Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Qupperneq 13

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Qupperneq 13
Alþingiskosningar 1956 11 nefndi var stofnaður 4. apríl 1956 vegna kosninganna, sem í vændum voru, og stóðu að honum Sósíalistaflokkurinn og Málfundafélag jafnaðarmanna. Lýðveldis- flokkurinn og Sósíalistaflokkurinn buðu nú ekki fram. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið höfðu frambjóðendur í öllum kjördæmum og Þjóðvarnar- flokkurinn í 22. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu kosningasam- vinnu sín á milli, þannig, að þeir höfðu livergi báðir frambjóðendur í sama kjör- dæmi. Framsóknarflokkurinn bauð fram í 17 kjördæmum en Alþýðuflokkurinn í 11. Kjördæmin, sem Alþýðuflokkurinn bauð fram í með stuðningi Framsóknar- flokksins, voru þessi: Reykjavík, Hafuarfjörður, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borg- arfjarðarsýsla, Snæfellsnessýsla, ísafjörður, Norður-ísafjarðarsýsla, Austur-Húna- vatnssýsla, Siglufjörður, Akureyri og Vestmannaeyjar. I öllum öðrum kjördæmum hafði Framsóknarflokkurinn framboð, sem studd voru af Alþýðuflokknum. Kjör- dæmin sex, sem Þjóðvarnarflokkurinn bauð ekki fram í, voru þessi: Vestur-Isa- fjarðarsýsla, ísafjörður, Vestur-Húnavatnssýsla, Siglufjörður, Seyðisfjörður og Vestur-Skaftafellssýsla. Frambjóðendur skiptust þannig á kjördæmi: Reykjavík ................................... 64 Tveggja manna kjördæmi ...................... 96 Eins manns kjurdæmi ......................... 79 Frambjóðendur við kosningarnar 1956 eru allir taldir með stöðu og heimili í töflum III og IV (bls. 20—26). Við kosningarnar 1956 voru í kjöri 47 þingmenn, sem setið höfðu sem aðal- menn á næsta þingi á undan. Af þessum frambjóðendum náðu 38 kosningu, annað hvort sem kjördæmaþingmenn eða uppbótarþingmenn. Hinir 5 þingmenn undan- farandi kjörtímabils, sem ekki voru í kjöri, voru: Andrés Eyjólfsson, Brynjólfur Bjarnason, Helgi Jónasson, Jörundur Brynjólfsson og Sigurður Guðnason. En þeir 9 þingmenn, sem náðu ekki kjöri, voru: Bergur Sigurbjörnsson, Eggert G. Þorsteins- son, Einar Ingimundarson, Gils Guðmundsson, Gísli Jónsson, Ingólfur Flygenring, Jónas Rafnar, Lárus Jóhannesson og Villijálmur Hjálmarsson. Hinir 14 nýkosnu þingmenn voru: Ágúst Þorvaldsson, Áki Jakobsson, Alfreð Gíslason, Benedikt Gröndal, Björgvin Jónsson, Björn Jónsson, Friðjón Skarphéðinsson, Friðjón Þórð- arson, Halldór E. Sigurðsson, Ólafur Björnsson, Pétur Pétursson, Ragnbildur Helgadóttir, Sigurvin Einarsson og Sveinbjörn Högnason. Tveir þessara þing- manna hafa verið þingmenn áður (Áki Jakobsson árin 1942—1953 og Sveinbjörn Högnason árin 1931—1933 og 1937—1946), og einn hefur verið nokkrum sinnum á þingi sem varamaður, en stuttan tíma í hvert sinn (Ólafur Björnsson). Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af þeim, sem þingsæti náðu við 6 síðustu kosningar, bjuggu í kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í, og hve margir utan þess: Innanhéraðs Utanhéraðs •/, 1942 29 20 1942 29 23 1946 29 23 1949 34 18 1953 38 14 1956 36 16 Saratals 49 52 52 52 52 52 Flestir utanhéraðsþingmanna eru búsettir í Reykjavík, 14 af 16 við kosning- arnar 1956. í töflu IV (bls. 24) er getið um fæðingarár og -dag allra þeirra, sem þingsæti hlutu við kosningarnar 1956. Eftir aldri skiptust þeir þannig: 21—29 ára .................. 1 60—69 ára ................ 13 30—39 „ 8 70 ára og eldri............ 1 40—49 „ 16 50—59 „ 13 Samtals 52

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.