Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1968, Side 8

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1968, Side 8
6* Húsnœðisskýrslur 1960 3. Býr eigandi íbúðarinnar í henni. 4. Tala lierbergja í íbúðinni sjálfri + tala herbergja, sem íbúðarhaíi ræður yfir utan hinnar eiginlcgu íbúðar/Herbergi alls/Þar af: Notuð eingöngu til at- vinnurekstrar/Notuð af heimili nr. 1/Notuð af heimih nr. 2/o.s.frv. 5. í íbúðinni er: Eigið eldhús/Eldunarpláss aðeins/Hvorugt. 6. Matseld á sér stað: Með rafmagni/Kolum (koksi)/Með fljótandi gasi/öðru (til- greinist hverju)/Engin matseld í íbúðinni. 7. Er rafmagnsísskápur í íbúðinni. 8. Er vatnssalerni í íbúðinni/Er aðeins aðgangur að vatnssalerni með öðrum (annarri íbúð cða atvinnuliúsnæði). 9. I íbúðinni er: Baðker og steypibað/Baðker en ekki steyðibað/Steypibað en ekki baðker/Hvorki baðker né steypibað. í skýringum á eyðublaðinu og í sérstöku leiðbeiningahefti fyrir teljara mann- talsins var skilgreining hugtaka og nánari fyrirmæli um framkvæmd manntalsins. Hér fara á eftir helztu skilgreiningar og annað það úr skýringum á eyðublaðinu og í leiðbeiningaheftinu, er má verða til skilningsauka á niðurstöðum húsnæðisupplýsinga manntalsins 1960. Skýrsla skyldi gerð um alla mannabústaði, sem búið væri í á skráningartíma, þótt þeir væru ekki ætlaðir til íbúðar við byggingu. Einnig skyldu látnar í té upp- lýsingar um auðar íbúðir í húsum, sem búið væri í, og eru þær með I töflum I, II og VIII. Loks skyldu látnar í té skýrslur um auð íbúðarhús, en á því varð mikill mis- brestur, og eru þau hvergi meðtalin í töflum. í sambandi við sambyggingar þarf að skilgreina nánar hugtakið hús. Ber að telja sambyggingu í heild eða hvern liluta liennar sem eitt hús ? í kaupstöðum og kaup- túnum, þar sem flest hús eru tölusett, sker tölusetningin yfirleitt úr um þetta, því að hver bygging eða hluti byggingar með eigið númer er oftast ,,hús“ í þeirri merkingu, sem hér er við miðað. En almennt má segja, að hver sá hluti sambyggingar, sem hefur eigin aðahnngang, teljist sérstakt hús (sérinngangur í kjallara eða á einstakar hæðir telst ekki aðahnngangur í þessu sambandi). Þetta á þó ekki við stórbyggingar, sem ekki eru venjuleg íbúðarhús, þótt fólk búi þar, svo sem skólahús, sjúkrahús, elli- lieimili o. fl. Hver slík bygging telst eitt hús, þó að hún hafi fleiri en einn aðalinngang. — Viðbygging telst sérstakt hús, ef hún hefur eigin inngang og ekki er innangengt í aðalbygginguna, en ella er hún ekki sjálfstæð húseining. Varðandi markaUnuna milli einbýlishúss og fjölbýlishúss (sbr. lið A 1 að framan) skal það tekið fram, að í hinu fyrr nefnda er aðeins ein íbúð ætluð einu heimiU, eða ein aðalíbúð og ein eða tvær minni íbúðir í risi eða kjallara, en hins vegar getur verið í því húsrúm til annarra nota (t. d. verzlun niðri eu íbúð uppi). Þá getur einbýhs- hús verið hluti sambyggingar, eins og raðhús, sem í er ein íbúð eða ein aðaUbúð. Hús í smíðum, sem flutt hafði verið í, eru í töflum flokkuð samkvæmt því, sem ætla mætti, að þau yrðu fullbyggð. Varðandi spurningu A 3 skyldi áætlað lauslega, hve stór hluti húss væri notaður til annars en íbúðar, t. d. „að hálfu til iðnaðar“, o.s.frv. Kjallari (sbr. A 5) telst vera undir húsi, ef gólf neðstu hæðar þess er að meiri hluta til lægra en landið umhverfis það. Ella er um að ræða eiginlega hæð í húsinu.— Hús telst vera kjallaralaust, ef húsrúm er aðeins undir hálfu húsinu eða minna og ekkert íbúðarlierbergi er þar. Um er að ræða rishœð (sbr. A 5) í húsi, ef rneiri liluti lxerbergja á henni (eldhús meðtalið) er undir súð eða með kvistglugga, enda sé þar minnst eitt herbergi til

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.