Þjóðmál - 01.09.2008, Side 91

Þjóðmál - 01.09.2008, Side 91
 Þjóðmál HAUST 2008 89 Tengslin. við. Ashley. komu. Locke. í. miðja. hringiðu. enskra. stjórnmála .. Hann. átti. með-al. annars. hlut. að. ákvörðunum. um. hag-stjórn. og. málefni. nýlendna. í. Norður-Amer-íku. meðan. hann. vann. fyrir. Ashley ..Eftir.byltinguna.1688.gegndi.hann. mikilvægu.hlutverki.við.stjórn.efnahagsmála. og. versl-unar. í. umboði. Vilhjálms. konungs .. Frægasta. framlag.Lockes. til. stjórnmálanna. er. þó. bók. hans. Ritgerð um ríkisvald. (Second Treatise of Government). þar. sem. hann. ver. réttinn. til. uppreisnar.gegn.konungi. sem. reynir. að. verða. einvaldur,. færir. ýmislegt. úr. enskri. réttarhugsun. í. nútímalegan. búning. og. set-ur.fram.heimspekileg. rök. fyrir. frjálslyndri. einstaklingshyggju .. St jórnmálastefnan. sem. Locke. mælti. fyrir. varð.ekki.aðeins.sigursæl. á.Englandi.heldur.líka.í.Bandaríkjunum.þar. sem.stofnað.var.sjálfstætt.ríki.undir.lok.18 .. aldar. með. stjórnarskrá. sem. var. að. miklu. leyti.byggð.á.stjórnmálahugsuninni.í.Ritgerð um ríkisvald .. Fleiri. þjóðir. fylgdu. á. eftir,. til. dæmis. Norðurlöndin .. Þeir. sem. komu. saman.á.Eiðsvelli.árið.1814.og.sammæltust. um. stjórnarskrá. fyrir. Noreg. og. þeir. sem. skrifuðu. dönsku. Júnístjórnarskrána. 1849. höfðu. tileinkað. sér. frjálslyndið. sem.Locke. mælti. fyrir .. Einveldið. sem. hafði. þótt. svo. nýtískulegt.og.skynsamlegt.varð.hins.vegar. æ.meira.úr.takti.við.tímann,.enda.leiddi.það. engan.veginn.til.þeirrar.farsældar.sem.að.var. stefnt . Hér. hafa. verið. nefndar. tvær. kunnustu. bækurnar. sem. Locke. skrifaði:. Ritgerð um mannlegan skilning og.Ritgerð um ríkisvald .. En.hann. ritaði.margt.fleira ..Meðal. annars. Bréf um trúfrelsi. (Epistole de Tolerantia),. Hugleiðingar um uppeldismál. (Some Thoughts concerning Education),. bók. um. Réttmæti kristindómsins. (The Reasonableness of Christianity). og.fjölmargar. ritgerðir. um. samfélagsmál.og.efnahagsmál .3 Þótt.Locke.sé.einkum. þekktur. nú. um. stundir. fyrir.þekkingarfræði.sína. og. stjórnspeki. höfðu. skrif.hans.um.uppeldi.og. menntun.einnig.veruleg. áhrif. og. hafa. kannski. enn .. Hann. mælti. gegn. þeirri. harðneskju. sem. einkenndi. skóla. og. barnauppeldi,. brýndi. fyrir. uppalendum. að. hætta. að. berja. börn. til. bókar. og. sagði. þeim. að. leitast. heldur. við. að. gera. námið. að. leik. og. skemmtun .. Einnig. var. hann. andsnúinn. áherslunni. á. fornmál. og.hermennsku.og.lagði.til.að.hætt.yrði.að. kenna.drengjum. skylmingar. og. forngríska. málfræði .. Í. mörgu. því. sem. Locke. sagði. um. uppeldismál. var. hann. furðulega. langt. á. undan. sinni. samtíð .. Sem. dæmi. má. nefna. áherslu.hans.á.mikilvægi.þess.að.ungmenni. nærist. á. hollri. fæðu,. stundi. útiveru. og. hreyfingu.og.sé.haldið.frá.áfengi . Með. nokkurri. einföldun. má. segja. að. Locke. hafi. mótað. menntastefnu. fyrir. öldina.sem.á.eftir.kom.og.Hugleiðingar um uppeldismál.hafi.verið.tillaga.um.skólagerð. fyrir.samfélagið.sem.hann.sá.fyrir.sér.í.ritum. 3.Helstu.skrifum.Lockes.um.stjórnmál.hefur.verið.safnað. saman.á.aðgengilegan.hátt.í.bókinni.John Locke, Political Writings.sem.kom.út.hjá.Penguin.útgáfunni.á.Englandi. árið.1993 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.