Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 3

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 3
AFMÆLISRIT F.U.J. 1928 - HAFNARFIRÐI - 1938 Takmark F. U. J. Eítir núvcrandi Sormann félagsins, Svein V. Stcfánsson. Á slíkum tímamótum sem þessum, verða menn að gera upp við sjálfa sig, meta það og vega, hvað áunnizt hefir á þessum síðastliðnu 10 árum, hvort starf- semin hefir staðið í stað, miðað nokkuð áfram eða gengið til baka. í þessu sambandi er þá fyrst að geta þess, að F. U. J. félagsskapurinn er til orðinn fyrir áhrif samskonar æsku- lýðssamtaka á Norðuriöndum, sem og fyrir knýjandi nauðsyn hér heima fyrir. Fyrsta F. U. J. félagið var stofnað af nokkurum áhugasömum unglingum í Rvík fyrir liðugum 10 árum, eða 8. nóv. 1927. Þessi ungjafnaðarmannahreyfing hefir svo vaxið og blómgast svo að segja um allt land. En með hvaða hætti hafa svo þessi samtök þróazt? Fyrst er að svara því, að þörfin fyrir slík samtök var fyrir í rík- um mæli. Alþýðuæskan hafði hvergi höfði sínu að að halla, hennar fyrsta verkefni var því að bindast samtökum, samtökum sem hún gat alizt upp í, fé- lagsskap, sem æskan sjálf hafði skapað og sem svo skyldi verða hennar skjöld- u'r og skjól, gegn hverskonar árásum og blekkingum íhaldsaflanna í landinu. Þessi stefna hinnar íslenzku verka- lýðsæsku hefir orðið til þess, að vekja margt ungmennið til meðvitundar um það, að ekkert annað meðal er betra gegn yfirgangi Fasismans, versta óvini, sem æskulýður allra landa á yfir höfði sér. Þetta eru fyrst og fremst ástæð- urnar fyrir því, að ungmennin, sem jafnan fóru með skarðan hlut frá borði, sköpuðu sér sín eigin samtök. F. U. J. í Hafnarfirði, sem á því láni að íagna, að geta nú minnzt 10 ára starfsemi sinnar, hefir verið traustur hlekkur í þeirri keðju, sem alþýðusam- tökin hafa verið tengd með hér á landi. í þau tíu ár, sem félagið hefir starf- að, hefir það með ári hverju bætt við sig nýjum meðlimum, sem þýðir það að fleiri og ffciri verða þess aðnjótandi, að fá fræðslu um socialismann, um leið og þeir þroska sjálfa sig andlega og gera sig hæfa til þess að verða sam- keppnisfæra í lífsbaráttunni. Hver æskumaður, sem hefir sæmilega þroskaða hugsun, gengur þess ekki dul- inn, að hans bíður fjöldi verkefna, sem þurfa úrlausnar með. Fjöldinn af þeim verkefnum, sem framundan eru, verða

x

Afmælisrit F.U.J.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisrit F.U.J.
https://timarit.is/publication/1183

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.