Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 20
20 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 ERLEND SAMTÖK UM TÓNLISTARMENNTUN Hvað sem okkur kann að finnast um skammstafanir stofnana og samtaka þá losnum við ekki við þær. Við blaðamenn verðum að gæta þess að þýða og geta líka erlenda heitisins - og skammstöfunar ef hún er í almennri notkun. Við megum ekki gleyma því að þótt við höfum sjálf lært einhverja tiltekna útlenska skammstöfun með ærnu erfiði þá er ekki víst að allur almenningur hafi numið hana um leið. Hér með er upplýst um merkingu nokkurra þeirra mikilvægustu í erlendu samstarfi á sviði tónlistarmenntunar. Félag tónlistarskólakennara (FT) á aðild að öllum samtökunum sem nefnd eru. ISME International Society for Music Educa- tion/Alþjóðleg samtök um tónlistar- menntun Samtökin voru stofnuð árið 1953 á ráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO: United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization). Samtökin starfa einnig náið með Alþjóðlega tónlistarráðinu (IMC: International Music Council, www.unesco.org/imc) og leggja mikla áherslu á jafnt vægi allrar tónlistar. Meginmarkmið samtakanna við stofn- un þeirra var það sama og nú, að ýta undir það með ráðum og dáð að litið sé á tónlistarmenntun sem sjálfsagðan hluta af almennri menntun. Í samtökunum eru tónmennta- og tónlistarskólakennarar, músíkþerapistar, tónlistarnemendur, tónvísinda- og aðrir tónlistarfræðimenn og tónlistarmenn sem starfa í þágu sam- félagsins að margvíslegum verkefnum. Um 70 þjóðlönd eiga fulltrúa í samtökunum. www.isme.org/ NUMU Nordisk Union for Musikutbildare/ Samtök norrænna tónlistaruppalenda Þau voru stofnuð í ársbyrjun 2004 með samruna NMPU (Nordisk Musikpedagogisk Union/Samtök norrænna tónlistarkennara) og NMR (Nordisk Musikskolledarråd/ Samtök norrænna tónlistarskólastjóra). TÓNLISTARKENNARAR Eitt íslenskt hugtak í lokin sem er ekki eins einfalt og það sýnist Ýmist notað yfir tónlistarskólakennara eða sem samheiti yfir tónlistarskólakennara og tónmenntakennara - þessi skipting er ráðandi hérlendis. Í mjög einfaldaðri mynd kemur hún til af tvennu: Annars vegar mismunandi bakgrunni og mennt- un. Tónmenntakennaranám fer fram í Kennaraháskólanum og tónlistar- kennaranám í Listaháskólanum, það fyrra er almenningsnám, það síðara er úrvalsnám. Hins vegar af ólíkum vinnu- stöðum. Tónmenntakennarar kenna í grunnskólum og hinir í tónlistarskólum. Tónlistarskólakennarar eru í Félagi tónlistarskólakennara og tónmennta- kennarar eru í Félagi grunnskólakennara. Þetta er þó ekki svona einfalt. Margir tónlistarkennarar kenna bæði í grunnskóla og tónlistarskóla. Sumir eru í Félagi hljómlistarmanna, FÍH. Nokkir kenna í leikskóla, framhaldsskóla, við fullorðinsmenntun eða háskóla auk þess sem þeir taka að sér ýmis önnur samfélagsleg verkefni, svo sem kórstjórn, skipulagningu tónlistarviðburða hvers konar og farandnámskeið um tónlist fyrir alla svo einungis fátt eitt sé nefnt. Menntunargrunnur þeirra er með ýmsu sniði og bæði hérlendur og erlendur. Nýverið hefur nám í tónlistarkennslu og tónmennt breyst verulega hérlendis og ekki útséð hver þróunin verður. Þó er ljóst að vænta má síaukinnar fjölbreytni í tónlistarkennslu og samruna á sumum sviðum ásamt aukinni sérhæfingu á öðrum. Eins og tveir mætir menn benda á hér í blaðinu, þeir Jan van Muilekom og Ásmundur Örnólfsson, þá þarf í sífellu að meta og endurmeta, fylgjast með og móta. Og ekki síst (Ásmundur): Gera sér grein fyrir og móta starfskenningu sína, grunninn að allri vinnu kennarans og eitt helsta stuðningstæki hans í starfi. Þess skal getið að sumir halda að í Kennarasambandi Íslands séu einungis grunnskólakennarar. Þetta er alrangt. Í sambandinu eru líka leikskólakennarar, framhaldsskólakennarar og tónlistarskóla- kennarar. Auk þess námsráðgjafar og stjórnendur í öllum þessum skólum. Til hvers að hamra á þessu í blaði sem kennarar sjálfir lesa fyrst og fremst? Vegna þess að margir þeirra vita þetta ekki sjálfir. Ég hvet alla kennara í KÍ til að kynna sér uppbyggingu og starfsemi samtakanna í heild og síns aðildarfélags sérstaklega. keg NUMU, NMKU eða NMPU? Nokkrar skammstafanir í erlendu samstarfi tónlistarkennara Danmörk, Finnland, Færeyjar, Ísland, Noregur og Svíþjóð eiga aðild að samtökunum. Meginmarkmið þeirra er að efla norrænt samstarf á sviði tón- listar. Í þeim tilgangi halda samtökin veglegt nokkurra daga tónlistarþing og meðfylgjandi tónlistarhátíð annað hvort ár – næst verður hún í Danmörku um mánaðamótin mars/apríl 2007. Þeir sem vilja fræðast um þennan mikilvæga viðburð geta fylgst með á Netinu, slóðin er www.numu2007vejen.dk Hefð er fyrir því að kalla NMPU Samtök norrænna tónlistarkennara og því er haldið hér, þótt heiti NUMU liggi nær þeirri þýðingu. Á íslensku tölum við gjarnan um tónlistaruppalendur í tengslum við NUMU og önnur svipuð sem samanstanda af fleirum en tónlistarkennurum. Þetta er hins vegar spurning um skilning á hugtökunum kennari og uppalandi. Ef til vill ættum við að segja „fræðari“ þar sem hugtakið kennari er of þröngt og hugtakið menntandi/menntari er ekki til. Þess má geta að NMPU voru stofnuð á sama tíma og ISME (1953) og að flest aðildarlönd NUMU eru jafnframt í ISME. www.numu.info EMU European Music School Union/Samtök tónlistarskóla í Evrópu Félag tónlistarskólakennara gekk í EMU ár- ið 2005. Þetta eru regnhlífarsamtök tuttugu og fimm landssamtaka tónlistarskóla í Evrópu og þeim tengjast um 6000 skólar og um 100.000 tónlistarkennarar. Markmiðið er fyrst og fremst að vera upplýsinga- og samskiptavettvangur evrópskra tónlistarskóla, nemenda þeirra, starfsliðs og skólahljómsveita/kóra, að- stoða við myndun landssamtaka, stuðla að samskiptum við stofnanir á borð við AMC og UNESCO og síðast en ekki síst að vera ráðgefandi í evrópsku samhengi varðandi málefni tónlistarskóla enda hafa samtökin slíkt hlutverk í Evrópuráðinu. EMU eru aðili að Evrópska tónlistarráðinu (EMC: European Music Council, www.emc-imc. org) sem aftur eru aðili að Alþjóðlega tónlistarráðinu (IMC) sem nefnt var í tengslum við ISME. Þannig vinnur hvað með öðru. www.musicschools-emu.net/ NMKU Nordisk Musik- og Kulturskole Un- ion/Samtök norrænna tónlistar- og listaskóla Hin norræna deild EMU.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.