Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Page 11
9
AFMÆLISRIT F. U. J.
oft má þó sjá að þeir hafa verið haldnir.
Einnig mun vanta bókun um eitthvað af
fundum árið 1929.
Til viðbótar við tölu þeirra erinúa,
sem hér eru talin hafa verið flutt á
fundum félagsins, má geta þess, að séra
Sigurður Einarsson flutti nokkur erindi
um félagsfræði í sambandi við kvöld-
skóla félagsins 1930, og í ársbyrjun 1933
gekkst félagið fyrir aðþýðufræðslu með
fyrirlestrum, en ekki er unnt að sjá tölu
þeirra erinda, er þar voru flutt.
í næstu köflum hér á eftir verður sagt
nokkuð frá einstökum þáttum úr starf-
semi félagsins.
Fræðslustarfsemi.
Auk þeirrar fræðslustarfsemi, sem
fram hefir farið á fundum félagsins með
erindum, upplestri og ræðuhöldum og
þegar hefir verið lýst, starfrækti félagið
kvöldskóla fyrir félagsmenn mánuðina
nóvember og desember 1930. Guðm.
Gissurarson hreyfði því máli á fundi
29. sept., en áður hafði hann minnzt á
það haustið 1928, þótt þá yrði ekki úr
framkvæmdum. Nú var máli hans vel
tekið, ekki sízt af formanni félagsins,
Þorsteini Björnssyni. Nefnd var kosin til
þess að undirbúa námskeiðið og sjá um
það: Guðm. Gissurarson, Bjarni M.
Jónsson og Ólafur Þ. Kristjánsson.
Kvöldskólann sóttu upp undir 30 fé-
lagsmenn. Námsgreinar voru: íslenzka,
reikningur, danska og esperanto. Enn-
fremur flutti séra Sigurður Einarsson
nokkur erindi um félagsfræði í sambandi
við kvöldskólann, og var öllum heimill
aðgangur að þeim.
í umræðum um þetta mál benti Guð-
mundur Helgason á, hve mikil nauðsyn
félaginu væri að eignast bókasafn um
þjóðfélagsleg efni. Úr framkvæmdum
í þá átt hefir ekki orðið.
Alþýðufræðslu með fyrirlestrum hélt
félagið uppi veturinn 1932—3, en ekki
verður nú séð hve margir fyrirlestrar
hafa verið fluttir eða hverjir það gerðu,
nema Stefán Jóhann Stefánsson flutti
þann fyrsta.
íþróttamál.
Um nauðsyn íþróttavallar talaði Jón
Magnússon á fundi 3. des. 1930, og var
þess óskað, að bæjarstjórn veitti fé til
þess að byggja nothæfan völl. Ekki verð-
ur séð, að félagið hafi haft önnur af-
skipti af því máli.
Þess hefir áður verið getið, að 1931
stofnaði F. U. J. íþróttafélag verka-
manna, ásamt F. U. K., og átti það félag
frumkvæði að málinu. íþróttafélagið
hefir starfað óslitið síðan, og heitir nú
íþróttafélag Hafnarfjarðar, og eru í því
bæði karlar og konur.
Sumarið 1930 gaf F. U. J. bikar úr tré,
fagurlega útskorinn, til verðlauna fyrir
kappsund drengja á aldrinum 14—19
ára. Keppt var um þennan bikar í fyrsta
sinn 24. ág. 1930, og síðan á hverju ári,
en aldrei hefir hann verið unninn til
eignar, en til þess þarf að vinna hann
þrisvar í röð.
Starfsflokkar.
Veturinn 1930 æfðu fullir tveir tugir
pilta og stúlkna úr F. U. J. vikivakci und-
ir leiðsögn Gísla Sigurðssonar, en upp-
hafsmenn að þeirri starfsemi munu
Helgi Sigurðsson og Guðjón Gíslason
hafa verið. Flokkur þessi sýndi vikivaka
nokkrum sinnum á samkomum félagsins