Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 32
28 FÉLAGSBRÉF af svefni til að kyrkja konu sína sofandi við hlið sér, — má ekki vera að þessir menn fylgi fram leynilegum úrskurði Félagsins? Þögult framferði þess, sam- bærilegt við guðsvegu, vekur upp margháttaðar getsakir. Samkvæmt einni sví- virðilegri tilgátu hefur Félagið ekki verið við lýði svo öldum skiptir og hin helga ringulreið í lífi okkar er aðeins arfur og bundin af hefð; önnur hermir að Félagið sé eilíft og standi til dómsdags þegar síðasti guðinn útmái veröld; enn önnur að Félagiö sé að vísu almáttugt en áhrifa þess gæti aðeins í hinum lítilvægustu sökum, fuglsgargi, litnum á ryki eða ryði, vökudraumum í dag- renningu. Fyrir munn grímubúinna trúvillinga segir ein getgátan að Félagið hafi aldrei veriS til og verSi aldrei til. Og enn ein, álíka lítilmótleg, hermir að tilvera þessa huldufélags skipti engu máli til eða frá með því að Babýlónía sé ekki nema óendanlegur leikur hendingar. ó. J. þýddl. Jorge Luis Borges er ArgentmumaSur, fæddur 1899. Hann gerðist snemma fjölmenntaoai í bókmenntum og heimspeki — meðal eftirlætishöfunda hans eru Schopenhauer, Hume, Robert Louis Steivenson og G. K. Chesterton — og birti fyrstu ljóð sín um 1920 er hann hafði dvalizt um sinn í Sviss og á Spáni. Borges var lengi bókavörður á Landsbókasafninu í Buenos Aires unz perónistar viku honum úr þeirri stöðu. Fór hann síðan huldu höfði u/n sinn, enda vofði handtaka yfir honum; og á þessum árum urðu flestar sögur hans til. — Sögur Borges eru fáar talsins og allar stuttar, en mjög hnitmiðaðar í stíl og byggingu „Frum- spekileg ævintýr" mætti kalla þessar sögur, sem ýmist gerast aftur í furðulegri fortíð eða nú á dögum, í Babýlóníu, eða Buenos Aires. Á seinni árum hefur Borges vakið síaukna athygli í Evrópu og sögur hans verið þýddar víða. í fyrra hlaut hann hin alþjóðlegu For- mentor-verðlaun. — Sagan sem hér birtist er þýdd úr ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.