Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 9

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 9
AFMÆLISRIT F. U. J. Helgi Sigurðsson Jón Magnússon manna haustið 1929, en ekki komst skriður á það fyrr en Jón Magnússon tók það upp á fundi 11, jan. 1931. í nefhdinni, sem sá um útvegun og gerð fánans, voru Jón Magnússon, Sigríður Thordersen og Guðmundur Gissurarson. Fáninn kostaði rúmt hálft annað hundr- að krónur óg er hinn prýðilegasti gripur, eins og menn vita. Yfirleitt snerist starfsemin mest inn á við árið 1931. Ekki var reynt að safna mönnum í félagið, heldur að byggja upp trausta starfsemi innan þess. í því skyni var hafin útgáfa skrifaðs innanfélags- blaðs og stofnaður málfundaflokkur. Á því ári stofnaði líka félagið ásamt Félagi ungra kommúnista sérstakt fim- leikafélag, íþróttafélag verkamanna, sem hefir starfað óslitið síðan, nú síðast undir nafninu íþróttafélag Hafnarfjarð- ar. 1932 var Helgi Sigurðsson kosinn for- maður. Aðrir menn í stjórninni voru: Jón Magnússon, varaformaður, Bjarni ísleifsson, ritari, Stefán Júlíusson, gjald- keri og Marteinn Marteinsson, f jármála- ritari. Bjarni ritaði aldrei nema 2 fund- argerðir og sagði sig skömmu seinna úr félaginu. Stefán tók þá við ritarastörf- um, en Marteinn var bæði gjaldkeri og fjármálaritari, því að varamaður vildi ekki taka sæti í stjórninni. Hefur Mar- teinn verið gjaldkeri félagsins alla tíð síðan og setið lengur en nokkur annað maður í stjórn félagsins. Þessi stjórn var endurkosin óbreytt árið 1933. Sú breyting verður á umræðuefni fé- lagsfundanna þessi tvö ár, að nú eru verklýðsmál og pólitísk dægurmál rædd miklu meira en áður. Tvívegis eru fjár- hagsástæður bæjarfélagsins ræddar, svo er rætt um atvinnumálin í bænum, um hafnarmálið, um kjördæmaskipunina, um ríkislögregluna, um verkfall í Kefla- vik og margt fleira. Mikill áhugi var ríkjandi í félaginu um að vinna að sigri

x

Afmælisrit F.U.J.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisrit F.U.J.
https://timarit.is/publication/1183

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.