Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 30
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 30 ekki annað en tekið heilshugar undir með leiðara síðustu Skólavörðu, hvar ritstjóri á þá ósk að allir skólar væru leikskólar. Ekki veitist alltaf auðvelt að finna réttu leiðirnar. Finnum dæmi: Eitt einkenni samfélagsins er að það er tæknisamfélag og þar af leiðandi kemur það börnum vel að læra á tölvur. Ef tölvunámi er gefið mikið vægi í leikskóla þá eykst kyrrsetan og tölvuleikir eru jafnframt spennuvaldur í tilveru ungmenna. Þá er ekki auðvelt að að fara aðra leið en gæta hófsins. Þetta hef ég nú grafið upp úr fag- vitundinni sem meginhugsunina um leikskólastarf. Ekki er laust við að nokkurr- ar rómantíkur gæti, hugsunar sem snýst um hið frjálsa barn og vernd æskunnar. Þegar um starfskenningu er að ræða er víst lítið annað að segja en: Svona er það bara. Þetta eru hugmyndir undirritaðs um leikskólastarf. Hins vegar er starfið, athafnirnar sjálfar, vitanlega ekki algerlega á þessa bók lærðar þar sem starfskenning mín er ekki einráð um hvað gera skal. Starfsfólk leikskóla þarf að sammælast um námskrá barnanna og því verða fleiri starfskenningar að ígrunda í sameiningu hvaða fagstefnu sé gæfulegast að taka börnum til heilla. Þannig erum við hvert öðru stoð og stytta. Rannsóknir Öll eigum við okkar starfskenningu en misjafnlega ígrundaða eða meðvitaða. Hér hefur undirritaður gert fátæklega tilraun til þess að glöggva sig á sinni í fáum orðum, en ef vel ætti að vera þyrfti að gera það á mun ítarlegri og skipulegri máta. Okkur leikskólakennurum er ekki sérlega hægt um vik þar sem við vitum of lítið um leikskólauppeldi á Íslandi. Það vantar sárlega rannsóknir á starfsháttum og þýðingu þeirra. Því hvet ég, í lok þessa persónulega pistils, leikskólakennara til að hella upp á könnuna. Kaffi er hollt! Illt er margt á aðra hlið, aumt er bæjarhreysið, en bágast er að búa við bölvað kaffileysið. (Guðrún Pálsdóttir frá Vestmannaeyjum) Kveðja, Ási Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Hagaborg. 1 Í þessu sambandi má minna á grein Jóhönnu Einarsdóttur „Starfsaðferðir og sannfæring leikskólakennara“, sem birtist í Uppeldi og menntun 2001. Dimmisjón/dimissjón eða dimmitering/ dimitering er eflaust komið til okkar úr dönsku en á uppruna sinn í latínu: Dimissio, so. dimittera. Orðið merkir meðal annars brottsending, að senda einhvern burt, út af örkinni, samanber t.d. útskrift. Terry Gunnell dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands hélt erindi um málefnið á ráðstefnunni Traditional masks and Mumming in Northern Europe sem haldin var í Finnlandi 2002. Þar segir Terry m.a. að núorðið lifi hugtakið hérlendis fyrst og fremst í munnlegri hefð og fæstir viti eða leiði hugann að því hvað það þýði eða kunni að stafsetja það. Svipaðar hefðir eru til á öðrum Norðurlöndum. Þessi árvissa (víða árstíðabundna), skandinavíska og karnivalíska hefð á að sögn Terrys margt sammerkt með gamla bændasamfélaginu. Ef þetta vekur forvitni ykkar lesendur góðir mæli ég með því að þið lesið skemmtilegt erindið, það heitir „Carnival in the Classroom Icelandic pre-graduation guising traditions at gymnasium level“ og er að finna á www.hi.is/~terry/turku/ Turku_TERRY_GUNNELL.htm Karnival krakkanna SMIÐSHÖGGIÐ, DIMMISJÓN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.