Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Page 8
6
Alþingiskosningar 1956
1874, og sömuleiðis er þar stuttlega greint frá skilyrðum fyrir kosningarétti síðan
1903. Vísast til þess.
Af kjósendatölunni 1956 voru 49,6% karlar, en 50,4% konur. Koma 1 018 kven-
kjósendur á móts við hvert þúsund karlkjósendur, þar sem hins vegar enginn telj-
andi munur er á tölu allra karla og kvenna á landinu. Stafar þetta af því, að innan
við kosningaraldur (21 ár) eru heldur fleiri karlar en konur, en á kosningaraldri
eru konur þeim mun fleiri.
Af öllum kjósendum á landinu 1956 komu að meðaltali 1 762 kjósendur á
hvern þingmann, en 1 684 við næstu kosningar á undan, sumarið 1953.
Tala kjósenda í hverju kjördæmi við kosningarnar 1956 er sýnd í töflu I (bls.
16). Mikið ósamræmi er milli kjósendatölu og þingmannatölu í einstökum kjör-
dæmum, enda ciga uppbótarþingsætin að bæta úr því. Minnst kjósendatala kemur
á þingmann á Seyðisfirði, 426, þar næst í Dalasýslu, 703, og í Norður-Múlasýslu,
738, en í 9 kjördæmum alls koma færri en 1 000 kjósendur á þingmann. Aftur á
móti kemur hæst kjósendatala á þingmann í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 7 515,
og þar næst í Reykjavík, 4 700, á Akureyri, 4 640, og í Hafnarfirði, 3 386. í öðrum
kjördæmum koma færri en 3 000 kjósendur á þingmann.
2. Kosningahluttaka.
Participation in elections.
Við kosningarnar sumarið 1956 greiddu alls atkvæði 84 355 manns eða 92,1%
af allri kjósendatölunni á landinu. Er það meira en nokkru sinni áður, þegar ekki
er talin með atkvæðagreiðslan um niðurfelling sambandslaga og stofnun lýðveldis
1944, en þá var hluttakan 98,4%. Mesta kosningahluttaka við kosningar áður var
1953, 89,9%, og næst þar á undan 1949, 89,0%.
í skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningarnar 1949, bls. 6—8, er gerð
nokkur grein fyrir hluttöku í kosningum frá 1874. Vísast til þess.
Síðan 1934 hefur kosningahluttakan verið sem hér segir:
1934 81,5% 1946 87,4%
1937 87,9,, 1949 89,0,,
1942 '/7 80,3 „ 1953 89,9 „
1942 “/10 82,3 „ 1956 92,1 „
1944
Þegar litið er sérstaklega á hluttöku karla og kvenna í kosningunum, þá sést
í 1. yfirliti (bls. 7), að hluttaka kvenna er minni en hluttaka karla. Við kosningarnar
1956 greiddu atkvæði 94,8% af karlkjósendum, en 89,4% af kvenkjósendum. Við
kosningarnar 1953 voru þessi hlutföll 92,8 og 87,0, og hefur því munurinn á kosn-
ingahluttöku karla og kvenna verið svipaður þá. Hins vegar var munurinn tölu-
vert meiri við kosningarnar 1946 og 1949.
í töflu I (bls. 16) sést, hve margir af kjósendum hvers kjördæmis hafa greitt
atkvæði við kosningarnar 1956. Hve mikil kosningahluttakan var hlutfallslega í
einstökum kjördæmum, sést í 1. yfirlitstöflu (bls. 7). Mest var kosningahluttakan
á Seyðisfirði (96,2%), en minnst var hún í Suður-Þingeyjarsýslu (86,5%). í Norður-
Múlasýslu var kosningahluttaka karla hæst (97,0%), en kvenna á Seyðisfirði
(96,9%). Kosningahluttaka karla var minnst í Austur-Húnavatnssýslu (90,1%), en
kvenna í Suður-Þingeyjarsýslu (81,8%). Hluttaka kvenna var minni í 16 kjör-
dæmum (af 28) heldur en hluttaka karla, þar sem hún var minnst, en í 1 kjördæmi,
Seyðisfirði, var hluttaka kvenna meiri en karla.