Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 19

Skólavarðan - 01.08.2007, Qupperneq 19
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 setja fram og þróa eigin mælikvarða á gæði menntunar sem munu standa við hlið PISA og fleiri alþjóðlegra og fjöl- þjóðlegra matstækja. „Góð menntun er forgangsmál hjá okkur,“ sagði Fred van Leeuwen framkvæmdastjóri samtakanna, „og við eigum eftir að láta miklu meira til okkur taka á sviði fagmennsku, kenn- aramenntunar, námsgagnaþróunar og rammagerðar um gæði menntunar.“ Leeuwen ítrekaði alvarleika kennaraskorts og yfirvofandi versnandi ástand í þeim efnum. „Við segjum ríkisstjórnum að þær verði að fjárfesta í menntun og gera kennarastarfið meira aðlaðandi til að forða komandi kynslóðum frá þeim örlögum að hljóta litla sem enga menntun. Hvernig eigum við að gera starf aðlaðandi í hugum ungs fólks,“ spurði Leeuwen, „sem sér ekki fram á að geta látið enda ná saman ef það tekur sér það fyrir hendur? Hvað þá þegar unga fólkið veit fullvel að tekjur þess verða mun hærri í einkageiranum?“ Fékk ekki vegabréf Á hátíðarkvöldverði í þinglok voru þrír kennarar heiðraðir fyrir störf sín, þau Samuel Morales og Raquel Castro frá Kólumbíu og Ernestine Akouavi Akakpo- Gbofu frá Togo. Morales og Castro voru fangelsuð í ágúst árið 2004, Morales var nýverið sleppt úr haldi en Castro situr enn í deild fyrir pólitíska fanga í kvennafangelsinu í Bogotá. Morales fékk ekki fararleyfi til að sitja þingið. EI og Amnesty International hafa farið fram á við kólumbísk yfirvöld að þau tryggi öryggi beggja kennaranna og fjölskyldna þeirra og virði alþjóðalög um vinnurétt. Kólumbía hefur lengi verið eitt af hættulegustu löndum í heimi fyrir þá sem taka þátt í starfsemi stéttarfélaga. Í fyrra voru að því er talið er 33 kennarar teknir af lífi í Kólumbíu. Akakpo-Gbofu er leikskólakennari sem hefur unnið ötullega í tæpa þrjá áratugi að uppbyggingu góðrar leikskólamenntunar í heimalandi sínu, Togo. Hún er ein af stofnendum samtaka leikskólakennara í Togo og hefur þróað frábær námsgögn sem hvarvetna vekja athygli, en skortur á leikföngum og almennum námsgögnum er mikill í landinu. Næsta heimsþing EI verður haldið í Suður- Afríku eftir fjögur ár. keg 19 HEIMSÞING KENNARA Í BERLÍN

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.