Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 11
FÉLAGSBRÉF
7
1911. En „ævi ungs skálds í framandi landi er ekki öll sögð né séð, þótt
rakin séu verk hans og skyggnzt inn í hugarheima leikrita hans og ljóða,“
segir Gunnar í ritgerð sinni um Jóhann Sigurjónsson, og má ekki síð-
ur heimfæra þau orð til hans sjálfs. Þau sex útivistarár, sem liðin voru
frá því að hinn „óreyndi ferðalangur" hleypti heimdraganum, snauð-
ur að veraldlegum fararefnum og án stuðnings í nokkurri skólagöngu,
höfðu miðlað honum reynslu, sem flestum öðrum hefði orðið fulldýr,
en til allrar hamingju var Gunnar þannig gerður, að örðugleikarnir
stæltu skaphöfn lians í stað þess að buga liana, brýndu viljaþrekið í
stað þess að slæva það. Lesendur Fjallkirkjunnar munu væntanlega fara
nærri um þá sögu.
í danska tímaritinu Bogvennen frá 1912, sama ári og Ormar Örlygs-
son kemur út, hefur Gunnar Gunnarsson rakið stærstu drætti ævi sinn-
ar eins og hún kom honum }rá fyrir sjónir og verður ljóst af þeirri frá-
sögn, að hinu unga skáldi var allt annað í hug en að ganga til mála-
miðlunar um líf sitt og örlög. „Ég vaxð að fai'a að heiman til að leita
lífsins og hamingjunnar, — til að vei'a einn, — til að ráða yfir mér
sjálfum, — til að gefa örlögunum kost á öðru tveggja, að mylja mig í
duftið eða opna mér dyi'nar að hátíð lífsins.“ Þessi leit að lífi og ham-
ingju bar liann fyrst til Jótlands þar sem hann komst um skeið á lýð-
háskólann í Askov, en skilaði honum tvítugum til Kaupmannahafnar
eftir margar mannraunir. í grein þeirri um Jóhann Sigurjónsson, sem
áður var vitnað til, víkur Gunnar að „tíðarandanum" í hinni dönsku
höfuðborg um þær mundir, en þá var þar „bóhem-smekkurinn, bóhem-
krafan í algleymingi. Sá þótti ekki maður með mönnum, og einkum
ekki listamaður, sem ekki var yfirfullur af andstæðum og tvístiingi í
lundarfari og lifnaðarháttum; því skýrari sem andstæðurnar kornu
fram, því meiri listamaður. Þetta voru trúarsetningar; þau skáld og
þeir listamenn, sem ekki viðurkenndu þær og lifðu eftir þeim, voru
brenndir á báli fyrirlitningarinnar. Heineskapið háðska og angurværa
(sem læðzt hafði inn í íslenzka ljóðmennt, aðallega með Jónasi Hall-
grímssyni í stælingum hans) og jafnvel brotsjóa-lund Byrons bliknuðu
og urðu að hjómi, þegar norrænir og einkum norskir rithöfundar og
niálarar birtust í ofurmagni listamannslundar ■ ini Það, sem mest