Skólavarðan - 01.08.2007, Síða 26

Skólavarðan - 01.08.2007, Síða 26
26 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007 Auglýsing um úthlutun styrkja úr C deild Vísindasjóðs FL Hér með eru auglýstir styrkir sem veittir eru félagsmönnum FL. Annars vegar til þróunar- og rannsóknastarfa og til námsefnisgerðar. Hins vegar einstökum félagsmönnum eða hópum félagsmanna, faghópum og nefndum innan FL til að halda námskeið og ráðstefnur ætlaðar félagsmönnum. Í umsókn þarf að koma fram: • Heiti verkefnis. • Lýsing á verkefni, markmið þess og gildi. • Lýsing á framkvæmd verkefnis. • Upplýsingar um umsækjanda/endur, s.s. menntun og starfsferill. • Kostnaðaráætlun. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og á heimsíðu www.ki.is í síðasta lagi 15. september 2007. Reykjavík 11. ágúst 2007, Stjórn Vísindasjóðs FL. Til félagsmanna í framhaldsskólum Ágætu, framhaldsskólakennarar - velkomnir til starfa! Félagið vill minna þá formenn kennara- félaga framhaldsskóla sem ekki hafa sent endurskoðaða stofnanasamninga samstarfsnefnda skólanna frá 1. maí 2007 að gera það hið fyrsta. Sendið á netfangið adalheidur@ki.is Félagið minnir einnig á vefinn ff.ki.is í þessu sambandi. Undir heitinu „Kjaramál“ er hægt að skoða stofnanasamninga framhaldsskólanna. Félag framhaldsskólakennara Á 50 ára afmæli Félags leikskólakennara 6. febrúar árið 2000 voru tveir félagar gerðir að heiðursfélögum fyrir áratuga framlag sitt til leikskólamála. Annar þeirra var Gyða Sigvaldadóttir. Gyða lést þann 11. júlí sl. 89 ára að aldri. Hún fæddist 6. júní 1918 á Brekkulæk í Miðfirði. Gyða útskrifaðist frá Uppeldisskóla Sumargjafar 4. febrúar 1950 og var í þriðja hópnum sem skólinn útskrifaðist. Hún, ásamt sjö öðrum félögum, hélt því upp á 50 ára útskriftarafmæli sitt á 50 ára afmæli stéttarfélagsins. Gyða var ein af frumkvöðlunum í stétt leikskólakennara og hún var órög við að taka upp nýjungar. Hún var t.d. ein af þeim fyrstu til að koma á formlegu samstarfi við foreldra og lagði alltaf mikla áherslu á mikilvægi þess til að tryggja velferð barnanna sem best. Einnig var Gyða þekkt fyrir að leggja rækt við íslenska tungu og menningu og miðla þeim arfi til komandi kynslóðar með fjölbreyttum hætti. Gyða tók virkan þátt í uppbyggingu leikskóla á vegum Barnavinafélagsins Sumargjafar í Reykjavík og starfaði lengst af sem leikskólastjóri í Reykjavík. Hún lét af störfum 70 ára að aldri árið 1988. Það sama ár var hún sæmd Fálkaorðunni. Gyða var mikill jafnréttissinni og tryggur málsvari þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, sérstaklega barna og ungmenna. Þeim vettvangi kynntist hún m.a. þegar hún var um tíma forstöðukona á Silungapolli sem þá var upptökuheimili á vegum borgarinnar og jafnframt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Gyða sat í barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar 1962 – 1966. Á meðan kraftar leyfðu fylgdist Gyða vel með því sem efst var á baugi í málefnum leikskóla og barna, þar með talið starfsemi Félags leikskólakennara. Til minningar um Gyðu hefur félagið fært Rannsóknasjóði leikskóla gjöf, en hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir á leikskólastarfi. Björg Bjarnadóttir Haustþing svæðafélaga FG Fyrsta haustþing svæðafélaga Félags grunnskólakennara var þing Kennara- sambands Vestfjarða (KSV) sem haldið var þann 23. ágúst á Þingeyri. Önnur svæðaþing verða haldin sem hér segir: • Kennarasamband Austurlands (KSA) 14. september á Djúpavogi • Kennarafélag Vesturlands (KFV) 15. september. Staðsetning óstaðfest • Kennarasamband Suðurlands (KS) 20. og 21. september á Flúðum • Sameiginlegt haustþing Bandalags kennara á Norðurlandi eystra (BKNE) og Kennarasambands Norðurlands vestra (KSNV) 21. september á Akureyri • Kennarafélag Vestmannaeyja (KV) 28. september í Eyjum Pasi Sahlberg á námstefnu SÍ í október Árleg námstefna Skólastjórafélags Íslands og aðalfundur félagsins verða haldin föstudaginn 12. og laugardaginn 13. október nk. í Reykjanesbæ. Aðalfyrirlesarar á námstefnunni verða tveir: 1) Finninn Pasi Sahlberg sem hefur bæði reynslu úr skólakerfinu og atvinnulífinu. Pasi Sahlberg hefur starfað sem Director of the Center for School Development at the University of Helsinki og sem sérfræðingur við Alþjóðabankann í Washington. Þá hefur hann skrifað mikið um skólamál. 2) Katrín Frímannsdóttir sem verður með fyrirlestur um innra mat skóla. Einnig verður fjallað um samstarf Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ (FG/SÍ) í tengslum við bókanir 2.1 og 2.2 í fylgiskjali með samkomulagi vegna gr. 16.1 í kjarasamningnum. Venjuleg aðalfundarstörf fara fram á aðalfundinum. Námstefnan og aðalfundurinn verða auglýst nánar í næsta tölublaði Skólavörðunnar. Skólastjórafélag Íslands Minning um heiðursfélaga FL

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.