Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 44

Félagsbréf - 01.12.1962, Blaðsíða 44
40 FÉLAGSBRÉF þetta verða sérstaklega mikilvægt fyrir ísland. En hin íslenzka menningarlega minni- hlutakreppa mun eiga sér annan gang en í hinum löndunum fjórum. Og það af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi mun einangrun lands- ins enn um skeið tefja það, að of mikið magn erlends menningarefnis verði gleypt í einu. í öðru lagi er hinn þjóð- legi kjarni í íslenzku andlegu lífi harð- ari og hæfari til viðnáms. Og síðast en ekki sízt: hin heimsfræga íslenzka lestrarlöngun, sem á einstæðan hátt styðst við munnlegar arfsagnir — sígilt fyrirbæri, sem er óþekkt í nær öllum öðrum löndum — mun út af fyrir sig vera trygging gegn sálrænum klofn- ingi og þjóðlegri upplausn. Á hinn bóginn er ekkert land — ekki einu sinni Island — öruggt þeg- ar til lengdar lætur gegn áhrifum heimssamruna í máli og menningu. Og þar sem íbúarnir eru svo fáir, geta í ákveðnum greinum hins andlega lífs átt sér stað snöggar og óvæntar bylt- ingar, sem hvorki verður hægt að hafa eftirlit með né ráða við. Sé erlendum menningaráhrifum — og sérstaklega hinum óvandaðri hluta þeirra — hleypt inn í landið, — og það virðist óhjákvæmilegt, getur það einmitt á íslandi gerzt eins og skriðuföll. Sem formaður Norræna félagsins í Noregi hef ég lengi fengizt við vanda- mál íslands, og þótt í litlum mæli sé, hef ég náð árangri, sem gæti gefið nokkrar vonir. Ef markaður íslenzkra bókmennta á eigin tungu gæti stækkað að minnsta kosti að einhverju leyti, kynni það að hoða verulegar framfarir á 10—20 ár- um. En ef það á að gerast, verða ein- hverjir á hinum Norðurlöndunum að læra að lesa íslenzku. Eins og mörgum ykkar er kunnugt, hefur Norræna félaginu í Noregi tek- izt að fá norska menntamálaráðuneytið til að fallast á mikilvægar umbætur. I stað þeirrar kennslu í fornnorsku, sem nú fer fram í æðri skólum, eða í fyrstu jafnhliða, verður að tillögu Nor- ræna félagsins kennd nútíma íslenzka. Mér til mikillar og óvæntrar ánægju fékk málið afgreiðslu í öllum áföng- um á 3 mánuðum. S.l. haust var þessi tilhögun endanlega samþykkt af ráðu- neytinu til reynslu. íslenzkunám mörg þúsund norskra menntaskólanema ætti — að minnsta kosti fræðilega séð — að stuðla að því, að íslenzkar bækur rötuðu leiðina til norskra lesenda. Og í kjölfar þeirrar þróunar ættu með tímanum að fylgja mikil áhrif í þá átt að styrkja tilfinn- inguna fyrir tengslum við íslenzka menningu og tungu. íslenzk menning er fyrst og fremst íslenzkt málefni. En hún varðar einnig hin Norðurlöndin. Okkur finnst, að í þessu litla landi sé geymdur sjálfur gullforði norrænnar menningar. Hér finnum við okkar betri mann. Hverju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.