Skólavarðan - 01.10.2008, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.10.2008, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Af hálfu fræðsluyfirvalda er mat á leik- skólastarfi fyrst og fremst hugsað í þágu barnanna. Yfirvöld vilja fylgjast með hvort skólinn veiti börnunum bestu hugsanleg uppeldis- og menntunar skilyrði og búi þau vel undir nám í grunnskóla og líf í samfélaginu. Ennfremur þarf að skapa börnunum sem jöfnust gæði þannig að ekki sé um verulegan mun að ræða á milli skóla. En innra mat er líka í þágu starfsfólks leikskólans. Hvort sem um er að ræða stjórnendur, leikskólakennara, leiðbeinendur eða annað starfsfólk þá hafa allir gagn af því að fá að vita hve vel þeir standa sig og að hve miklu leyti mat þeirra á eigin starfsframlagi er í samræmi við mat eða dóm annarra. Þekking starfsfólks á markmiðum leikskólans og leiðum til að ná þeim eykst þar sem stöðugt er verið að skoða að hve miklu leyti markmiðum sé náð og skipuleggja umbætur til að gera enn betur. Matið ætti því að öllu jöfnu að leiða til þess að starfsfólki leikskólans líði betur í vinnunni, það þroski sig faglega og leitist við að bæta sig í starfi. Með því að gera innra mat leikskóla opinbert sýnir skólinn þá ábyrgð gagnvart hagsmunaaðilum að leggja fram gögn um frammistöðu og árangur. Það gefur starfsfólki, foreldrum og stjórnvöldum upp- lýsingar og mynd af leikskólanum til að miða við og bera saman við aðra leikskóla. Jafnframt kynnir leikskólinn aðgerðaáætlun um hvernig umbótum skuli háttað því sjálfsmat sem ekki leiðir til umbóta er ekki góð nýting á tíma. Þannig verður matið síendurtekin og stöðug hringrás nýsköpunar og breytinga. Samantekt Með nýrri menntastefnu og nýjum leik- skólalögum eykst áhersla á mat, og ekki síst innra mat leikskóla. Eins og fram hefur komið hér að framan veitir innra mat í leikskólum hagsmunaaðilum upplýsingar um starfið í skólunum og stuðlar þannig að betra eftirliti auk þess sem innra mat er mikilvægur þáttur í allri skólaþróun. Aukinni áherslu á mat ber því að fagna en jafnframt er nauðsynlegt að fram fari meiri umræða og fræðsla um innra mat í leikskólum svo að matið verði ekki áþján heldur leiki það hlutverk sem því er ætlað. Höfundar: Björk Ólafsdóttir er leikskólakennari með MA próf í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á mat. Sigríður Sigurðardóttir er grunnskólakennari með MA próf í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á mat. Björk og Sigríður eru eigendur og starfsmenn matsfyrirtækisins Ísmats ehf. Hvort sem um er að ræða stjórnendur, leikskólakennara, leiðbeinendur eða annað starfsfólk þá hafa allir gagn af því að fá að vita hve vel þeir standa sig og að hve miklu leyti mat þeirra á eigin starfsframlagi er í samræmi við mat eða dóm annarra. Tveir leikskólar fengu við- urkenningu á ráðstefnu í vinnuverndarvikunni Þriðjudaginn 21. október sl. hélt Vinnueftir- litið ráðstefnu á Grand hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Bætt vinnuumhverfi betra líf, áhættumat og forvarnir eru leiðin“. Þar voru sex fyrirmyndarfyrirtæki verðlaunuð fyrir gott áhættumat og forvarnir á vinnustöðum og af þessum sex voru tveir leikskólar, Leikskólarnir Eyrarskjól og Sólborg á Ísa- firði. Í rökstuðningi Vinnueftirlitsins fyrir vali á þessum fyrirtækjum segir: Í Leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli starfa um fimmtíu manns. Hjá leikskólunum er stöðugt og markvisst unnið að vinnu- vernd. Leitast er við að tryggja öryggi starfsmanna með forvörnum gegn slysum, óhöppum og álagseinkennum. Leikskólarnir halda aðskyldri slysaskráningu. Út frá áhættumati og öðrum úttektum er unninn framkvæmdalisti þar sem umbóta- verkefnum og lagfæringum er raðað í for- gangsröð. Vert er að minnast á úrbætur vegna hávaðavanda. Og er óhætt að segja að öll sú vinna sé til fyrirmyndar. Vinnueftirlitið hefur óskað eftir að fá að nota myndir frá skólunum á okkar námskeiðum til að geta bent öðrum leikskólum á mögulegar lausnir. Byggðir hafa verið veggir, skilrúm sett upp til að draga úr hávaðamengun og margt fleira. Það er mat Vinnueftirlitsins að hið kerfis- bundið vinnuverndarstarf hjá Leikskólunum Eyrarskjól og Sólborg Ísafirði sé til fyrir- myndar og til þess fallið að draga úr slysa- hættu og heilsutjóni, og því veitum við þeim viðurkenningu hér í dag. Sjá á vef Vinnueftirlitsins, vinnueftirlit.is. Ástæða er að fagna þessum frábæra árangri! Efnið er þrískipt. Um er að ræða nem- endabók, kennarabók og hlustunarefni á fjórum diskum. Nafnið Hljóðspor vísar til þess að efninu er ætlað að feta ákveðna slóð. Rakin er saga afró-amerískrar alþýðutónlistar frá Vestur-Afríku til bómullarakra í Mississippi og kristnihalds undir oki kynþáttahaturs í Suðurríkjunum. Fjallað er um vinnusöngva, blús og tónlist hvítra landnema, breskar ballöður, keltneska hljóðfæratónlist og ameríska sveitatónlist áður en dyrnar opnast gegnum rytmablús og kántrí að rokki og róli og unglingamenningu 6. áratugarins. En sá tími verður trauðla útskýrður án þekkingar á því sem á undan kom. Svo er 7. áratugurinn skoðaður með öllu sínu fjöri, síðu hári, stuttum pilsum og þjóðfélagslegu umróti. Sagt er frá tvistinu, Bítlunum og fleiri breskum hljómsveitum, mótmæla- og vísnasöng, Dylan, Beach Boys, soul-tónlistinni og hippatímanum, fyrirbærum sem heldur verða ekki skýrð án vitneskju um það sem á undan fór. Efnið gefur tónlistarkennurum færi á að vinna með fjölmarga grunnþætti tónlistar en jafnframt virkja þá orku sem býr í gamalli alþýðutónlist. Í kennarabók er bent á leiðir Fyrr á þessu ári sögðum við frá tveimur af handhöfum Íslensku menntaverðlaunanna, þeim Pétri Hafþóri Jónssyni og Arnheiði Borg. Í framhaldi af því buðum við báðum kennurum að semja stutta kynningu á einhverju af því námsefni sem þau hafa samið. Kynning Arnheiðar á léttlestrarbókum sínum um Rut var í síðasta blaði og hér kemur kynning Péturs Hafþórs á námsgögnum í tónmennt, en menntaverðlaunin hlaut hann einmitt fyrir þetta flotta og framsækna námsefni. til að beisla þá orku í þágu virkrar þátttöku nemenda í tónmenntartímum. Jafnframt er hvatt til samvinnu og samkenndar í nem- endahópnum með samsöng og ýmis konar samspili. Nemendabókin er ríkulega mynd- skreytt og veitir m.a. innsýn í unglinga- menningu 6. og 7. áratugarins. Dægur- tónlistin er sett í samhengi við sögulega atburði og þjóðfélagsástand hvers tíma. Með bestu kveðju, Pétur Hafþór Jónsson Hljóðspor - kynning fyrir Skólavörðuna MAT Á SKóLASTARFI, FRéTT, NÁMSGÖGN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.