Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 6
AFMÆLISRIT F. U. J.
4
Emil Jónsson
þeim tíma hefur glatazt. Þaö er þó auö-
séð, að stofnendurnir hafa gengiö ó-
trauöir til starfa. Framan af eru fundir
haldnir hálfsmánaöarlega, og segir Páll
Sveinsson, sem þá var ritari félagsins,
svo frá í minningargrein í afmælisriti
F. U. J. 1934, að varla hafi þá komið
fyrir sá fundur, að ekki hafi allir félags-
menn verið mættir. Er þetta vottur um
mikinn áhuga á starfsemi félagsins. En
heldur virðist hafa dregið úr fjöri þess
árið 1929.
Félagiö gerði sér þegar far um að veita
meðlimum sínum fræðslu um ýms atriði
jafnaðarstefnunnar og fleiri efni. Voru
erindi flutt á mörgum fundanna. Sum
fluttu félagsmenn sjálfir, önnur voru
flutt af mönnum úr F. U. J. í Reykjavík
eða mönnum utan félaganna.
Jafnframt þessu hóf félagið ýmiskon-
ar skemmtistarfsemi fyrir meðlimi sína.
Þannig stóð það fyrir almennri
skémmtisamkomu haustið 1929, og um
fleiri svipaðar samkomur var rætt, en
Guðm. Guðmundsson
ekki verður séð hvaö úr framkvæmdum
hefur orðið.
Ekki má ganga þegjandi fram hjá
þeim þætti, sem ýmsir félagsmenn í
F. U. J. í Reykjavík áttu í að efla og
auka starfsemi félagsins í Hafnarfirði.
Þeir komu mjög oft á fundi félagsins,
fluttu þar erindi og tóku fjörugan þátt
í umræðum. Einkum voru þeir Vilhjálm-
ur S. Vilhjálmsson og Árni Ágústsson
tíðir og velkomnir gestir hjá félaginu á
þessum árum.
Heldur fjölgaði í félaginu tvö fyrstu
árin, en hvorki var sú fjölgun ör né
mikil. í ársbyrjun 1930 eru félagsmenn
taldir 27.
Þær einar breytingar urðu á stjórn
félagsins á þessu tímabili, að Guðjón
Gíslason tók við gjaldkerastörfum í okt-
óber 1928 af Ólafi Þórðarsyni, er þá fór
til náms til Noregs. Og um haustið 1929
fékk formaður félagsins, Guðm. Gissur-
arson, skólastjórastöðu í Grindavik og
íluttist þangað, og var þá Frímanni Ei-