Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 5

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 5
AFMÆLISRIT F. U. J. mundur Gissurarson, Guðmundur I. Guðmundsson og Páll Sveinsson. Guð- mundur Gissurarson og Páll Sveinsson höfðuþá fyrir skömmu lokið námi við Kennaraskólann og störfuðu að barna- kennslu hér í bænum, en Guðmundur Guðmundsson stundaði nám yið Menntaskólann í Reykjavík. Stofnfundur P. U. J. í Hafnarfirði var haldinn sunnudaginn 12. febrúar 1928 í Bæjarþingsalnum, og sóttu hann um 20 manns. Páll Sveinsson setti fundinn og skýrði frá tilgangi hans. Síðan töluðu hinir fundarboðendurnir, Guðm. I. Guð- mundsson og Guðm. Gissurarson. Af öðrum fundarmönnum tóku til máls á þessum fyrsta fundi félagsins þeir Emil Jónsson, Helgi Sigurðsson og Ólafur Þórðarson. Fundarstjóri var Finnbogi Hallsson. 16 menn gerðust stofnendur félagsins á þessum fundi, en á framhalds-stofn- fundi, sem haldinn var viku síðar, bætt- ist einn maður í hópinn, svo að stofn- endurnir urðu alls 17. Þeir voru þessir: Alexander Guðjónsson, vélstjóri. Ámundi Eyjólfsson, bílstjóri. Benedikt Guðmundsson, skipstjóri. Emil Jónsson, vitamálastjóri. Finnbogi Hallsson, trésmiður. Gísli Ásmundsson, bryti (látinn). Guðjón Gíslason, verkamaður. Guðm. Gissurarson, varabæjarstjóri. Guðm. I. Guðmundsson, málfl.maður. Helgi Sigurðsson, verkamaður. Jóngeir Davíðsson, sjómaður. Ólafur Þórðarson, símamaður, Rvík. Páll Sveinsson, kennari. Sigurður Grímsson, sjómaður. Sigurður Magnússon, kennari, Rvík. Valdim.'Hildibrandsson, verkam., Rvík. Þóroddur Gissurarson. verkamaður. Flestir þessara manna eru ennþá virkir og dugandi starfsmenn í samtök- um alþýðunnar. Bráðabirgðastjórn fyrir félagið var kosin á þessum fundi: Guðm. Gissurar- son, formaður, Páll Sveinsson, ritari, og Ólafur Þórðarson, gjaldkeri. Lög félagsins, sem samþykkt voru á framhaldsstofnfundinum, 19. febr., finn- ast nú ekki í plöggum félagsins. Þess vegna er ekki unnt að birta hér stefnu- skrá þá, sem stofnendur þessa nýja fé- lags settu sér og félagsskap sínum. En aðaltilgangur þeirra með félagsstofnun- inni var að vinna jafnaðarstefnunni fylgi meðal ungra manna í Hafnarfirði. Þeir hugðust ekki gera það með gný og gauragangi, auglýsingum og æsingum, heldur með rólegu og markvissu starfi. Þeir ætluðu að stofna einskonar forustu- sveit, sem legði kapp á að kynna sér sem bezt kenningar jafnaðarstefnunnar og æfði sig og þroskaði eftir mætti i félags- legu samstarfi. Síðan hefðu þessir menn áhrif á skoðanir kunningja sinna utan félagsskaparins og mótuðu starfsemi og stefnu þess félagsskapar annars, sem þeir kynnu að starfa i. Og það hefir farið svo, þótt ekki séu liðin nema 10 ár síðan félagið var stofnað, að úr röðum félags- manna þess hafa þegar komið menn, sem hafa skipað ábyrgðarmestu stöður Alþýðuflokkslns og verklýðsfélaganna hér í bæ. Nægir þar að nefna Emil Jóns- son, Guðm. Gissurarson og Helga Sig- urðsson. Fyrstu árin. Saga félagsins fyrstu árin verður ekki rakin eins rækilega og vert væri, því að fleira eða færra af fundargerðum frá

x

Afmælisrit F.U.J.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisrit F.U.J.
https://timarit.is/publication/1183

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.