Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 10

Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 10
10 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 nemendur geta mun fyrr á námsferlinum lagt áherslu á þær greinar sem vekja áhuga þeirra og þeir hafa hæfileika til að ná miklum framförum í. Einstaklingsmiðuðu námi verður raunverulega komið á og leiðarljósið verður að nemendur hafi rétt til að ná þroska og byggja upp sjálfsmynd eftir þeirri braut sem opnar gáttir hjá hverjum og einum. Ef við svo hugum að listmenntun sér- staklega þá er hún leið sem þjóðir geta farið til að rækta og þroska mannauð sem auðlind. Hún er svo aftur uppsprettan sem þjóðir verða að sækja í ef þær vilja rækta, þroska og þróa sterkar, sjálfbærar og skapandi iðngreinar og framleiðslu eins og fram kemur í Vegvísinum,” segir Sigrún. „Hann tekur fyrir hin ólíku gildi og markmið með listfræðslu og ég vil tengja þá sýn sem þar er sett fram við hugmyndir okkar í stjórn félagsins um menntakerfi framtíðarinnar. Verðmætasköpun lista og menningar hefur þegar verið dregin fram í dagsljósið, sem og mikilvægi sköpunar- krafts í atvinnulífi í nútíð og framtíð. Að auka veg tónlistarkennslu og listfræðslu í menntun einstaklinga er einfaldlega í takt við nútímalega menningar- og mennta- stefnu. Af framangreindu þykir okkur í stjórn Félags tónlistarskólakennara eðlilegt að tónlistarskólar séu teknir með meira afgerandi hætti inn í heildarmyndina - þeir eru nú þegar ómissandi hlekkur í menntakerfi og menningarlífi þjóðarinnar. Við erum rétt að hefja þessa umræðu „FT setur sér að hafa frumkvæði að söfnun og miðlun upplýsinga um starfsemi tónlistarskóla og gildi tónlistarmenntunar.” „FT hefur það á stefnuskrá sinni að efla alþjóðlegt samstarf og leggur áherslu á að afla upplýsinga um það nýjasta sem á sér stað í tónlistarskólum í heiminum og miðla um leið til annarra af reynslu og þekkingu Íslendinga. FT vill með þessu stuðla að frjórri umræðu um fagmál innan stéttarinnar.“ „FT telur mikilvægt að menntun tónlistarkennara hér á landi sé í samræmi við hlutverk og þarfir tónlistarskólanna og sé aðlöguð alþjóðlegu umhverfi og samræmdum viðmiðum.“ „Tónlistarskólar gegna lykilhlutverki í uppbyggingu tónlistarlífs í landinu og vill FT efla umræðu um stöðu þeirra sem nauðsynlegur hluti menntunar og menningar hvers samfélags.“ „FT vill hvetja til aukinna tengsla tónlistarskóla við aðrar stofnanir í samfélaginu m.a. með miðlun þekkingar á sviði tónlistar til aðila eins og leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, einstaklinga, annarra stofnana og menningarlífsins í heild.“ „FT telur að aðalnámskrá tónlistarskóla þurfi að vera í stöðugri endurskoðun til að geta uppfyllt hlutverk sitt hverju sinni og endurspeglað þá þróun sem á sér stað.“ Verðmætasköpun lista og menningar hefur þegar verið dregin fram í dagsljósið, sem og mikilvægi sköpunarkrafts í atvinnulífi í nútíð og framtíð. Að auka veg tónlistarkennslu og listfræðslu í menntun einstaklinga er einfaldlega í takt við nútímalega menningar- og menntastefnu. í félaginu og það verður gaman að fá að heyra meira frá félagsmönnum um þessar hugmyndir á svæðisþingunum og öðrum vettvangi á næstunni. Tónlistin hefur óteljandi möguleika,“ segir Sigrún að lokum, „og við tónlistarskólakennarar hlökkum til að halda áfram að kanna þá möguleika.“ keg ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD 3.GREIN

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.