Félagsbréf - 01.05.1971, Page 25

Félagsbréf - 01.05.1971, Page 25
gegnir, þeim sjálfum og bók- menntunum til tjóns. En hér á það við sem einatt endranær, að sá dæmir harðast, sem minnst þekkir til, og er þá komið að þeim vanda, sem ekki verður ráðið fram úr nema með því eina móti, að stofnað sé til þess háttar kvnningar á hinni nýju ljóðlist, sem byggð sé á hlutlausu mati og geti þannig leitt til nánara sambands milli hennar og lesendanna. Vert er að geta þess, að ýmis útgáfufyrirtæki hafa gert sér far um að koma verkum ungra ljóðskálda á framfæri. Eitt þeirra er Almenna bókafélag- ið, og m. a. hefur hinn ódýri ljóðabókaflokkur, sem það efndi til fyrir þremur árum, gefið allgóða raun. En um hlutlæga fræðslu varðandi þessa bók- menntagrein hér á landi hef- ur naumast verið að ræða, ef frá eru talin fá og smá leið- beiningarrit til afnota í lægri skólum, og er ljóðlistarsaga Erlends Jónssonar þar fremst í flokki. En nú hefur Jóhann Hjálmarsson, skáld og bók- menntagagnrýnandi, tekið sam- an allmikið rit og ýtarlegt, sem nefnist íslenzk nútímaljöSlist og nýlega er komið út á veg- um AB. 1 bók þessari, Islenzkri nútíma- ljóðlist, er fjallað um þau skáld, sem allt frá Jóhanni Sigurjóns- syni og fram til síðustu ára hafa að mati höfundarins stuðl- að öðrum fremur að endumýj- un ljóðsins, bæði að því er tek- ur til efnis og forms. Um sum þessara skálda er rætt gaum- gæfilega í sérstökum köflum og mörgum fleirum gerir Jó- hann vemleg skil. Samt tekur hann mönnum vara við því að líta á bókina sem eiginlega sögu íslenzkrar ljóðlistar á þessari öld, heldur sé hún fyrst og fremst „tekin saman í því skyni að freista þess að eyða fordóm- um um hina nýju Ijóðlist, skapa henni umræðugrundvöll.“ Til þeirra hluta virðist bókin prýði- lega fallin, auk þess sem hún ætti að koma að góðum notum við bókmenntakennslu i skólum landsins. En vitanlega á íslenzk nútíma- ljóðlist um fram allt erindi við hinn almenna lesanda, þvi eins og höfundurinn segir í inn- gangsorðum sinum að bókinni verður hver kynslóð að „gera sér grein fyrir samtímabók- menntum, annars slitna þær úr tengslum við það líf, sem er hin eina sanna uppspretta þeirra og hvatning.11 Og þó að ýmsai' ályktanir höfundarins kunni að valda ágreiningi, eins og hann virðist reyndar sjálf- ur gera ráð fyrir, skiptir það í raun minnstu máli, ef bók- inni tekst að öðru leyti að vekja tilætlaðan áhuga og skilning.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.