Félagsbréf - 01.05.1971, Page 11
SJÖ VORU SÖLIR Á LOFTI
ILMUR LIÐINNA DAGA
Guðmundur
G. Hagalín
HÉR ER KOMINN HOFFINN
HRÆVARELDAR OG HIMINLJÖMI
Þetta er sjálfsævisaga, skráð af sagnamanni og meistara, sem var
orðinn þjóðkunnur af skáldskap sínum og blaðamennsku um og
innan við tvítugt og alla tíð síðan hefur lifað viðburðariku lifi,
látið ótalmargt til sín taka á sviði félagsmála og menningar og
aldrei skirrzt við að fylgja sannfæringu sinni, hvað sem það kostaði.
En auk þess að vera þar á ofan einn mikilvirkasti rithöfundur
sinnar kynslóðar, er Guðmundur G. Hagalín tvímælalaust einn
mestur skemmtunarmaður í hópi islenzkra rithöfunda fyrr og siðar.
Um það bera þessar minningabækur hans ekki sizt glöggt vitni,
enda njóta þær í ríkum mæli hinnar skörpu athugunargáfu hans
og ótrúlegs stálminnis á menn og viðburði, svo að ekki sé minnzt
á það hjartahlýja þel og gamansama umburðarlyndi, sem er eitt
af sérkennum þessa höfundar.
HUNDAÞÚFAN OG HAFIÐ Páll ísólfsson
t DAG SKEIN SÓL
Páll Isólfsson er ekki aðeins einn kunnasti hljómlistarmaður og
fremsta tónskáld Islendinga, heldur er hann einnig frægur af
frásagnarsnilld sinni, einkum á skoplega hluti, enda hvarvetna
lirókur alls fagnaðar á góðri stund. Hvort sem hann hlustar á
þungan brimgný við heimaströnd sína austur á Stokkseyri eða
situr við orgel dómkirkjunnar í Reykjavik, er gamansemi hans
sjaldan langt undan, en að baki hennar býr öllum stundum hin
stranga alvörugefni heilhuga listamanns. Allt þetta speglast mjög
greinilega í viðtalsbókunum tveimur, sem Matthias Johannessen
hefur tekið saman.
FERÐASÖGUR OG LANDLÝSINGAR
Lesandinn fylgist með Ólafi Ólavíusi á ferðalagi hans um Vest-
firði, Norðurland og Austfirði fyrir 190 árum. Litazt er um í hverri
sveit, en einkum er hugað að búskaparháttum eins og þeir voru
um þessar mundir og skyggnzt fyrir um tilraunir til úrbóta.
Steindór Steindórsson íslenzkaði.
FERÐABÖK
ÓLAFS
ÖLAVlUSAR I.-II.
9