Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 57

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 57
FÉLAGSBRÉF 53 verkfallsmanna, stéttamunurinn og þjóðfélags- átökin verður spennan í ástarsögu þeirra. Höfundur ætlar sér ekki að flytja neinn boðskap né reka áróður, áhugi hans beinist óskiptur að ástarsögunni og verklýðsmálin og blaðamennskan eru ekki annað en bak- grunnur hennar. Fyrir honum vakir það eitt að segja skemmtilega sögu og hann hættir sér hvergi út á þann hála ís að prédika. Allt er það góðra gjalda vert. Gísli hefur tamið sér nokkuð sérstakan stíl sem heita má persónulegur, oft hefur hann verið hnökróttur og farið út í smekkleysur en í þessari sögu hefur Gísli stílinn á valdi sínu og beitir honum skemmtilega, kemur oft á óvart og tekst að bregða kynlegu ljósi yfir persónur sínar og viðbrögð þeirra. Söguefni sem þetta gæti orðið háskalegt höfundi sem ekki réði jafn persónulegum stíl. í bókinni er sérstakt andrúmsloft og stíllinn er sam- felldur, órofinn. Kimni höfundar kemur betur í ljós i þvi kátlega ljósi sem hann varpar á sögu- efnið en i einstökum orðatiltækjum og máls- greinum þótt margt sé þar smellið og fyndið. Þessi tegund kimni er nokkuð sérstæð í ís- lenzkum bókmenntum, víða yljuð af samúð, sjaldan ydduð af ádeilu. Höfundur hefur lagt allt kapp á byggingu sögunnar og tekizt þar vel, sagan er rakin skilmerkilega með jafnri stígandi allt lil )oka, þráðurinn rofnar hvergi. Höf. leyfir sér hvergi neina útúrdúra þótt hann kalli tvo kaflana þvi nafni, hann heldur rakleitt eftir þeirri braut er hann markar sér í upp- hafi. Það er þvi ekki hægt að ásaka Gísla fyrir smíðalýti á sögunni, þótt ég hefði kosið að hann gæfi sér lausari táuminn, sýndi persónur frá fleiri hliðum, brygði sér út úr hinum þrönga ramma er hann setur sög- unni og leyfði okkur að kynnast persónunum frá fleiri sjónarhæðum. í sögunni hættir höfundi til að sýna aðeins einn flöt á per- sónunum, það vantar dímensjónina i þær ef svo mætti að orði kveða. Þær eru teikni- myndir. Þetta er þó ekki galli höfundar, held- ur aðferð hans og við því er ekkert að segja. Stéttamunur þjóðfélagsins, verklýðsátökin og auðvaldsblaðamennskan ráða sýn höfundar og af því ræðst mynd sögufólksins. Söguhetjan sjálf, blaðamaðurinn, er nokkuð skýrt dreginn og sama máli gegnir um stúlk- una Birnu. Þó verður manni minnisstæðust önnur persóna bókarinnar sem gædd er miklu meira lífi frá hendi höfundar, það er Grimur ritstjóri. Þar er á ferðinni skemmti- legur karl sem gaman væri að kynnast nánar, hann er bezta persónan í þessari bók, mynd hans skýrust. Og þrátt fyrir allt er hann viðfelldnastur af því fólki sem teflt er fram á sögusviðið þótt látið sé í það skína að ýmislegt gruggugt sé í fari hans og samvizka hans allt annað en engilhrein eins og stúlk- unnar í fiskinum. Verkstjórinn í Holtaveri, aukapersóna, sem lítið kemur við sögu en stendur manni þó skýrt fyrir hugskotsjónum og Gvendur skepna eru báðir ágætir svo langt sem þeir ná. Mér er ekki grunlaust um að Gísli hafi skorið þessa karla við nögl vegna aðalpersón- anna og vissulega er það rétt frá bygginga- fræðilegu sjónarmiði sögunnar, en jafnfraint finnst manni höfundur hafi iúmskara gaman af þessum körlum en skylduhetjunum, blaða manninum og stúlkunum. Áferð bókarinnar er nokkuð jöfn og heild- arsvipurinn samfelldur eins og áður er vikið að. Þó held ég að beztu kaflarnir séu fyrsti kaflinn þar sem blaðamaðurinn laumast inn um gluggann á ball í Iðnó og kaflinn þar scm hann fer upp í sumarbústað og lendir í drykkju með Grími ritstjóra. Það verður gaman að lesa næstu skáldsögu Gísla, og kannski leyfir hann sér þá að slaka aðeins á snúrunni og sýna okkur „bak við“ fólkið. Jökull Jakobsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.