Skólavarðan - 01.10.2008, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.10.2008, Blaðsíða 12
12 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 PíANóþING Píanóþing var haldið dagana 17. – 19. október í Salnum í Kópavogi. Um sjötíu píanókennarar víðs vegar af landinu sóttu þingið, margir í fylgd nemenda sinna og foreldra þeirra, en nemendur og foreldrar fengu frían aðgang í fylgd með kennurum. Skemmtileg hugmynd og hér með komið á framfæri ef aðrir kennarahópar vilja nýta sér hana. Almenn ánægja var með þingið sem þótti takast með eindæmum vel, bæði hvað varðaði skipulag og inntak. Tveir virtir kennarar frá píanódeild Sibelius- arakademíunnar í Helsinki, Eeva Sarmanto Neuvonen og Rebekka Angervo, komu á þingið og miðluðu íslenskum þátttakendum af þekkingu sinni. Þær Eeva og Rebekka héldu „masterclass“ fyrir píanó-nemendur í mið- og framhaldsnámi auk þess sem þær kynntu finnskt námsefni, finnska píanótónlist, uppbyggingu kennaranáms í Finnlandi og tónlistarskólakerfið þar í landi. Eeva er deildarstjóri píanókennaradeildar Sibeliusarakademíunnar, þar sem hún kennir píanóleik og kennslufræði. Hún hefur verið iðin við námsefnisgerð. Hún er höfundur námsefnisins Finnski píanóskólinn sem meðal annars var kynnt á þinginu auk fjölda annarra píanókennslubóka, svo sem Happy Animal Pictures, Seapearls, Magic Chords og Play it again fyrir fullorðna nemendur. Rebekka kennir píanókennslufræði við Sibeliusarakademíuna og starfar einnig sem píanókennari við tónlistarskólann í Espoo. Nemendur hennar hafa unnið til margra verðlauna í píanó- og kammer- tónlistarkeppnum, jafnt innanlands sem utan. Rebekka heldur reglulega fyrirlestra og er gestakennari í Finnlandi og víðar í Evrópu. Þú getur rétt ímyndað þér hvað það var krúttlegt Halldóra Aradóttir er píanókennari við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar, en skólinn er einn þeirra aðila sem stóðu að þinginu. Hinir eru Íslandsdeild EPTA (Evrópusamband píanókennara), Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Tónlistarskóli Kópavogs og Tónlistarskólinn í Reykjavík. „Það skemmtilega við þessa helgi,“ segir Halldóra, „var hversu fjölbreytt dagskráin var. Það má segja að óvenju margir hafi komið við sögu, um sjötíu kennarar voru mættir, fimmtíu nemendur á grunn-, mið- og framhaldsstigi komu fram auk nokkurra annarra sem komu til að hlusta, að ógleymdum foreldrum sem komu til að hlusta á börnin sín spila í Salnum. Við píanókennararnir,“ heldur Halldóra áfram, „fengum kynningu á vönduðum finnskum píanókennslubókum sem Eeva hefur samið í samvinnu við aðra og njóta mikilla vinsælda í Finnlandi. Þær eru fullar af skemmtilegu efni, gott sambland af lögum sem höfundar hafa ýmist safnað saman eða samið sjálfir. Þar er mikið af finnskri tónlist sem var mjög forvitnilegt að kynnast. Finnar Finnska tónlistarskólakerfið kynnt á stórskemmtilegu píanóþingi EPTA - Evrópusamband píanókennara Evrópusamband píanókennara var stofnað í Bretlandi árið 1978. Að frumkvæði Halldórs Haraldssonar var Ísland fyrsta landið sem gekk í sambandið, árið 1979. EPTA er regn- hlífarsamtök fyrir píanókennara sem öll Evrópu- lönd eiga nú aðild að. EPTA hefur meðal annars það markmið að stuðla að fræðslu píanókennara með útgáfu á tímariti, EPTA Journal, þar sem finna má at- hyglisverðar greinar um píanóleik og píanó- leikara, áhugaverð viðtöl við píanóleikara sem miðla þar af reynslu sinni, kynningu á nýju námsefni og dagskrá yfir það helsta sem er á döfinni í hverju aðildarlandi. Íslandsdeild EPTA hefur síðan 1979 haldið fjölbreytt námskeið fyrir píanókennara og píanónemendur, enn- fremur staðið fyrir fjölmörgum píanótónleikum og loks píanókeppnum fyrir unga píanóleikara á mið-, framhalds- og háskólastigi. Stofnandi EPTA var píanókennari að nafni Carola Grindea. Hún og maður hennar, Miron Grindea, komu til Bretlands frá heimalandi sínu, Rúmeníu, í upphafi síðari heimsstyrjaldar árið 1939. Carola hefur greinilega verið gagnmerk kona og sérkennilegt að sáralítið finnst um hana á netinu, sýnu meira um eiginmanninn sem var blaðamaður, lærði ensku á sex vikum eftir komuna til Bretlands og setti svo á fót breskt bókmenntatímarit. Carola stofnaði önnur alþjóðleg samtök auk EPTA, International society for the study of tension in performance (ISSTIP). Hún skrifaði líka viðtalsbókina Great pianists and pedagogues og fleiri bækur. Ljósmyndir: Lisbeth Dahlin Halldóra Aradóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.