Félagsbréf - 01.12.1962, Page 9

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 9
TÓMAS GUÐMUNDSSON „Þetta gerðist um sólstöður 1912“ Ekki veit ég hvað til þess bar, að íslendingar létu hjá líða að minn- ast fimmtíu ára höfundarafmælis Gunnars Gunnarssonar, því oft hafa þeir gert sér dagamun að minna tilefni. Eins og kunnugt er voru fyrstu bækur hans tvö ljóðakver, Vorljóð og Móðurminning, sem ut komu á Akureyri 1906 á forlagi Odds Björnssonar. Höfundurinn var þá lítt kominn af barnsaldri, og satt er það, að þessar lrumsmíðar standa af fleiri ástæðum en einni í næsta lausum tengslum við hinn samfellda rithöfundarferil Gunnars Gunnarssonar, enda urðu um sömu mundir {sáttaskil í ævisögu hans. Hann hvarf utan, þá seytján ára gamall, og eina bókin, sem brúar bilið milli hins unga ljóðskálds og hins stórvirka skáldsagnahöfundar, er smásagnasafnið Sögur, sem út kom í Reykja- vík 1912, en þær höfðu flestar birzt áður í Lögréttu, blaði Þorsteins Gíslasonar, og eru elztar þeirra ritverka, sem höfundur hefur tekið með í heildarútgáfu skáldrita sinna. En þetta sama ár, fyrir hálfri öld réttri, létu tvö íslenzk skáld í Danmörku sín getið með þeim hætti, að bókmenntasagan mun jafnan verða minnug þessa ártals. Þá vann Jóhann Sigurjónsson frægan sigur með Fjalla-Eyvindi, og út kom skáldsagan Ormar Örlygsson, fyrsta bindið í Sögu Borgarœttarinnar, en þar með er hafinn sá stórbrotni höfundarferill, sem skilaði ekki aðeins Gunnari Gunnarssyni til mikillar skáldfrægðar, heldur ruddi íslenzkum nútíma- bókmenntum til rúms í meðvitund heimsins og braut um leið ísinn fyrir þá höfunda, sem á eftir komu. ^^unnar Gunnarsson var ekki nema 23 ára, þegar Ormar Örlygsson kom út, og áður hafði liann ekki birt annað eftir sig á dönsku en nokkrar smásögur í blöðum og tímaritum og lítið ljóðasafn, Digte,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.