Skólavarðan - 01.05.2006, Síða 26

Skólavarðan - 01.05.2006, Síða 26
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 26 NÁMSKEIÐ, KYNNING Á SAMTÖKUM Kennaranámskeið Kramhússins verður haldið dagana 19. - 24. júní í 23. sinn. Að þessu sinni er námskeiðið tvískipt. Annars vegar fyrir leiðbeinendur og kennara í leik- og grunnskólum og hins vegar sérhannað námskeið fyrir tónlistarkennara. Aðalkennari á báðum námskeiðum er Sofía López-Ibor Aliño sem er einn þekktasti og vinsælasti Orff kennari samtímans. Sofía hefur áralanga reynslu í kennslu og námskeiðahaldi með börnum og fullorðnum víðs vegar um heiminn. Markmið hennar í kennslu er að nálgast viðfangsefnið í gegnum klapp og rythmaleiki, þulur, hreyfingu og dans í hópi. Það að nálgast börnin á þeirra eigin forsendum og með því sem þeim þykir skemmtilegt færir okkur dýrmætan efnivið inn í heim spuna og tónsmíða. Eftir að samtökin Médecins Sans Front- ières, eða Læknar án landamæra, voru stofnuð í Frakklandi hafa landamæralaus samtök sprottið upp eins og gorkúlur víða í heiminum. Til eru smiðir, trúðar, hjúkrunarfræðingar og hjúkrunar-fræðinemar, fréttamenn, listamenn, arkitektar, mæður og lögfræð- ingar að ótöldum fjölskyldum, vináttu, heimi, tækni og bókum án landamæra. Er þá einungis fátt eitt talið. Þá eru til samtök sem heita einfaldlega „Without borders“ og eru fyrir fólk með „borderline“ persónuleikaröskun. Hugtakið er svo útbreitt að farið er að nota það í ýmsu samhengi, Afganinn Mohammed Daud Miraki kallar til að mynda Bandaríkjastjórn morðingja án landamæra í nýlegri grein á rense.com og stofnuð hafa verið fyrirtæki sem eiga ekkert skylt við upphaflegu hugsjónina en nota orðin „without borders“ í heiti sínu. Þessi samtök án landamæra má telja að eigi sérstakt erindi við félaga í Kennar- asambandi Íslands: Samtökin Kennarar án landamæra voru stofnuð árið 2000 með það að markmiði að jafna menntun með því að þjálfa kennara og sinna samfélagsmenntun þar sem skortur er á skólum og kennurum. Samtökin byggja í starfi sínu á skýrslu Jacques Delors um menntun 21. aldarinnar, sjá www.teacherswithoutborders.org/pdf/ Delors.pdf Af vefsíðu samtakanna: „Kennarar, 59 miljónir talsins, eru stærsti staki hópur fagmanna í heiminum og lykillinn að framtíð barna okkar. Jafnmikla furðu vekur að ef markmið Sameinuðu þjóðanna um menntun fyrir alla árið 2015 á að nást þarf að mennta rúmlega 30 miljónir kennara í viðbót við þá sem fyrir eru. Málin flækjast enn þegar litið er til þeirra 104 miljóna barna sem ganga ekki í skóla en um helmingur þeirra býr í stríðshrjáðum löndum.“ www.teacherswithoutborders.org/ Aðrir kennarar námskeiðsins eru Guðbjörg Arnardóttir grunnskóla- og listdanskennari sem hefur sérhæft sig í skapandi dansi með börnum og rekur nú sinn eigin listdansskóla. Hún mun kynna ýmsar leiðir sem hægt er að nota til að örva börnin með skapandi hreyfingu og dansi. Nanna Hlíf Yngvadóttir tónlistarkennari hefur nýlokið meistaranámi frá Carl Orff Institut í Salzburg og kennir nú börnum frá þriggja ára aldri tónlist og hreyfingu í Kramhúsinu. Einnig sér hún um tónlistarkennslu við Vesturbæjarskóla. Hún tekur þátttakendur í ferðalag þar sem tilgangurinn er að virkja leikgleði og sköpunarkraft gegnum hreyfingu, raddir og rythma. Fjöllistakonan Ilmur María Stefánsdóttir, sem heillað hefur unga sem aldna með óvenjulegri nálgun sinni að venjulegum hlutum, kemur nú inn með lítið námskeið. Farið verður í ferðalag og heimur hversdagshluta kannaður, notagildið endurskoðað, ný hlutverk fundin með tilraunum og rannsóknum. Til dæmis: Hvernig geta gleraugu orðið að reiðhjóli? Í Kramhúsinu hefur verið starfrækt listasmiðja barna og unglinga síðastliðin 23 ár og hefur Kramhúsið hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir barna- og unglingastarf. Ýtarlegri upplýsingar um kennarana og námskeiðið eru á www.kramhusid.is Verð er kr. 35.500,- Bent er á að þátttakendur geta sótt um styrk til endur- menntunarsjóðs eða sveitarfélags. Nánari upplýsingar og skráning er í símum 5515103 og 5517860 og á www.kramhusid.is Kennaranámskeið Kramhússins Skapandi starf með börnum og unglingum Án landamæra „Sem samfélag mótar þjóðin hina siðrænu manneskju og hver þegn hennar er persónulega ábyrgur fyrir samfélaginu í heild.“ Thomas Jefferson Þá er ljúft og skylt að geta þessara: Samtökin Tónlistarmenn án landamæra voru stofnuð í Hollandi árið 1999 þegar stríðsátökin í Kósovó voru í hámarki. Til að byrja með einbeittu þau sér að friðarstarfi á Balkanskaganum en hafa útvíkkað starfsemi sína og vinna meðal annars á Kýpur, í Ísrael og Palestínu. Af vefsíðu samtakanna: Tónlistarmenn án landamæra eru alþjóðleg samtök tónlistarmanna sem nota mátt tónlistarinnar til að stuðla að opnum og friðsælum samfélögum. Við vinnum með tónlistarmönnum og tónlistarsamtökum í mörgum löndum og bjóðum mann- réttinda- og friðarsamtökum upp á nýjar og frumlegar aðferðir í uppbyggingu friðar. Tónlistarmenn án landamæra eiga frumkvæði að ýmsum verkefnum sem brúa bilið á milli menningarsvæða, þjóðernis og hugmyndafræði, og taka þátt í sköpun friðarmenningar. www.musicianswithoutborders.nl keg

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.