Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
»Patti Smith, guðmóðir pönksins,
flutti hljómplötuna Horses í heild
sinni í Eldborg í gærkvöld ásamt
hljómsveit. 13. desember næstkom-
andi verða 40 ár liðin síðan platan kom
út og þykir hún ein af merkari plötum
allra tíma, er m.a. á lista tímaritsins
Time yfir 100 bestu plötur allra tíma
og í 44. sæti lista tímaritsins Rolling
Stone yfir 500 bestu plötur sögunnar.
Patti Smith og hljómsveit fluttu plötuna Horses í heild sinni í Eldborg í gærkvöld
Gestir Páll Óskar, Sigrún Björnsdóttir og Steinunn Hjart-
ardóttir létu sig ekki vanta og skemmtu sér vel.
Gaman Spessi og Ingólfur Stefánsson stilltu sér upp fyrir ljós-
myndarann kátir og glaðir enda ekki á tónleikum daglega.
Söngkona Patti Smith fór á kostum og gladdi gesti með
flutningi á skífunni Horses í heild sinni.
Einbeiting Áhorfendur lifðu sig vel inn í tónlistina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Teiknimyndameistararnir í Pixar, fyr-irtækinu sem heyrir nú undir Disney,virðast ekki geta stigið feilspor. InsideOut, nýjasta teiknimyndin úr smiðju
þeirra, er bæði falleg, skemmtileg og sorgleg.
Í myndinni eru tilfinningarnar persónugerðar,
litríkar verur sem búa í höfði stúlku í miklum
undraheimi þar sem hinar ýmsu borgir rísa eftir
því sem stúlkan eldist og þroskast. Ein þeirra
tengist gleði og fíflalátum, önnur vináttu o.s.frv.
og eiga tilfinningaverurnar í höfði stúlkunnar í
glímu sín á milli, gleði hefur gætur á sorg og
reiði, að þær taki ekki yfirhöndina, eyði ekki
góðum minningum og þar fram eftir götunum.
Prýðileg hugmynd þarna á ferð og listilega út-
færð af teiknurum og leikstjórum myndarinnar.
Stúlkan nálgast táningsaldur og allt fer í bál og
brand þegar foreldrar hennar flytja í aðra borg
og hún þarf að skipta um skóla og eignast nýja
vini. Gleði þarf þá að takast á við hinar nei-
kvæðu tilfinningar og fyrir slysni endar hún
fjarri stjórnstöð tilfinninganna með sorg og þarf
að rata aftur til baka. Hrynur þá hver borgin
innra með stúlkunni á fætur annarri og útlit fyr-
ir að hún nái ekki að taka gleði sína á ný. Á leið
sinni aftur að stjórnstöðinni hitta gleði og sorg
m.a. fyrir ímyndaðan vin stúlkunnar, litskrúð-
ugan fíl sem aðstoðar þær við að rata til baka.
Boðskapur sögunnar á eflaust að vera sá að
engin sé gleði án sorgar, enda sorg og gleði syst-
ur, og hún er einnig góð áminning um að halda í
gleðina og njóta lífsins. Börn ættu að eiga auð-
velt með að setja sig í spor ungu stúlkunnar í
myndinni, kannast við tilfinningarnar sem hún
þarf að glíma við og það sem veldur henni von-
brigðum, reiði, gleði eða sorg. Pixar-menn eru
óhræddir við að takast á við það sem börn – og
reyndar líka fullorðnir – óttast, m.a. að eldast,
þurfa að fórna einhverju sem manni er kært og
jafnvel deyja. Má þar nefna sem dæmi tvær frá-
bærar teiknimyndir fyrirtækisins, Toy Story 3
og Up. En ávallt er þó áherslan lögð á hið já-
kvæða, gleðina og að gefast ekki upp. E.t.v. er
það þetta, snilli teiknaranna og frumleg hugsun
handritshöfunda, sem gert hefur svo margar
teiknimyndir Pixar sígildar. Hér bætist enn ein
stórgóð í safnið.
Litrík Úr teiknimyndinni Inside Out. Hér sjást tilfinningaverurnar Gleði og Sorg með ímynduðum vini
stúlkunnar sem þær búa í. Inside Out er vönduð teiknimynd, bæði skemmtileg og tilfinningarík.
Töfraheimur tilfinninganna
Sambíóin
Inside Out bbbbn
Leikstjórar: Pete Docter og Ronaldo Del Carmen.
Bandaríkin, 2015. 94 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
VACATION 5:50, 8, 10:35
THE GIFT 5:40, 8, 10:10
FRUMMAÐURINN 2D 5:50
TRAINWRECK 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ