Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 19
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 19 Jan eigin spurningu. „Hvað getum við tónlistarkennarar lært af öðrum listakennurum? Þeir eru til dæmis mjög góðir í að skipuleggja stutt námskeið, allt frá einni helgi og upp í tíu til fimmtán vikur. Með því að taka þetta upp náum við til hóps sem fer sívaxandi. Þarna getur allt mögulegt lent í hattinum; jafnt inngangsnámskeið og fyrir lengra komna og loks endurmenntunarnámskeið. Með þessu er líka unnt að koma til móts við þá sem hafa ekki áhuga á próftöku eða á að koma í hverri viku og eru að þessu fyrst og fremst sér til skemmtunar.“ Í öðru lagi nefndi Jan teiknara, högglistamenn og aðra í formlistum. „Þeir eru mjög færir í að búa til konsept og gera verkáætlanir. Þetta er frekar veikt hjá tónlistarkennurum og við þurfum því að læra áætlanagerð af öðrum. Leikhúsfólkið kann á framsetninguna – lýsinguna, að setja upp góðar sýningar. Það þurfum við líka að læra. Tónlistarmenn læra líka af formlistamönnum að stundum er hægt að dekka kennslukostnaðinn með tekjunum sem við fáum beint frá nemendum. Og síðast en ekki síst kemur það okkur að mörgu leyti vel að slá saman með öðrum listgreinum í stærri skólum. Það er hagkvæmt, stjórnendur hafa betri tíma til að sinna stjórnunarstörfum, það styrkir okkur á ýmsa lund. Og skólar sem bjóða upp á margar listgreinar halda betur í nemendur sína. Við þekkjum það að krakkar vilja hætta 12-13 ára. Þeim finnst tónlistin of kyrrstæð. Með því að beina þeim í dans, beina tónlistarsköpun og svo framvegis getum við oft haldið þeim inni yfir þetta mótþróaskeið og svo koma þau til okkar aftur.“ Næst nefndi Jan grunn- og framhalds- skóla. „Almennt séð eru þeir miklu þróaðri en við í kennslufræðilegu tilliti. Í tónlist er mikill skortur á umræðu um kennslufræðileg málefni. Grunn- og framhaldsskólar eru líka miklu betri en við í að leyfa fólki að læra sjálfstætt. Í mörgum löndum, og þá ekki síst í framhaldsskólum, eru krakkar hvattir til að leita þekkingar upp á eigin spýtur og þetta eigum við að taka upp. Loks styðja grunn- og framhaldsskólar við okkur einfaldlega með því að færa okkur nemendur og verkefni. Það dregst heldur saman í tónlistarskólunum en mikið af verkefnum er að koma til okkar á nýjan leik af því að grunnskólarnir bjóða okkur verkefni.“ Stjórnmálamenn eru kannski óvæntir í þessari upptalningu en Jan telur ekki vafa bundið að í þeim leynist vannýtt auðlind fyrir tónlistarskóla. „Þeir eru oft gagnrýnir á starf okkar en þegar við reynumst viljug til að vinna með þeim eru þeir gjarnan fljótir að byrja að elska okkur. Það er mjög mikilvægt að sýna það sem við gerum, sýna stjórnmálamönnum að við mælum árangur starfsins og vinnustundirnar. Við þurfum að taka okkur á í að lýsa því sem við bjóðum upp á. Ég hef tekið eftir því í mínu heimalandi að í bæklingum er ef til vill einungis sagt frá fjölda kennslustunda – síðan ekki söguna meir. Mun mikilvægara er að segja hvaða árangri við hyggjumst ná með hverjum nemanda á hverju stigi fyrir sig. Sýna með óyggjandi hætti fram á hve starf okkar er mikils virði. Þetta eigum við að bera á borð fyrir stjórnmálamenn. Og nota tölur máli okkar til stuðnings. Í Hollandi nota um 30% landsmanna almenningsbókasöfn reglulega en víða eru það bara um 4-5% Hins vegar hafa kannski 35-40% farið í tónlistarskóla. Notum þessar tölur þegar við tölum við stjórnmálamenn, það er okkur til framdráttar.“ Jan lagði mikla áherslu á brúarsmíð í erindi sínu. „Vinnan okkar ýtir undir félagslega samloðun og við eigum að vera reiðubúin að breyta til og kenna til dæmis í stærri hópum, nota áhrif okkar til að stofna staðbundnar hljómsveitir og kóra og fleira í þeim dúr. Allt auðvitað með góða uppeldisfræði að leiðarljósi. Við eigum að sýna að við viljum gjarnan byggja brýr milli vestrænnar klassískrar tónlistar og annarrar, svo sem hip-hop og r&b (rythm and blues, aths. keg). Við eigum að fara út úr skólanum, inn í slömmin og hættulegu hverfin og taka vinnuna með okkur. Það þurfa ekki að vera nákvæmlega sömu verkefnin og við erum að vinna að inni í skólanum. Unga fólkið frá Marokkó hefur kannski takmarkaðan áhuga á að vinna innan fjögurra veggja. Búum til sýningu með þeim á útipalli, látum þau sýna jafningjum sínum í hverfinu hvað þau geta. Málið er að þegar við erum sýnileg og notum þátttöku okkar í samfélaginu vel þá fáum við líka stjórnmálamennina með okkur.“ Að sögn Jans eru foreldrar enn ein vannýtt auðlind. „Stundum er sagt að foreldrar í þessum eða hinum þjóðernishópnum hafi lítinn áhuga á framtíð barna sinna. Þetta er ekki rétt, við höfum kynnst því að mjög stór hluti foreldra er virkur og vill bestu menntun sem völ er á fyrir börnin. Við eigum að nýta okkur stuðning foreldra miklu meira en við gerum.“ Mikilvægasta auðlindin er þó enn ótalin: „Við sjálf,“ sagði Jan og átti að sjálfsögðu við tónlistarkennara. „Við eigum að nýta okkur hvert annað. Skiptast á hugmyndum, áætlunum og verkefnum. Allt sem er þess virði er til staðar, það á bara eftir að dreifa því. Samtökin okkar, EMU, vilja einmitt starfa á þennan hátt. Mikið af upplýsingum liggur á vefnum, tilboð um nemenda- og kennaraskipti og annað slíkt. Ég get persónulega mælt með þessu – skólar græða á því og öðlast nýtt innsæi. Í lokin langar mig að nefna að ég er hlynntur stórum skólum með samstarfi margra listgreina og sem sinna fjölbreyttum verkefnum úti í hverfunum. Við þurfum að breytast og hylla fjölbreytnina. Og leyfa hverjum og einum, hvaðan sem hann kemur, að nýta sér þær leiðir sem eru viðhafðar í hans heimalandi.“ keg ÞRÓUN TÓNLISTARSKÓLA Í EVRÓPU

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.