Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Qupperneq 16
AFMÆLISRIT F. U. J.
14
Kveðja Srá S. U. J.
Pétur Halldórsson
Árið 1927 fór fyrst að byrja að verða
vart almenns áhuga meðal æskumanna
um stofnun stjórnmálafélaga ungra
manna og kvenna. Voru það ungir jafn-
aðarmenn í Reykjavík, sem voru með
fyrstu brautryðjendum á því sviði. í
kjölfar þeirra sigldu síðan ungir jafnað-
armenn í Hafnarfirði skömmu eftir
áramótin 1928 og var það annað F. U.
J. félagið, sem stofnað var á þessu landi.
Margir áhugasamir ungir jafnaðar-
menn stóðu að þessari félagsstofnun og
lögðu þar með fram fórnfúst starf í
þágu starfseminnar, enda lét F. U. J. í
Hafnarfirði þegar mikið til sín taka um
félagsmál og varð á skömmum tíma til-
tölulega öflugt, miðað við stærð bæj-
arins.
Þegar Samband ungra jafnaðar-
manna var stofnað, var F. U. J. í Hafn-
arfirði einn stofnandinn og hefir á-
valt síðan verið í sambandinu og tekið
mjög virkan þátt í starfi þess og stefnu,
enda hefir það síðan verið sterkasti að-
ilinn, sem að Sambandinu hefir staðið,
næst F. U. J. i Reykjavík, og tók þvi á
tímabili á ýmsan hátt fram í félags-
starfseminni.
Starfsemi F. U. J. í Hafnarfirði verð-
ur seint fullþökkuð af S. U. J. Allir þeir
ungu æskumenn og konur, sem beint og
óbeint hafa þar lagt hönd á plóginn,
hafa reist sér minnisvarða, sem seint
ætti að gleymast. Vonandi fjölgar þeim
árlega, sem þannig vilja stuðla að því
að samtök ungra jafnaðarmanna eflist,
og um leið vinna að útbreiðslu og sigri
socialismans.
Það er gleðilegt að sjá að starfsemi
félagsins hefir eflzt all verulega í stjórn-
artíð núverandi stjórnar og vonandi
verður gæfuríkt framhald af því starfi.
S. U. J. á engar heitari óskir en að
starfsemi F. U. J. í Hafnarfirði megi
takast sem allra bezt og að það fram-
vegis skipi eigi lakari sess innan S. U.
J. en það hefir gert á undanförnum
árum, og þökkum þvi jafnframt það
mikla og fórnfúsa starf, sem það hefir
lagt fram í þágu hinnar socialistisku
æskulýðsstarfsemi. Pétur Halldórsson.