Skólavarðan - 01.08.2007, Side 8

Skólavarðan - 01.08.2007, Side 8
8 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 af tónlistarskólunum og starfsemi þeirra enda Ísland í mörgu orðið fyrirmynd annarra þjóða á þessu sviði. Listin er mikilvæg í uppvexti einstaklinga og þjóða á 21. öld Að sögn Sigrúnar væri það að bera í bakkafullan lækinn að fara að tala um afrek landans á tónlistarsviðinu. „Ég vil þó segja að sá góði árangur sem hefur náðst grundvallast á því að á síðustu öld varð til net tónlistarskóla um allt landið. Gríðarleg reynsla og þekking hefur byggst upp í skólunum. Í ljósi þessa, að ekki sé talað um umræðu um vaxandi mikilvægi listgreina í uppvexti einstaklinga og þjóða á 21. öld, viljum við í stjórn Félags tónlistarskólakennara að tryggt sé með lögum að í öllum sveitarfélögum verði starfandi tónlistarskóli eða að íbúum sveitarfélags skuli tryggður aðgangur að tónlistarskóla með öðrum hætti.“ Í umræðu um menntamál á Íslandi hefur lengi verið talað um vægi bók- náms á kostnað list- og verknáms en lítilla breytinga hefur orðið vart. Á svæðisþingum tónlistarskóla í haust verður m.a. komið inn á þetta málefni í kynningu á og umræðum um skýrslu Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um menntun, vísindi og menningu (UNESCO) sem fyrr er getið, Vegvísir fyrir listfræðslu eða Road Map for Arts Education eins og skýrslan heitir á frummálinu. „Eitt af áhersluatriðum skýrsluhöfunda er að listfræðsla þurfi að vera miðlæg í menntakerfum og það leiðir okkur að tónmenntarkennslu í grunnskólum og stöðu hennar,“ segir Sigrún. „Þar virðist víða pottur brotinn, margir grunnskólanemendur njóta ekki tónmenntarkennslu og eru ástæðurnar fyrir því eflaust margar og málið ekki einfalt. Hið almenna skólakerfi og tónlistarskólarnir hafa skipt með sér verkum, ef svo má segja, varðandi tón- listarfræðslu en til að vélin gangi sem best og skili góðum afköstum verða öll tannhjólin að snúast!“ Í tengslum við úrvinnslu á Vegvísi fyrir listfræðslu hefur stjórn FT áhuga á, og telur reyndar orðið mjög aðkallandi, að hóa saman hagsmunaaðilum til að brjóta til mergjar stöðu tónlistarfræðslu í almenna skólakerfinu. „Orð eru til alls fyrst,“ segir Sigrún. „Fyrst er semsagt að ræða málin og þannig eykst vitundin um gildi tónlistarfræðslu og samskilningur og vilji til framkvæmda glæðist. Með auknu erlendu samstarfi sækjum við umræðuna hingað heim og það er spennandi að sjá hvernig fagmenn, sveitarstjórnar- og ráðuneytisfólk taka þessari skýrslu og umræðunni í heild. Við í FT höfum óskað eftir fundum um skýrsluna með fólki frá skrifstofum menntamála og menningar- mála í menntamálaráðuneytinu. Á þessum fundum verður líka rætt um fleiri mál, svo sem norræna samstarfsverkefnið Kulturelle veksthus sem gengur í stuttu máli út á að safnað er upplýsingum í hverju Norðurlandanna um tónlistarfræðslu, stefnu stjórnvalda, áhugaverð verkefni og líkön og búinn til gagnagrunnur.“ Spennandi tímar framundan með auknu samstarfi við ýmsar stofnanir samfélagsins „En svo að ég snúi mér aftur að svæðis- þingum tónlistarskóla,“ heldur Sigrún áfram, „þá mun Ágúst Einarsson rektor við Háskólann á Bifröst kynna efni fyrrnefndrar skýrslu á þingunum. Þar á eftir munu Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri í Reykjavík, Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í Borgarbyggð halda stutt erindi um efni skýrslunnar. Auk þess mun menntamálaráðherra ávarpa þingið á Bifröst en fulltrúi ráðuneytisins flytur erindi á hinum þingunum tveimur. Framsögumenn byggja erindi sín á fyrirfram gefnum spurningum og við eigum von á áhugaverðum og frjóum pallborðsumræðum í lok erinda. Jón Hrólfur Sigurjónsson hefur þýtt skýrsluna yfir á íslensku og hana má nálgast á vefsíðu félagsins.“ Að sögn Sigrúnar eru margir mögu- leikar til að auka enn frekar veg tónlistar og tónlistariðkunar á Íslandi. „Við búum við frábært net tónlistarskóla sem nær til ákveðins hóps einstaklinga, en með því kerfi erum við ekki búin að fullnýta auðlindina tónlist og tónlistarfræðslu,“ segir Sigrún. „Ég tel mörg tækifæri og spennandi tíma framundan þar sem vegur tónlistar og tónlistarfræðslu verður rannsakaður og genginn áfram, bæði innan tónlistarskóla, utan veggja skólanna og kannski ekki hvað síst í samstarfi aðila þar sem net tónlistarskóla á eftir að teygja anga sína enn frekar inn í aðrar stofnanir samfélagsins. Það má finna tónlistarskóla hérlendis sem hafa mikil áhrif í sínu umhverfi á faglega þróun menningar og lista almennt og fagna ég því að tónlistarkennarar og tónlistarskólar nýti og deili þekkingu sinni með sem víðtækustum hætti með öðrum stofnunum samfélagsins. Hér eiga tónlistarskólar og tónlistarfólk heilmikið inni.“ Gildismat samfélagsins og kjör einstakra stétta eru nátengd fyrirbæri „Ég er viss um að tónlistarskólar eiga í auknum mæli eftir að verða leið- andi aðili og taka ábyrgð á ýmsum samstarfsverkefnum og líkönum að samstarfi um tónlistarfræðslu og listir í sínu grenndarumhverfi,“ segir Sigrún. Skemmst er að minnast sameiginlegrar ráðstefnu tónlistarskólakennara og leikskólakennara sem haldin var fyrr á árinu með miklum glæsibrag. Þar voru kynnt líkön að samstarfi leikskóla og tónlistarskóla auk samstarfsverkefna sem ýmist eru í gangi eða í burðarliðnum, ásamt því sem fyrirlestrar og líflegar umræður Ég er viss um að tónlistar- skólar eiga í auknum mæli eftir að verða leiðandi aðili og taka ábyrgð á ýmsum samstarfsverkefnum og líkönum að samstarfi um tónlistarfræðslu og listir í sínu grenndarumhverfi ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD 3.GREIN

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.