Félagsbréf - 01.12.1962, Page 27

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 27
JORGE LUIS BORGES Babýlóníuhappdrœttið hef verið ræðismaður eins og allir aðrir í Babýlóníu, og eins og allir aðrir hef ég verið þræll; ég hef reynt almætti, ónáð, ánauð. Sjáið: vísifingur vantar á hægri hönd mína; gegnum þessa rifu á skikkjunni skín í rautt ör á kvið mér. Það er annað teiknið, Bet. Við tunglfyllingu veitir þetta teikn mér vald yfir mönnum sem eiga Gimel að teikni, og vegna þess er ég háður þeim sem lifa í teikni Aieps; þeir eru með þverrandi tungli skuldbundnir Gimel- mönnum. Ég hef kæft heilög naut í morgunsárið, í kjallara, andspænis svörtum steini. Ég hef verið ósýnilegur heilt tunglár. Kallaði ég svaraði mér enginn. Ég hnuplaði brauði cg var ekki hálshöggvinn. Ég hef reynt óvissu, ástand óþekkt Grikkjum. I eirlitum klefa, andspænis þögulum silkiklút böðulsins, brást mér ekki von; í nautn hvarf mér ekki felmtur. Heraklíð frá Pontus furðar sig á því að Pýþagóras þykist muna að hafa áður verið Pyrrhus og þar áður Evforbus og þar áður enn annar; ég þarf hvorki að grípa til svika eða gera mér dauðann að skálkaskjóli til að rifja upp svipaðan feril. Þennan fjölbreytileik, næstum ógnvekjandi, þakka ég happdrættinu, stofnun sem er óþekkt í öðrum löndum eða starfar þar í ófullkominni eða dulbúinni mynd. Ég hef aldrei rakið sögu þess; ég veit öldungunum ber ekki saman um það; ég veit ekki meir um happdrættið en óstjörnufróður maður um mánann. Ég heyri til vitfirrtu landi þar sem happdrættið er drjúgur hluti daglegs veru- leika; og þar til í dag hef ég aldrei gefið því gaum frekar en eigin hjarta eða órannsakanlegum vegum guðanna. Nú í dag, langan veg frá Babýlóníu og ástþekkum siðum hennar, hugleiði ég happdrættið, ekki undrunarlaust; og ég man svívirðilegar getsakir sem grímubúnir metin muldra í rökkrinu. Éaðir minn sagði iðulega að á fyrri tíð — fyrir öldum síðan, eða árum? — hefði happdrættið verið alþýðlegur leikur í Babýlónj'u. Hann sagði (ég veit ekki hvort hann hafði rétt fyrir sér) að rakarar hefðc: selt fyrir koparskilding hluti af beini eða bókfelli og rista rúnum. Síðan var dregið úr hlutunum um

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.