Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 14

Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 14
14 HEIMSÞING KENNARA Í BERLÍN SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 Fólk er útilokað frá menntun á ýmsum forsendum, svo sem af völdum fátæktar, barnaþrælkunar, alnæmis, kynhneigðar, stríðsátaka, fangelsunar og morða á kennurum, þjóðernis, kyns, trúar, fötlunar, tungumáls og húðlitar. Tíu fulltrúar frá Kennarasambandi Íslands sátu fimmta þing alheimssamtaka kennara (Education International, EI) sem haldið var í Berlín 21. - 26. júlí sl. Hátt í tvö þúsund þátttakendur frá 169 þjóðlöndum mættu á þingið. EI eru samtök stéttarfélaga og sambanda kennara um allan heim sem stofnuð voru árið 1994 og eru félagsmenn rúmlega þrjátíu miljónir. Þingið var innihaldsríkt, upplýsingar sem fram komu sláandi og ályktanir sem samþykktar voru mikilvægar fyrir nemendur og kennara, lýðræði og réttlæti. Efst í huga íslensku þátttakendanna eftir þingið voru þau mannréttindabrot sem framin eru á kennurum víða um heim og auk þess gífurlegur launamunur milli landa. Sem dæmi má nefna að hátíðarkvöldverður á þinginu kostaði 80 evrur og mánaðarlaun aðstoðarleikskólastjóra frá Austur- Evrópu, sem var þátttakandi á þinginu, eru um 300 evrur. Það þykja há laun í heimalandi hans. Miljónir kennara um allan heim lifa undir fátæktarmörkum. Í þýsku pressunni var vakin athygli á því að vegna hnattrænnar starfsemi sinnar fjallaði heimsþing EI um dálítið önnur mál en eru daglega til umræðu í evrópskri pressu, t.d. í Þýskalandi. Þessi ábending blaðamannsins þýska endurspeglar þróun í átt til æ staðbundnari fréttaflutnings sem gætir í fjölmiðlun í mörgum löndum. Um leið vaxa alþjóðleg samtök á borð við EI dag frá degi og áhrif þeirra aukast. Menntun fyrir alla ekki í sjónmáli – bera þarf virðingu fyrir kennara- stéttinni Að þessu sinni var á heimsþingi kennara lögð sérstök áhersla á að ræða og hrinda í framkvæmd áætlunum sem stuðla að félagslegu réttlæti og góðri menntun víða um heim. Góð menntun og félagslegt réttlæti voru jafnframt yfirskrift þingsins, eða nánar tiltekið „Educators joining together for quality education and social justice“. Á þinginu var rætt um aðstæður kennara og skólabarna sem eru með alnæmi, málefni barna sem kölluð eru til herþjónustu, mismunun stúlkubarna, ofsóknir og morð á kennurum víða um heim, svo sem í Eþíópíu, Kólumbíu og á Filippseyjum, þá staðreynd að í ýmsum löndum er undir hælinn lagt hvort kennarar fá launin sín yfirhöfuð greidd og ótal margt fleira. EI er aðili að Menntun fyrir alla (EFA Education for all) sem UNESCO heldur utan um og hleypt var af stokkunum árið 1990. Enn er óralangt í land með að allir íbúar heimsins hafi Góð menntun og félagslegt réttlæti Heimsþing kennara í Berlín vettvangur baráttu gegn útilokun frá menntun Lj ó sm y n d ir : Ó la fu r Lo ft ss o n „Botnlaus gróðafíkn fyrirtækja er á kostnað launa og launatrygginga, vinnuaðstæðna og öryggis, og kemur í veg fyrir að ríkisstjórnir fái þær skatttekjur sem þarf til að standa straum af almannaþjónustu á borð við heilbrigðis- og menntakerfið.“ Sharan Burrow

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.