Skólavarðan - 01.05.2006, Page 15

Skólavarðan - 01.05.2006, Page 15
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 umgjörðina þannig að rennslið á sýningunni verði sem best. Einnig hafa nemendur úr unglingadeild verið fengnir til að taka sýninguna upp á myndband og eru til upptökur frá skemmtuninni síðustu tuttugu árin. Umsjónarkennarar sjá um undirbúning og æfingar og fá oft aðra kennara til liðs við sig og er tónmenntakennarinn mjög umsetinn á þessum tíma. Til að byrja með er æft í skólastofunum en síðustu daga fyrir sýningu er æft í félagsheimilinu þar sem sýningin fer fram. Degi fyrir sýningu er haldin aðalæfing þar sem öll atriðin eru keyrð í gegn og fá þá nemendur tækifæri til þess að horfa á atriði hinna bekkjanna. Á sýningunni sjálfri eru nefnilega allir nemendurnir og kennararnir í danssalnum (við hliðina á sýningarsalnum) og bíða þess að koma fram. Þar er oft glatt á hjalla, spilað, teflt eða horft á skemmtilegt myndband. Algengast er að yngstu nemendurnir séu með söngatriði, oft bæði sungin og leikin, en þau eldri eru með stutt leikrit eða leikþætti. Oft er um frumsamið efni að ræða. Hefð er fyrir því að 7. bekkur, elsti bekkurinn á sýningunni, sé með lengsta atriðið og fer það oft upp í 20 til 30 mínútur í flutningi en sýningin sjálf tekur um 1½ til 2 klukkustundir með hléi. Í lok skemmtunarinnar koma allir bekkirnir á sviðið ásamt starfsfólki skólans og syngja fallegt sumarlag. Áhorfendur eru þá beðnir um að standa á fætur og taka undir sönginn. Mikið er lagt upp úr framsögn enda fer sýningin fram í félagsheimilinu og áhorfendur eru yfirleitt milli tvö og þrjú hundruð og ungar raddir þurfa að vera vel þjálfaðar til að heyrast stafna á milli. Nemendur sjá oftast um búninga sjálfir og útbúa leikmyndir en stundum er leitað á náðir leikfélagsins eða foreldrar fengnir til að hjálpa til. Töluverður tími fer í undirbúning sýningarinnar en við teljum að honum sé mjög vel varið. Sumarskemmtun Grunnskólans á Blönduósi hefur fyrir löngu skipað sér veglegan sess í menningarlífi staðarins Skólavarðan hafði spurnir af því að Sumarhátíð Grunnskólans á Blönduósi væri með miklum glæsibrag. Gestur á hátíðinni sagðist ekki hafa átt von á jafn skemmtilegum, vel æfðum og vel fluttum skemmtiatriðum, sem sum hver voru frumsamin af nemendum, og greinilegt að mikill metnaður væri lagður í hátíðina. Hátíðin er haldin árlega á sumardaginn fyrsta. Myrkar miðaldir sumardagsins fyrsta náðu aldrei til Blönduóss en árum saman fór víða um land lítið fyrir þessum fyrrum mikla fagnaðardegi. Undanfarið hefur sem betur fer verið hrist af honum rykið og bæjarfélög, íþróttafélög og fleiri aðilar tekið við sér svo um munar. Allir þekkja framlag skátanna sem ásamt með Grunnskólanum á Blönduósi og nokkrum fleiri sumardagsdýrkendum náðu að halda lífi í deginum á erfiðum tímum. Ef eitthvað er ættum við að halda hátíðlega sumarvikuna fyrstu og fagna því að koma heil á húfi undan vetri með stórkostlegum hátíðarhöldum. Okkar séríslenska karnival, Ríó norðursins. og hefur oftast verið einn af best sóttu viðburðum ársins enda koma ekki bara mömmur, pabbar, systkini, afar, ömmur, frænkur og frændur heldur margir aðrir sem hafa áhuga á fjölbreyttu menningarlífi. Gleðilegt sumar! Þórhalla Guðbjartsdóttir og Helgi Arnarson Höfundar eru aðstoðarskólastjóri og skólastjóri Grunnskólans á Blönduósi Nemendur horfa á myndband eða spila á spil í danssalnum á meðan þeir eru ekki að sýna á sviðinu. Elstu nemendurnir sýndu einnig frumsamið leikrit sem þeir nefndu Sjónvarpskvöld, fjölbreytt atriði með dansi, leik og söng – sannkölluð revía. SUMARDAGURINN FYRSTI 15

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.