Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 15

Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 15
15 HEIMSÞING KENNARA Í BERLÍN SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 aðgang að góðri almennri menntun eins og áætlunin kveður á um. Horst Köhler forseti Þýskalands setti þingið og sagði meðal annars að í jafnt evrópskri og arabískri bókmenntahefð væri kennurum lýst sem garðyrkjumönnum sem annast hvert og eitt barn af alúð, styðja það og næra í uppvextinum og stuðla að því að það þroski hæfileika sína. „Þess vegna,“ sagði Köhler, „verðum við að vera reiðubúin til að tryggja að kennarar búi við þær starfsaðstæður sem þeir eiga skilið. Þetta er ekki einvörðungu spurning um laun. Við verðum líka að sjá til þess að bekkjarstærðir séu viðunandi, að kennarar njóti faglegs og félagslegs stuðnings, að skólinn sé að fullu innlimaður í félagslegt umhverfi sitt og að virðing sé borin fyrir kennarastéttinni.“ Þá ræddi Köhler um hnattræna fátækt og sagði að ríkari þjóðir heims þyrftu og gætu gert mun meira í baráttunni gegn henni. Útrýming alnæmis eitt brýnasta baráttumál samtímans Forseti alheimssamtaka kennara, Thulas Nxesi, bauð gesti þingsins velkomna og sagði meðal annars: „Við komum hingað sameinuð í umhyggju okkar fyrir börnum og framtíð góðrar almennrar menntunar sem hvílir á stoðum lýðræðis og er grund- vallarréttur allra.“ Thulas er að hefja annað kjörtímabil sitt en hann tók við af dr. Mary Futrell á heimsþinginu 2004. Hann er kennari og var í áratug framkvæmdastjóri Lýðræðislega kennarasambandsins í Suður-Afríku (SADTU), eða frá 1994 og þar til hann tók við af Futrell sem forseti EI. Hann hefur beitt sér sérstaklega gegn einkavæðingu og niðurskurði til menntamála á alþjóðavísu og hefur í því skyni lagt mikla áherslu á víðtækt og öflugt samstarf kennara og menntunarstofnana, foreldra, leiðtoga og almennings. Þá er útrýming alnæmis að mati Thulas eitt brýnasta baráttumál samtímans og forvarnastarf í skólum til að fyrirbyggja smit er eitt af sex forgangsverkefnum í starfi EI á kjörtímabilinu. Í ávarpi sínu á þinginu sagði Thulas einnig: „Við trúum því að stækkun EI og endurskipulagning hreyfingar stéttar- félaga á hnattræna vísu færi okkur í hendur þau tæki og tól sem við þurfum til að efla baráttuna fyrir góðri menntun og félagslegu réttlæti fyrir alla. Nú verðum við að einbeita okkur að því að tryggja sömu einingu í grasrótinni, land frá landi, og styðja félagsmenn okkar í þessari baráttu jafnt sem námsfólkið og samfélögin þar sem við þurfum að sýna fram á efndir.“ Gróðinn vex og launin lækka Aðilar frá mörgum samtökum og stofn- unum ávörpuðu þingið auk Köhler og Thulas og Jürgen Zöllner forseti þýsku THULAS NXESI forseti EI „Kennarar heimsins hafa aldrei staðið jafnt þétt saman og nú“ Mikill fjöldi kennara frá öllum heimshornum kom saman í Berlín Brjóta þarf niður háa múra sem hafa verið reistir gegn jafnrétti til náms

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.