Þjóðmál - 01.09.2008, Page 94

Þjóðmál - 01.09.2008, Page 94
92 Þjóðmál HAUST 2008 stefnurnar. með. almennum. hætti,. leitast. er. við. að. draga. fram. einkenni. þeirra. og. sérkenni,. sögulegt. samhengi. þeirra. og. tengsl. við. þjóðfélagslegar. hræringar. og. rökstyðja. matið. með. dæmum. úr. skrifum. íslenskra.talsmanna.þeirra ..Einnig.er.sýnt. hvernig. þær. tengjast. og. fléttast. saman. í. sumum. tilvikum,. t .d .. frjálslynda. stefnan,. þjóðernisstefna.og. framfaratrú ..Tímabilið. sem. tekið. er. fyrir. nær. frá. hefðbundnum. lokum. upplýsingartímans. á. Íslandi,. um. 1830,. fram. til. þess. að. Íslendingar. hlutu. fullveldi. 1918 .. Innan. þess. má. greina. ákveðna. tvískiptingu,. annars. vegar. tíma- bilið.frá.1830.til.1870.og.hins.vegar.eftir. það ..Útbreiðsluleiðir.stefnanna.eru.einnig. raktar,.en.ástæða.er.til.að.árétta.að.hér.er. um.að.ræða.fjölþjóðlegar.hugmyndastefnur. sem.berast.hingað. frá.útlöndum,.gjarnan. með. viðdvöl. í. Kaupmannahöfn,. fyrir. tilstilli. Íslendinga. sem. hafa. kynnst. þeim,. unnið. úr. þeim. eða. bara. misskilið. þær .. Áhrif. þeirra. voru. mismikil,. sumar. urðu. fyrirferðarmeiri. en. aðrar,. jafnvel. þótt. ekki. væri. nema. vegna. eins. áhrifamikils. talsmanns.hér. á. landi ..Þær. sýna. ágætlega. að.Íslendingar.voru.í.tengslum.við.erlenda. hugmyndastrauma,.og.að. tómt.mál.er.að. tala.um.að. skýra. sögu. Íslendinga. án.þess. að.líta.til.alþjóðlegs.samhengis .. Erlendir straumar og íslenzk viðhorf.fjall- ar.um.13.hugmyndastefnur.af.ólíkum.toga. í. jafnmörgum. köflum. sem. eru. reyndar. misítarlegir. og. mislangir .. Í. inngangi. er. fyrst. gerð. grein. fyrir. markmiðum. og. skipulagi.bókarinnar,.og.en. síðan.baksviði. og.útbreiðsluleiðum.stefnanna ..Þegar. inn- gangi.sleppir.tekur.við.rækileg.greinargerð. fyrir. upplýsingarstefnunni. fram. til. 1830. og. framhaldi. hennar. í. ýmsum. stefnum. 19 ..aldar.sem.fjallað.er.um.síðar.í.bókinni .. Rætt. er. um. langtímaáhrif. hennar. í. hinu. tiltölulega. frumstæða. íslenska. samfélagi. og. færð. rök. fyrir. því. að. ýmis. stefnumið. hennar. náist. ekki. fyrr. en. um. 1900 .. Þessi. umfjöllun.myndar.bakgrunninn.fyrir.hinar. stefnurnar. tólf,. sem.fjallað. er.um.hverja. á. fætur.annarri ..Í.framhaldi.af.upplýsingunni. er. nokkuð. ítarlega. rætt. um. frjálslyndu. stefnuna. sem. átti. áhrifamikla. talsmenn. meðal. Íslendinga. á. 19 .. öld,. þá. kemur. rómantíska. stefnan. og. hughyggjan. og. í. framhaldi. af. þeim. þjóðernishyggjan. sem. einnig.fær.ítarlega.umfjöllun ..Síðan.er.fjall- að.í.styttra.máli.um.ýmsar.trúarstefnur.og. bindindishreyfinguna,. en. hugmyndafræði. ungmennafélagshreyfingarinnar. fær. drjúga. umfjöllun .. Kvenréttindastefna,. jafnaðar- stefna. og. samvinnustefna. fá. ámóta. langa. umfjöllun,. en. georgismi. og. pósitífismi. ásamt. raunsæisstefnu.heldur.minni ..Lest- ina. rekur.umfjöllun.um.darwinismann.og. áhrif.hans ..Í.lokin.eru.dregnar.saman.niður- stöður .. Í.þessu.viðfangi.hlýtur.fjöldi.stefnanna. að. vekja. nokkra. athygli .. Flest. erum. við. líklega. vön. að. hugsa. um. 19 .. öldina. sem. tímabil. þjóðernishyggju. og. rómantíkur. með.kannski.einu. skoti.af. raunsæisstefnu. eða. kvenréttindastefnu. þegar. nær. dregur. aldamótunum,.en.hér.er.fjallað.um.margar. fleiri. stefnur,. sumar. vel. þekktar. og. al- mennar,.eins.og.upplýsingin.og.frjálslynda. stefnan,.aðrar.sérstakari.eins.og.ýmsar.trú- arstefnur. og. ungmennafélagshreyfingin .. Þótt. hér. séu. á. ferðinni. hugmyndir. af. ýmsu. tagi,. stjórnmálahugmyndir,. trúar- hugmyndir,. vísindalegar. hugmyndir,. trú. á. framfarir,. er. ekki. gerður. skýr. greinar- munur. á. eðli. stefnanna,. þ .e .. hvort. þær. eru. einkum. pólitískar,. vísindalegar,. bók- menntalegar.eða.félagslegar,.heldur.litið.á. þær.allar.sem.hugmyndastefnur ..Áherslan. er.þó.eðli.málsins. samkvæmt.á.viðtökum. og. áhrifum. stefnanna,. en. ekki. á. því. að. greina.þær.og.ræða,.t .d ..frá.heimspekilegu. sjónarmiði .. Eins. og. annað. hefur. þessi. aðferð.bæði.kosti.og.galla.og.það.sem.eru.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.