Afmælisrit F.U.J.

Árgangur
Tölublað

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 17

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 17
15 AFMÆLISRIT F. U. J. Hlutverk F. U. J. Undirbúníngsskóli iyrir starfið i Alpýðuflokknum Ég átti nokkurn þátt í stofnun F. U. J. í Hafnarfirði og vil því gjarna við þetta tækifæri mega senda gömlum og nýjum félögum kveðju og heillaóskir. 10 ár eru alls ekki langur tími í æfi félagsskapar, en 10 fyrstu árin hafa mörgu félaginu reynzt erfið og það telja félagsvanir menn. að ef félags- skapur lifi fyrstu 10 árin af, þá lifi hann lengi. Ég held nú að verstu erfiðleikarnir í æfi F. U. J. i Hafnarfirði hafi verið fyrstu 3 árin. Það gekk þá oft erfiölega að halda lífi í félaginu og í raun og veru voru það að eins 7 félagar, sem allt- af héldu tryggð við það og hugsjónir þess og man ég þar sérstaklega eftir Páli Sveinssyni, Guðjóni Gíslasyni og Stefáni Júlíussyni. Við komum oft fé- lagarnir að sunnan á fundinn og þá^ voru þessir félagar allt af viðstaddir, að eins einn þeirra talaði á fundum, en ég fann þá að alþýðuhreyfingin í Hafn- arfirði myndi eiga góða von í hinum tveimur ekki síður. En það var ekki til að minnast félaga, að ég skrifa þessar fáu línur. Aðalatriðið í starfi ungra Alþýðu- flokksmanna á að vera og var frá upp- hafi ætlað að vera fræðslu- og menn- ingarstarf meðal alþýðuæskunnar til að undirbúa hana undir starfið fyrir verkalýðshreyfinguna og Alþýðuflokk- inn. Þetta hefir að ýmsu leyti tekizt og þó ekki nærri eins og skyldi. Þegar á að dæma um árangurinn af þessu starfi verður að líta til atburða, sem gerzt hafa innan samtakanna og hvaða af- stöðu F. U. J. félagarnir hafa tekið til þeirra. Hafa þeir staðið berskjaldaðir fyrir augnablikshreyfingum? Hafa þeir staðið fast á grundvelli Alþýðuflokksins sem raunhæfir, rökfastir bardagamenn? — Það er F. U. J. í Haínarfirði til hróss, að ekkert F. U. J. á landinu stóð eins vel af sér sundrung kommúnista 1930. Barátta verkalýðsins fyrir sköpun socialisma og jafnréttis allra krefst sí- felds starfs — og þar veltur minnst á slagorðunum, heldur allt á hinni dag- legu þrautseigu baráttu og framar öllu öðru tryggist hún á því, að hvert mál sé vel hugsað áður en það er framkvæmt. Um þetta atriði getur ungt Alþýðu- flokksfólk í Hafnarfirði sótt gleggstu dæmin í sögu Verkamannafélagsins Hlíf. Getur það, efti'r að hafa kynnt sér þá sögu, gert sér í hugarlund hvílík bylting hefir farið fram frá þeim tíma er atvinnurekandinn bannaði Hlífarfé- lögum að ganga stiginn heim að fund- arhúsinu, af því að hann átti stiginn og til þessa dags. Slíkar byltingar eru hinar raunveru- legu byltingar og með slíkum bylting- um vinnur verkalýðurinn mest. V. S. V.

x

Afmælisrit F.U.J.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisrit F.U.J.
https://timarit.is/publication/1183

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1938)
https://timarit.is/issue/389751

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1938)

Aðgerðir: