Skólavarðan - 01.08.2007, Side 30
30
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 7. ÁRG. 2007
efnum og ástæðu til að reyna að greina
vandann betur og bregðast við, þar sem
meira að segja þeir sem eru félagsmenn
taka æ minni þátt í stéttarfélagsstarfi
og halda ekki á lofti málstað menntunar
og kennslu. Hún ræddi þessu næst um
neikvæða ímynd stéttarfélaga og jafnvel
stéttarinnar í fjölmiðlum eða út á við og
það hvernig okkur kennurum er ýtt út í
vörn fremur en að sótt sé fram. Í þriðja lagi
ræddi Eva-Lis um áhrif samfélagsbreytinga
og alþjóðavæðingar á fagstéttarfélögin
og viðhorf félagsmanna til þátttöku í
starfi þeirra. Heimur kennaranema og
ungra kennara er gjörbreyttur að hennar
sögn hvað varðar lífsreynslu og þekkingu
á öðrum löndum og menningarheimum.
Þeir eru líka illa upplýstir um þá staðreynd
að vinnumarkaður kennara afmarkast ekki
lengur af eigin þjóðlöndum heldur þarf
undirbúning til að færa þekkingu sína og
vinnukrafta á milli landa og heimsálfa. Í
fjórða og síðasta lagi ræddi formaðurinn
um samskiptahætti fagstéttarfélaga út
á við og innan eigin raða. Það þarf að
ræða við félagsmennina en ekki tala yfir
hausamótunum á þeim, sagði Eva-Lis, og
í umræðu í samfélaginu þarf að ræða
miklu meira um hvað við viljum gera, fá
og breyta og minna um það sem við ekki
viljum, það er: færa umræðuna úr vörn í
sókn.
Önnur málefni sem unnið er að
samkvæmt fyrri ákvörðunum
stjórnar NLS
1. Nýbúar og menntakerfið og fjöl-
menningarleg færni kennara er málefni
sem byrjað var að ræða á haustfundi
stjórnar NLS í Reykjavík 2006. Hvert land
lagði fram skýrslu um ástandið í sínu
heimalandi og voru löndin komin misvel
á veg að greina stöðu nemenda með
annað móðurmál en viðkomandi lands,
m.a. þarf Ísland að fylla meira út í sinn
hluta. Frá fundi grunnskólasektors NLS
í mars sl. bárust tíu tillögur um aðgerðir
til að efla menntun nýbúa og vinna gegn
útilokun þeirra í samfélaginu og voru þær
birtar með skýrslunni. Lillemor Darinder
framkvæmdastjóri NLS flutti erindi um málið
og ræddi m.a. möguleika á kynningar- og
útbreiðslustarfi um þetta efni. Bent var á
tvær ráðstefnur sem haldnar voru nýverið
í Kanada og Tromsö, „No more failures“
og „10 steps to equity“. Meðal þeirra sem
tóku til máls undir þessum dagskrárlið
var Anders Bondo Christensen formaður
dönsku kennarasamtakanna DLF meðal
þeirra sem tóku til máls. Fram kom í máli
hans að Svíum gangi mun betur að styðja
nýbúa en Dönum, bæði í skólakerfinu og
þjóðfélaginu almennt.
2. Sjálfsmat og tengsl starfsþróunar
kennara og sjálfsmats er annað þema sem
vinnuhópur frá fjórum af aðildarlöndum
NLS hefur unnið að. Fyrir stjórnarfundinum
lágu fyrst og fremst skýrslur einstakra
félagaeða landa, þ.m.t. Íslands, en
umræðan snerist mest um mat og sjálfsmat
í víðum og mismunandi skilningi og tengsl
þess við aukna fagmennsku og sjálfstæði
kennara í starfi. Einnig var rætt í þessu
samhengi um tilhneigingu í löndunum
til meiri ofanstýringar og miðstýringar á
störfum kennara, námi og námsmati, trú
og oftrú á mati og mælingum og öfugum
áhrifum sums af þessu á sjálfstæði í starfi
kennara og í framhaldinu á starfsánægju
þeirra.
Elna Katrín Jónsdóttir.
Formenn svæðafélaga funduðu nýverið í
Kennarahúsinu og báru saman bækur sínar um
veturinn framundan og sögðu frá því sem gerst
hefur síðan á síðasta formannafundi í maí sl.
Neðri röð frá vinstri: Hildur Jórunn Agnarsdóttir
formaður Kennarasambands Austurlands (KSA)
og varamaður í stjórn FG, Helga Tryggvadóttir
varaformaður KennarafélagsVestmannaeyja
og sitjandi formaður í fjarveru Dóru Bjarkar
Gunnarsdóttur, Jónella Sigurjónsdóttir formaður
Kennarasambands Suðurlands (KS), Ásta Ólafsdóttir
í stjórn FG og KÍ.
Efri röð frá vinstri: Ólafur Loftsson formaður
FG og í stjórn KÍ, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
formaður Kennarafélags Reykjavíkur (KFR) og
varamaður í stjórn FG, Sturla D. Þorsteinsson
formaður Kennarafélags Reykjaness (KR), Sigurður
Haukur Gíslason formaður Kennarafélags
Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs (KMSK)
og í stjórn FG, Daníel Freyr Jónsson formaður
Bandalags kennara á Norðurlandi eystra (BKNE),
Þórður Á. Hjaltested varaformaður FG og í stjórn KÍ,
Sigurður Þór Ágústsson formaður Kennarasambands
Norðurlands vestra (KSNV) og Örn Arnarson
formaður Kennarafélags Vesturlands (KFV).
Á myndina vantar einn af stjórnarmönnum FG og einn
formann svæðafélags. Hverjir eru það? Sendu svarið á
kristin@ki.is fyrir 10. september og hver veit nema þú
fáir verðlaun.
Formenn svæðafélaga í Félagi grunnskólakennara funda
Þekkirðu þitt fólk?
ERLENT SAMSTARF, GETRAUN