Þjóðmál - 01.09.2008, Page 19

Þjóðmál - 01.09.2008, Page 19
 Þjóðmál HAUST 2008 17 Visna vöðvar frelsisins ef þeir eru ekki notaðir? Sumir vilja líkja frelsinu við vöðva heilans. Ég er sammála þessari samlíkingu. Hvaða þýðingu hefur frelsið fyrir velmegun og hvað er það sem fær velmegun til að vaxa og dafna? Það er frelsið, kæru lesendur. Frelsi einstaklinga sem svo verður að frelsi heillar þjóðar. Frelsið er vöðvabúnt heilans og þegar það dafnar með ágætum þá eykst velmegun okkar allra. Það er þó einn hængur á þessu máli, það þarf að nota frelsið. Það þarf að koma í veg fyrir að þetta vöðvabúnt heilans visni. Með því að iðka frelsið og nota vöðvabúnt heilans þá er hægt að koma í veg fyrir að þessir dýrmætu vöðvar visni og þar með að velmegun okkar minnki. Ef auka á velmegun okkar allra þá þarf að standa vörð um frelsið, viðhalda því og oft að kaupa það dýru verði. Sífellt þarf að vinna að því að auka frelsi því frelsisaukning á, andstætt frelsisskerðingu, oft erfitt uppdráttar. Þegar frelsið og sjálfsábyrgðin hverfur hjá ein- staklingum og þjóðum, þá munu þær sjálf- krafa verða fátækari og fátækari. Innganga í Evrópusambandið (ESB) eða upptaka myntar annarra ríkja mun óhjákvæmilega þýða frelsisskerðingu. Það er vegna þessa sem Evrópusambandið dregst sífellt meira og meira aftur úr velmegun bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga, alveg andstætt þeim markmiðum Evrópu- sambandsins sem sett voru í Lissabon árið 2000, oft nefnd Lissabon 2000 markmið ESB. Þau mæla svo fyrir að hagkerfi Evrópusambandsins eigi að verða ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins árið 2010. Samtök iðnaðar og verslunar í Evrópu, EuroChambres, ákváðu strax að fylgja eftir framvindu árangurs þessara markmiða og að kynna svo reglulega þann árangur sem Evrópusambandið næði. EuroChambres er félagsskapur 19 milljón fyrirtækja í 45 löndum Evrópu og hafa samtökin starfað á vettvangi viðskipta, iðnaðar og efnahags- mála Evrópu síðan 1958. Gunnar Rögnvaldsson Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru? Fyrsta og annað farrými hagkerfa

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.