Félagsbréf - 01.12.1962, Síða 40
36
FÉLAGSBRÉF
skýra þennan gang sögnnnar, sérstak-
lega þegar litið er á aukið raunhæft
samstarf og fjölgun persónulegra
kynna milli þjóðanna.
Samt sem áður er skýringin sáraein-
föld: Við stöndum andspænis fyrstu
greinilegu áhrifunum af hinu menning-
arlega miðsóknarafli stórveldanna,
hægfara hernámi norræns hugarfars
og hinnar sérstöku norrænu menning-
ar af hálfu umheimsins.
Alla 19. öld og enn um aldamót og
fram að fyrri heimsstyrjöld' var hin
andlega heimsmynd Norðurlandabúa
norrœn. Sambandið við umheiminn var
lítið, tungumálakunnáttan var heldur
ekki mikil. Þeim litla tíma, þreki og
áhuga, sem menntað fólk hafði aflögu,
þegar það hafði lokið að melta bók-
menntir og listir heimalandsins, var
eðlilegt að verja til að sinna framlagi
grannþjóðanna.
í þann tíð héldu einnig hinir
fremstu andans menn okkar saman.
Stórskáldin dvöldust gjarna langdvöl-
um í Kaupmannahöfn, Berlín, París,
Miinchen og Róm. Þar mynduðu þau
norrænar nýlendur, stofnuðu til varan-
legrar vináttu og hófu mikilsverð og
ævilöng bréfaskipti. Þetta hafði áhrif
á bókmenntirnar og blöðin í löndum
þeirra, og þar með á lesendur almennt.
Tengsl ríkjanna kunna einnig að hafa
haft hagstæð áhrif, að minnsta kosti
átti það við um sum löndin. Norsk-
sænska sambandið gegndi að vísu
ekki miklu menningarhlutverki, en
annað átti sér stað um hið dansk-
norska samfélag tungunnar — ritmál
okkar var þá — að hinu nýja lands-
máli undanskildu — í reyndinni eitt
og hið sama. Sjálfur las ég í æsku
minni nær eingöngu danskar barnabæk-
ur. I Finnlandi, sem þá var rússneskt
amt, var sænska leiðin til vesturs og
æðri menntunar, og finnskar bókmennt-
ir höfðu þá enn ekki hlotið þá þjóð-
legu endurlausn sem síðar varð. —
Andlegt líf á Islandi átti sér norræna
skiptimiðstöð í Kaupmannahöfn. Ibsen,
Strindberg og Brandes voru norræn
sameign.
Jafnvel á þriðja tug aldarinnar —
þegar hugsjónir Norrænu félaganna
voru mótaðar — hlýtur þessi norræna
menningarsæla að hafa verið lifandi í
hugum margra- Þeir sem hugsuðu
langt fram í tímann, hafa vafalaust
séð, að heimurinn stefndi stöðugt í átt
til síaukins samruna. En þeir hafa
spaklega spáð sem svo: Þróunin verð-
ur stig af stigi. Fyrst mun norræn
menningarvitund þróast í menningar-
lega samkennd, sem nær til allra
Norðurlanda, og að því er Danmörku,
Noreg og Svíþjóð varðar myndast
sameiginlegur bókmenntamarkaður. —
Þegar þessu stigi er náð, munu Norður-
lönd ganga til móts við stöðugt stærri
heimsheildir, sem sameinað, andlegt
stórveldi. Hver hugsandi menntaskóla-
nemi mun reyndar þekkja þessa for-
skrift að siðfræðilegri þróun hins stað-