóri
Vélskóla Íslands.
Jón Páll lauk prófi
frá Loftskeytaskól-
anum, en hafði áður
sýnt mikla hæfileika á
sviði tónlistar. Hann stundaði nám í
sellóleik og síðar í píanóleik, en mjög
snemma varð gítarinn fyrir valinu
og fylgdi honum til hinsta dags. Jón
Páll tók kornungur að leika með
ýmsum bestu hljómsveittum lands-
ins fyrir dansi, fyrst hér á landi en
sótti síðar á svipuð mið í Danmörku
og Svíþjóð og um skeið lék hann með
erlendum tónlistarmönnum á
skemmtiferðaskipum á
Karíbahafi. Síðar á æv-
inni fór hann í fram-
haldsnám í list sinni í
Bandaríkjunum.
Jón Páll var í hópi
bestu gítarista lands-
ins, var meðal frum-
kvöðla á sviði djassins.
Hann gegndi oft stóru
hlutverki á djasshátíð-
um. Hann stundaði gít-
arkennslu í einkatím-
um og kenndi bæði við
tónlistarskóla FÍH og
grunnskólann á Akra-
nesi.
Jón Páll var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Elly Vilhjálms söng-
kona. Þau skildu en áttu dótturina
Hólmfríði Ástu. Önnur kona Jóns
Páls var Erna Haraldsdóttir flug-
freyja, sem fórst í flugslysinu mikla
á Sri Lanka í nóvember 1978. Þriðja
eiginkona hans var Roberta Ostroff
rithöfundur í Bandaríkjunum, en
hún lést 2004.
Andlát
Jón Páll Bjarnason
Farþegum sem ferðast frá Íslandi
ber að framvísa brottfararspjaldi
þegar þeir versla í tollfrjálsri versl-
un, samkvæmt 104. grein tollalaga.
Hlynur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri flugstöðvar Keflavík-
urflugvallar, segir að eftirlit sé haft
með hagkvæmni verslunar í flug-
stöðinni.
Mbl.is sagði frá því sl. miðvikudag
að fjöldi breskra neytenda hygðist
ekki framvísa brottfararspjaldi eftir
að rannsókn blaðsins Independent
leiddi í ljós að í mörgum tilvikum
héldu verslanir ávinningnum af und-
anþágu frá virðisaukaskatti eftir, í
stað þess að skila honum í vasa neyt-
enda.
Engin bresk lög segja að fólk skuli
framvísa brottfararspjaldi við kaup í
flugstöðvum landsins. Það hefur því
vakið reiði að farþegum hefur verið
tjáð af afgreiðslufólki verslana að
framvísun brottfararspjalds sé for-
senda vörukaupa, eða að um örygg-
isreglur sé að ræða.
En hvers vegna eru farþegar á
Keflavíkurflugvelli rukkaðir um
brottfararspjald þegar þeir versla í
flugstöðinni í Keflavík?
Að sögn Hlyns er hér á landi um
að ræða fyrirskipun frá tollinum,
sem vill tryggja að viðskiptavinurinn
sé ferðamaður á leið úr landi. Hann
segir að fylgst sé með hagkvæmni
verslunar í flugstöðinni á Keflavík-
urflugvelli og verðlagning hafi m.a.
verið einn þeirra þátta sem voru
undir þegar forval fór fram um
verslun í Leifsstöð. Stjórnendur
komi þó ekki að verðlagningu með
beinum hætti. holmfridur@mbl.is
Framvísun bundin
í lög hér á landi
Einnig verðlagseftirlit í flugstöðinni