Skólavarðan - 01.05.2006, Side 10

Skólavarðan - 01.05.2006, Side 10
10 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 STOFNUN TILRAUNAHÚSSINS Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið í Kennaraháskólanum dagana 31. mars og 1. apríl sl. í minningu Ólafs Guðmundssonar kennara sem lést 9. september 2005. Hátt á þriðja hundrað manns tóku þátt, þar á meðal fjöldi kennara í náttúrufræði af öllum skólastigum. Mikil ánægja var með þingið og ljóst að þörf er fyrir reglulegan vettvang af þess- um toga til að ræða inntak, framkvæmd og framtíð náttúrufræðimenntunar á Íslandi sem flestir geta verið sammála um að hefur ekki fengið nægan stuðning yfirvalda jafnt sem almennings til að eflast sem skyldi. Meðal fyrirlesara var Ari Ólafsson dósent í eðlisfræði við HÍ sem sagði frá hugmyndum um svokallað Tilraunahús á Íslandi, umræðu um málið og framgangi og stöðu hugmyndarinnar sem nú hyllir undir að verði að veruleika. Ari situr í stjórn Undirbúningsfélags Tilraunahúss sem stofnað var í ársbyrjun og Skólavarðan fékk góðfúslegt leyfi hans til birtingar á hluta úr fyrirlestrinum. Tilraunahús á málþingi um náttúrufræðimenntun Í janúar síðastliðnum tóku Háskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur höndum saman og stofnuðu Undirbúningsfélag Tilraunahúss til að móta þessar hugmyndir. Félagið hefur 8 milljón króna fjárhag og því er ætlað að starfa í eitt ár. Félagið hefur einn starfsmann í hálfu starfi. Að árinu liðnu verður tekin afstaða til hvort hugmyndirnar eru orðnar nægilega burðugar til að stofna sjálft Tilraunahúsið. VERKEFNI UNDIRBÚNINGSFÉLAGSINS ERU AÐ: • safna hagsmunaaðilum saman til að útfæra hugmyndirnar • móta fjárhagslíkan fyrir rekstur • safna vilyrðum um þjónustusamninga • safna hlutafé Ari Ólafsson Ljósmyndir frá höfundi. Myndirnar voru teknar á námskeiði fyrir bráðger börn þar sem m.a. var fengist við loftbelgjagerð. M O T IV -M Y N D

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.