Félagsbréf - 01.12.1962, Page 44

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 44
40 FÉLAGSBRÉF þetta verða sérstaklega mikilvægt fyrir ísland. En hin íslenzka menningarlega minni- hlutakreppa mun eiga sér annan gang en í hinum löndunum fjórum. Og það af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi mun einangrun lands- ins enn um skeið tefja það, að of mikið magn erlends menningarefnis verði gleypt í einu. í öðru lagi er hinn þjóð- legi kjarni í íslenzku andlegu lífi harð- ari og hæfari til viðnáms. Og síðast en ekki sízt: hin heimsfræga íslenzka lestrarlöngun, sem á einstæðan hátt styðst við munnlegar arfsagnir — sígilt fyrirbæri, sem er óþekkt í nær öllum öðrum löndum — mun út af fyrir sig vera trygging gegn sálrænum klofn- ingi og þjóðlegri upplausn. Á hinn bóginn er ekkert land — ekki einu sinni Island — öruggt þeg- ar til lengdar lætur gegn áhrifum heimssamruna í máli og menningu. Og þar sem íbúarnir eru svo fáir, geta í ákveðnum greinum hins andlega lífs átt sér stað snöggar og óvæntar bylt- ingar, sem hvorki verður hægt að hafa eftirlit með né ráða við. Sé erlendum menningaráhrifum — og sérstaklega hinum óvandaðri hluta þeirra — hleypt inn í landið, — og það virðist óhjákvæmilegt, getur það einmitt á íslandi gerzt eins og skriðuföll. Sem formaður Norræna félagsins í Noregi hef ég lengi fengizt við vanda- mál íslands, og þótt í litlum mæli sé, hef ég náð árangri, sem gæti gefið nokkrar vonir. Ef markaður íslenzkra bókmennta á eigin tungu gæti stækkað að minnsta kosti að einhverju leyti, kynni það að hoða verulegar framfarir á 10—20 ár- um. En ef það á að gerast, verða ein- hverjir á hinum Norðurlöndunum að læra að lesa íslenzku. Eins og mörgum ykkar er kunnugt, hefur Norræna félaginu í Noregi tek- izt að fá norska menntamálaráðuneytið til að fallast á mikilvægar umbætur. I stað þeirrar kennslu í fornnorsku, sem nú fer fram í æðri skólum, eða í fyrstu jafnhliða, verður að tillögu Nor- ræna félagsins kennd nútíma íslenzka. Mér til mikillar og óvæntrar ánægju fékk málið afgreiðslu í öllum áföng- um á 3 mánuðum. S.l. haust var þessi tilhögun endanlega samþykkt af ráðu- neytinu til reynslu. íslenzkunám mörg þúsund norskra menntaskólanema ætti — að minnsta kosti fræðilega séð — að stuðla að því, að íslenzkar bækur rötuðu leiðina til norskra lesenda. Og í kjölfar þeirrar þróunar ættu með tímanum að fylgja mikil áhrif í þá átt að styrkja tilfinn- inguna fyrir tengslum við íslenzka menningu og tungu. íslenzk menning er fyrst og fremst íslenzkt málefni. En hún varðar einnig hin Norðurlöndin. Okkur finnst, að í þessu litla landi sé geymdur sjálfur gullforði norrænnar menningar. Hér finnum við okkar betri mann. Hverju

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.