Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Síða 13
11
AFMÆLISRIT F. U. J.
jafnan haft mikinn áhuga fyrir og rætt
á fjölmörgum fundum, er bygging Al-
þýðuhúss í Hafnarfirði.
Fyrst er máls þessa getið í félaginu
13. marz 1930, þegar upp er lesið bréf
frá verkakvennafélaginu Framtíðinni
um að Alþýðuflokksfélögin beiti sér fyrir
byggingu Alþýðuhúss. Var þessu vel tek-
ið og kosin nefnd til þess að vinna að
þessu máli, ásamt nefndum frá öðrum
félögum: Emil Jónsson, Þóroddur
Hreinsson og Þorsteinn Björnsson. Jafn-
framt var ákveðið að félagið héldi
skemmtun til ágóða fyrir húsbyggingar-
sjóðinn, og var það gert. Síðar á árinu
hélt félagið hlutaveltu í sama tilgangi.
Samtals aflaði F. U. J. 800 króna í hús-
sjóðinn árið 1930, auk þess sem það tók
þátt í útiskemmtun fyrir sjóðinn ásamt
hinum félögunum. F. U. J. er eina félagið
í bænum, sem þannig hefir lagt fram fé
í hússjóðinn eitt síns liðs.
Félagið hefir alla tíð átt fulltrúa í
húsnefndinni, og hafa þeir átt sinn þátt
i framkvæmdum nefndarinnar, meðal
annars hátíðahöldum 1. maí árlega síðan
1932.
1. maí.
í Hafnarfirði mun ekki hafa verið tal-
að um að hafa nokkur hátíðahöld 1. maí
fyrr en á fundi í F. U. J. 8. apríl 1931, og
hóf Helgi Sigurðsson þær umræður. Var
þar samþykkt að leita til hinna alþýðu-
félaganna í Hafnarfirði um samvinnu
við F. U. J. til að koma af stað hátíða-
höldum 1. maí n. k., og var jafnframt
kosin nefnd til þess að sjá um fram-
kvæmdir hátíðahaldanna. í nefndina
voru kosnir: Helgi Sigurðsson, Guð-
mundur Gissurarson, Jón Magnússon,
Ólafur Þ. Kristjánsson og Þorsteinn
Björnsson, en Þorsteinn starfaði aldrei
í nefndinni. Hin félögin tóku vel undir
málaleitun F. U. J. og kusu sínar 1. maí-
neíndir, dagurinn var haldinn hátíðleg-
ur og tókst prýðilega. Ágóði af hátíða-
höldunum varð 133.52 kr, og var það
lagt í Alþýðuhússjóð. Við þessi hátíða-
höld var fáni F. U. J. notaður í fyrsta
sinn.
Síðan hefir 1. maí jafnan verið hald-
inn hátíðlegur í Hafnarfirði, og hefir
húsbyggingarnefndin stað'ið fyrir þeim
hátíðahöldum.
F. U. J. og .,Stefnir“.
Sá pólitíski áhugi, sem ríkti í bænum
kringum bæjarstjórnarkosningarnar 1930
og átti mestan þátt í innstreymi manna
í F. U. J., gerði líka vart við sig í liði
Sjálfstæðisflokksins. Þar var stofnað
æskulýðsfélag eftir fyrirmynd F. U. J. og
gefið nafnið ,,Stefnir“. Var útbreiðslu-
fundur F. U. J. 2. febr. að nokkru leyti
svar við þeirri félagsstofnun. Og á næsta
fundi (9. febr.) vekur formaður félagsins,
Þorsteinn Björnsson, máls á því, hvort
ekki væri rétt að bjóða ,,Stefni“ á kapp-
ræðufund um stefnur stjórnmálaflokk-
anna. Var þá helzt haft á orði, að F. U. J.
í Reykjavík tæki þátt í fundinum með
F. U. J. í Hafnarfirði, enda yrði Félagi
ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík
boðið á fundinn ásamt „Stefni“. Leizt
sumum fundarmönnum ekki vel á þetta
og þótti við ofurefli að etja, því að í
þessum Sjálfstæðismannafélögum var
allmargt roskinna og reyndra stjórn-
málamanna, en í F. U. J. var enginn
maður yfir þrítugt. Þorsteinn Björnsson,
Sigfús Magnússon og Guðmundur Pét-
ursson simritari í Reykjavík hugðu að