Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 7
7 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 ÁRSFUNDUR KÍ Ársfundur KÍ var haldinn á Hótel Loftleiðum þann 28. apríl sl. Hann var innihaldsríkur og sýndi í hnotskurn hversu mörg viðamikil mál eru til umræðu og úrvinnslu innan kennarasamtakanna. Mikil vinnustemmning, samstaða og einbeiting sveif yfir vötnum á fundinum. Á dagskrá fundarins voru, auk venjulegra ársfundarstarfa, erindi og umfjallanir um nokkur stór og miklvæg málefni sem varða félagsmenn sambandsins í heild: 1. Staða mála í samkomulagi KÍ og menntamálaráðherra. Greinargerð verkefnisstjórnar var lögð fyrir fundinn en í henni sitja fulltrúar beggja aðila, þ.á.m. Elna Katrín Jónsdóttir, sem sagði fá störfum hennar og innihaldi greinargerðar. Vinnunni miðar vel áfram. Verkefnisstjórnin vinnur nú að drögum að erindisbréfum fyrir starfshópa um ýmsa þætti samkomulagsins og aðrar kröftugar stuðningsaðgerðir við breytta námskipan eru í deiglunni ásamt með aukinni endurskoðun á námskrám. 2. Aldurstenging lífeyrisréttinda og séreignarsparnaður, í umfjöllun Hauks Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Í setningarávarpi ársfundar sagði Eiríkur Jónsson það vera nokkuð ljóst að þegar flestallir lífeyrissjóðir yrðu búnir að taka upp þetta nýja kerfi yrði erfitt fyrir LSR að halda úti kerfi með jafnri réttindaávinnslu. 3. Tillögur starfshóps um framtíðarskipan kennaramenntunar sem lágu fyrir í marsbyrjun og starfshópurinn leggur áherslu á að komist til framkvæmda sem allra fyrst. Tillögurnar fela m.a. í sér stofnun kennsluráðs sem væri byltingarkennd nýjung hérlendis en á sér fyrirmyndir erlendis, t.d. á Írlandi. Öllum þessum erindum og umræðum verða gerð nánari skil ýmist í ágústtölublaði Skólavörðunnar og/eða á www.ki.is auk skýrslu stjórnar og eftirfarandi sem einnig var til umræðu á ársfundinum: 4. Úttekt á starfsemi Kennarasam- bandsins sem unnin var af fyrirtækinu PARX. 5. Kynning á niðurstöðum viðhorfs- könnunar vegna Skólavörðunnar sem Nánar verður fjallað um stöðu mála í samkomulagi KÍ og menntamálaráðherra í næsta tbl. Skólavörðunnar og á www.ki.is. Öðrum erindum og umfjöllunum ársfundar verða gerð skil á sama vettvangi. Fylgist með umræðunni. Mikil yfirferð á ársfundi unnin var af Félagsvísindastofnun. Könnunin leiddi í ljós almenna ánægju félagsmanna með blaðið, eða hjá 71,6% svarenda. Loks voru á ársfundi stuttar framsögur um starfsemi sjóða Kennarasambandsins, umræður og önnur mál. Tvær ályktanir voru samþykktar samhljóða á fundinum sem hér segir: • Ársfundur KÍ haldinn á Hótel Loftleiðum 28. apríl 2006 skorar á Alþingi Íslendinga að taka nú þegar frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur o.fl. um breytingu á lögum um tekjuskatt á dagskrá og samþykkja á yfirstandandi þingi. Með samþykkt frumvarpsins fellur niður skattheimta ríkisins á framlögum og styrkjum til einstaklinga úr styrktar- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Í þessu samhengi er ekki hægt að láta hjá líða að nefna þátt Árna Heimis Jónssonar sem öðrum fremur hefur beitt sér gegn þessari umdeildu skattheimtu. Árni Heimir vakti meðal annars mikla og almenna athygli á málinu í viðtali í Kastljósi í mars sl. • Ársfundur KÍ haldinn þann 28. apríl 2006 samþykkir að útgáfa og dreifing Skólavörðunnar verði í megindráttum á sama veg og verið hefur. Þó skal leita allra leiða til að lækka enn frekar kostnað við útgáfu blaðsins og styrkja það í sessi. Í setningarávarpi fundarins sagði Eiríkur Jónsson formaður KÍ meðal annars: „Hagfræðingar virðast almennt nokkuð sammála um að sá órói sem nú er í efnahagslífinu sé fyrst og fremst tilkominn vegna rangrar hagstjórnar... Ég óttast að framundan séu tímar í íslensku atvinnu- og efnahagslífi sem geti reynst launafólki erfiðir. Það kann að reyna á forystufólk verkalýðshreyfingarinnar á næstu mánuðum og árum. Það er því mikilvægt að við leggjum okkur öll fram í að standa vörð um réttindi félagsmanna og kjör þeirra í víðum skilningi. Við skulum vera minnug þess að kjarabarátta er eilíf og aldrei vinnst fullnaðarsigur.“ Síðar í ávarpi sínu fjallaði Eiríkur um kjarasamningsmál einstakra aðildarfélaga KÍ og sagði m.a.: „Á haustmánuðum gripu sveitarfélög- in til þess ráðs að hækka einhliða laun ákveðinna hópa. Í þeim hópi voru leik- skólakennarar. Hækkunin mun að mínu viti auðvelda þeim baráttuna sem framundan er og eflaust hjálpa fleiri hópum til að sækja fram og verja kaupmátt sinn. Það er ekkert nema jákvætt um það að segja að þeir sem lægst höfðu launinn í leikskólum, þ.e. að segja þeir ófaglærðu, fengju launahækkun og aðrir á lágum launum fylgdu síðan í kjölfarið. Það vekur hins vegar upp þá spurningu hvernig forysta sveitarfélaganna gat boðið ófaglærðum starfsmanni í leikskóla hærri laun en þeir hinir sömu treystu sér til að bjóða grunnskólakennurum eftir sjö vikna verk- fall. Mér finnst sveitarfélögin skulda þjóð- inni skýringu á því hvernig hægt var að halda grunnskólum landsins lokuðum vikum saman, og skýra það með óraunsæj- um launakröfum kennara, en bjóða síðan ófaglærðum hópum hærri laun nokkrum mánuðum síðar. Til að forðast misskilning vil ég sérstaklega undirstrika þá skoðun mína að allir sem fengu þessar launahækkanir fyrr í vetur áttu þær fyllilega skilið - en samhengi hlutanna er oft skrítið. Um þessar mundir er síðasti hluti kjarasamninga framhaldsskólanna að koma til framkvæmda, þ.e.a.s. innleiðing stofnanasamninga, (stofnanasamningarnir tóku svo gildi 1. maí, innskot keg) og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Til þess að auðvelt verði að mæla áhrif þeirra samninga er mikilvægt að kjararannsóknir séu virkar. Á því sviði stöndum við hins vegar frammi fyrir stóru vandamáli. Nú er nefnilega svo komið að kjararannsóknir á opinberum markaði liggja næstum alveg niðri og nær ógerlegt er að fá upplýsingar um launaþróun einstaka hópa. Úr þessu verður að bæta og það fyrr en síðar.“ keg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.