Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 39

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 39
FÉLAGSBRÉF 35 stigið hefur verið í norræna átt nokkru sinni — enda þótt kvartað sé yfir pappírsflóðinu og málsmeðferð- inni þar líka. Róm var ekki byggð á einum degi. Fyrst þurfa menn að kynn- ast. Það tekur sinn tíma. Svo þarf að kljást. Það tekur tíma. Svo verða menn sammála, — að minnsta kosti um eitthvaS. Frá því styrjöldinni lauk hefur ferðamannastraumurinn innan Norður- landa orðið svo stórkostlegur, að maður hlýtur að spyrja sjálfan sig, hvort Norðurlandabúum sé það um megn að vera heima hjá sér eða ferð- ast í eigin landi. Meira en 5 milljónir manna fara ár hvert yfir landamæri okkar — og af þeim eru ekki færri en 3 milljónir Svía, sem heimsækja Noreg. Utanlandsferðir Islendinga eru vart fáar miðað við fólksfjölda, en sorglegt er, að allt of fáir Norðurlandabúar ferðast hingaS. Ur þessu verður að bæta með virkum stuðningi af hálfu heimalanda ferðafólksins. Til þess að fullkomna mynd hinnar norrænu samvinnu, verðum við að nefna það, sem ef til vill er öllu öðru veigameira: Varla er til sá almennur félagsskapur eða starfshópur, opinber skrifstofa eða ráðuneyti á Norðurlönd- um, sem hefur ekki haft samband við hliðstæð félög eða stofnanir í ná- grannalöndunum. Ný hugsun hefur mótazt. Áður hnupluðu menn hug- myndum stöku sinnum, en nú þykir sjálfsagt að vinna saman fyrir opnum tjöldum. Mót og ráðstefnur eru haldn- ar, skipzt á hugmyndum og ráðagerð- um. Þjóðernislegt sérlyndi heyrir for- tíðinni til, — eða öllu heldur: það er á undanhaldi. Og þegar á allt er litið: Á 15 árum hafa svo margir raunhæfir sigr- ar unnizt á hinum norrænu vígstöðv- um, að álíta mætti, að allir draumar okkar hefðu rætzt, þrátt fyrir hinn sál- fræðilega og sögulega mun þjóðanna, sem ég ræddi um áðan, og þótt ekkert hafi orðið úr norrænu tollabandalagi eða norrænu varnarbandalagi. En þessu er því miður ekki að heilsa. Til er andstæður þróunarferill, sem gerir framtíðarhorfur okkar allt að því ískyggilegar. Það sem áunnizt hefur í málefnalegu samstarfi, virðist hafa glatazt á sviði menningarmála. Hin menningarlega samvinna, eða réttara sagt, menningarleg samstaða landanna hefur ekki aukizt, heldur hið gagn- stæða. Fyrst og fremst á þetta við um þær þrjár þjóðir, sem líkastar eru að tungu: Dani, Norðmenn og Svía. Það er staðreynd, að þessar þjóðir lesa ekki lengur mál hverrar annarrar né bókmenntir, og almenningur í þessum löndum er alls ófróður jafnt um ís- lenzkar sem finnskar bókmenntir. — Hnignun samnorrænnar menningarvit- undar er í rauninni svo mikil, að ég vil álíta hana hörmulega — að minnsta kosti, ef áfram heldur í sömu átt og nú horfir. Flestum reynist örðugt að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.