Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 5

Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 5
Á LÍÐANDI STUND 1 seinni tíð er margt rætt um fjölmiðla og þau áhrif, sem þeir geta haft á allan almenning. Ýmsir vilja telja bækur á með- al fjölmiðla, en flestum mun þó svo farið, að þá fyrst dett- ur þeim í hug orðið fjölmiðill, þegar rætt er um blöð, útvarp eða sjónvarp. Að visu má líta á bókina sem fjölmiðil að því marki, að hún getur í mörgum tilvikum náð til fjöldans, en þá umfram allt fyrir tilstyrk blaða, útvarps eða sjónvarps. En í raun skipar bókin þó allt annan sess i lífi fólksins en út- varp, sjónvarp eða blöð. Því að hversu ólíkar sem bækur eru, ekki aðeins í gerð, heldur einnig að tilgangi og notagildi, liggur þó meginstyrkur þeirra og meginþýðing i hinu per- sónulega sambandi við lesand- ann, jafnvel trúnaðarsambandi, sem aðrir fjölmiðlar geta naum- lega stofnað til í nokkrum við- lika mæli. Af sömu rót er það runnið, að bækur eru i eðli sínu mjög óáleitnar. Þær trana sér ekki fram, heldur kaupa menn þær vegna þess, að þeir vilja hafa þær hjá sér, eða hjá ættingjum sínum og vinum, og þeir lesa þær af eigin löngun eða þörf. Nú má að vísu segja, að hverj- um manni sé innan handar að leiða hjá sér blöð, útvarp og sjónvarp, umfram það, sem hann óskar sér af ráðnum hug, en í reynd horfir málið ekki svo einfaldlega við. Á hverju heimili að heita má er útvarp og sjónvarp, auk fleiri eða færri dagblaða. Þess- ir umsvifamiklu fjölmiðlar sitja svo að segja fyrir hverj- um manni og sækja að hon- um úr öllum áttum á heimili hans. Þegar svo er komið er það vit- anlega ekki nema hálfur sann- leikur, að menn séu einráðir um það, sem þeim ber fyrir augu og eyru. Allt um það væri harla hjá- kátlegt að amast við fjölmiðl- 3

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.