Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 27

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 27
JORGE LUIS BORGES Babýlóníuhappdrœttið hef verið ræðismaður eins og allir aðrir í Babýlóníu, og eins og allir aðrir hef ég verið þræll; ég hef reynt almætti, ónáð, ánauð. Sjáið: vísifingur vantar á hægri hönd mína; gegnum þessa rifu á skikkjunni skín í rautt ör á kvið mér. Það er annað teiknið, Bet. Við tunglfyllingu veitir þetta teikn mér vald yfir mönnum sem eiga Gimel að teikni, og vegna þess er ég háður þeim sem lifa í teikni Aieps; þeir eru með þverrandi tungli skuldbundnir Gimel- mönnum. Ég hef kæft heilög naut í morgunsárið, í kjallara, andspænis svörtum steini. Ég hef verið ósýnilegur heilt tunglár. Kallaði ég svaraði mér enginn. Ég hnuplaði brauði cg var ekki hálshöggvinn. Ég hef reynt óvissu, ástand óþekkt Grikkjum. I eirlitum klefa, andspænis þögulum silkiklút böðulsins, brást mér ekki von; í nautn hvarf mér ekki felmtur. Heraklíð frá Pontus furðar sig á því að Pýþagóras þykist muna að hafa áður verið Pyrrhus og þar áður Evforbus og þar áður enn annar; ég þarf hvorki að grípa til svika eða gera mér dauðann að skálkaskjóli til að rifja upp svipaðan feril. Þennan fjölbreytileik, næstum ógnvekjandi, þakka ég happdrættinu, stofnun sem er óþekkt í öðrum löndum eða starfar þar í ófullkominni eða dulbúinni mynd. Ég hef aldrei rakið sögu þess; ég veit öldungunum ber ekki saman um það; ég veit ekki meir um happdrættið en óstjörnufróður maður um mánann. Ég heyri til vitfirrtu landi þar sem happdrættið er drjúgur hluti daglegs veru- leika; og þar til í dag hef ég aldrei gefið því gaum frekar en eigin hjarta eða órannsakanlegum vegum guðanna. Nú í dag, langan veg frá Babýlóníu og ástþekkum siðum hennar, hugleiði ég happdrættið, ekki undrunarlaust; og ég man svívirðilegar getsakir sem grímubúnir metin muldra í rökkrinu. Éaðir minn sagði iðulega að á fyrri tíð — fyrir öldum síðan, eða árum? — hefði happdrættið verið alþýðlegur leikur í Babýlónj'u. Hann sagði (ég veit ekki hvort hann hafði rétt fyrir sér) að rakarar hefðc: selt fyrir koparskilding hluti af beini eða bókfelli og rista rúnum. Síðan var dregið úr hlutunum um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.