Skólavarðan - 01.08.2007, Page 18

Skólavarðan - 01.08.2007, Page 18
18 Orlofshús – orlofshús! SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 um að árið 2015 hafi öll börn í heiminum óhindraðan aðgang að skólamenntun er ekki í augsýn. Til þess að slíkt verði að veruleika vantar meðal annars 18 miljónir kennara svo sem fyrr er sagt. Benda má á þá gríðarlegu mismunun að í mörgum löndum eiga börn aðeins rétt á fjögurra ára skólagöngu en skólagangan í norðrinu nær 15-16 árum. Sú heimsálfa þar sem vandamálin eru stærst og mest er eftir sem áður Afríka. Jafnvel land eins og Suður-Afríka sem hefur talsvert þróað menntakerfi líður fyrir gífurlega hraða aukningu á HIV smiti á meðal kennara og nemenda. EI gagnrýnir Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn harðlega vegna skorts á stefnu í málefnum Afríku á 9. og 10. áratugi síðustu aldar og ekki síst vegna þess að þessir aðilar hafi ekki tekið tillit til þarfa menntakerfisins í áætlunum sínum heldur einblínt á peningamálin. Þess má geta, þótt það væri ekki rætt á þinginu, að jafnvel EFA hefur sætt ámæli fyrir tvískinnung í markmiðssetningu sinni og málflutningi sem þykir víða bera keim af peningasjónarmiðum og þægð við gróðasjónarmiðið. Ríki verða að fjárfesta í menntun Tilkynnt var á þinginu að EI hygðist KENNARAR SEM VORU HEIÐRAÐIR Á ÞINGINU Kennarar sem sæta ofsóknum vegna starfa sinna HEIMSÞING KENNARA Í BERLÍN Ernestine Raquel Samuel Á heimsþinginu voru sam- þykktar ályktanir um eftirfarandi: • Mannréttindabrot í Eþíópíu gegn réttinum til að vera meðlimur í stéttarfélagi. Kennarar hafa þurft að þola pyndingar, ofsóknir, fangelsun og líflát í landinu árum saman. • Mannréttindabrot í Ástralíu gegn frumbyggjum en nýverið sendi ríkið herinn til að hertaka 64 byggðir frumbyggja á afskekktum slóðum. • Samstöðu með íröskum kenn- urum og öðrum launamönnum sem hafa unnvörpum verið drepnir og slasast í síendurteknum árásum. Á verkefnalista EI næstu árin er m.a. eftirfarandi: • Að verja 1,3 miljón evrum til uppbyggingar lýðræðislegra menntunarsamtaka í hinum sk. STAN löndum (Úsbekistan, Kasakstan o.s.frv.) og í Mið- austurlöndum, í því skyni að styðja við friðarferli. • Að efla enn frekar alþjóðleg samstöðuverkefni, styðja við bakið á þeim sem berjast gegn kúgun og hjálpa þeim sem lenda í hörmungum á borð við stríð og náttúruhamfarir. • Að byggja á því sem þegar hefur verið unnið í PISA og þróa eigin mælitæki á góða menntun. • Að halda áfram samvinnunni innan samtakanna Global campaign for education, Global march against child labour og halda áfram af fullum krafti forvarnastarfi í gegnum menntun gegn HIV smiti og alnæmi. • Að efla hina nýju EI rann- sóknastofnun svo að hún geti skipað stórt hlutverk í að ná markmiðum okkar bæði í norðri og suðri. „Þetta eru metnaðarfull og yfirgripsmikil markmið sem við teljum að muni skipta miklu máli í lífi kennara og annarra mennta- starfsmanna víða um heim,“ sagði Thulas Nxesi. „Kennarar heimsins hafa aldrei staðið jafn þétt saman og nú og við erum staðráðin í að gera okkar besta til að hvert einasta barn fái almenna, sterka og stöðuga gæðamenntun.“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.