Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 11

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 11
FÉLAGSBRÉF 7 1911. En „ævi ungs skálds í framandi landi er ekki öll sögð né séð, þótt rakin séu verk hans og skyggnzt inn í hugarheima leikrita hans og ljóða,“ segir Gunnar í ritgerð sinni um Jóhann Sigurjónsson, og má ekki síð- ur heimfæra þau orð til hans sjálfs. Þau sex útivistarár, sem liðin voru frá því að hinn „óreyndi ferðalangur" hleypti heimdraganum, snauð- ur að veraldlegum fararefnum og án stuðnings í nokkurri skólagöngu, höfðu miðlað honum reynslu, sem flestum öðrum hefði orðið fulldýr, en til allrar hamingju var Gunnar þannig gerður, að örðugleikarnir stæltu skaphöfn lians í stað þess að buga liana, brýndu viljaþrekið í stað þess að slæva það. Lesendur Fjallkirkjunnar munu væntanlega fara nærri um þá sögu. í danska tímaritinu Bogvennen frá 1912, sama ári og Ormar Örlygs- son kemur út, hefur Gunnar Gunnarsson rakið stærstu drætti ævi sinn- ar eins og hún kom honum }rá fyrir sjónir og verður ljóst af þeirri frá- sögn, að hinu unga skáldi var allt annað í hug en að ganga til mála- miðlunar um líf sitt og örlög. „Ég vaxð að fai'a að heiman til að leita lífsins og hamingjunnar, — til að vei'a einn, — til að ráða yfir mér sjálfum, — til að gefa örlögunum kost á öðru tveggja, að mylja mig í duftið eða opna mér dyi'nar að hátíð lífsins.“ Þessi leit að lífi og ham- ingju bar liann fyrst til Jótlands þar sem hann komst um skeið á lýð- háskólann í Askov, en skilaði honum tvítugum til Kaupmannahafnar eftir margar mannraunir. í grein þeirri um Jóhann Sigurjónsson, sem áður var vitnað til, víkur Gunnar að „tíðarandanum" í hinni dönsku höfuðborg um þær mundir, en þá var þar „bóhem-smekkurinn, bóhem- krafan í algleymingi. Sá þótti ekki maður með mönnum, og einkum ekki listamaður, sem ekki var yfirfullur af andstæðum og tvístiingi í lundarfari og lifnaðarháttum; því skýrari sem andstæðurnar kornu fram, því meiri listamaður. Þetta voru trúarsetningar; þau skáld og þeir listamenn, sem ekki viðurkenndu þær og lifðu eftir þeim, voru brenndir á báli fyrirlitningarinnar. Heineskapið háðska og angurværa (sem læðzt hafði inn í íslenzka ljóðmennt, aðallega með Jónasi Hall- grímssyni í stælingum hans) og jafnvel brotsjóa-lund Byrons bliknuðu og urðu að hjómi, þegar norrænir og einkum norskir rithöfundar og niálarar birtust í ofurmagni listamannslundar ■ ini Það, sem mest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.